WOW Air

Fréttamynd

Icelandair kaupir WOW air

Stjórn Icelandair Group hefur gert kaupsamning um kaup á öllu hlutafé í flugfélaginu WOW air. Kaupin eru m.a. gerð með fyrirvara um samþykki hluthafafundar Icelandair Group, samþykki Samkeppniseftirlitsins og niðurstöðu áreiðanleikakönnunar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Flugvél WOW Air snúið við vegna bilunar

Vél WOW Air á leið frá Keflavíkurflugvelli til Baltimore í Bandaríkjunum var snúið við skömmu eftir flugtak upp úr klukkan fjögur í dag. Ástæðan mun vera bilun í hreyfli vélarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Skúli: Mesti vöxturinn verður í flugi frá Indlandi og Asíu

Wow Air hefur ákveðið að hætta að fljúga til þriggja áfangastaða í miðvesturríkjum Bandaríkjanna. Skúli Mogensen segir að Wow Air sé að leita að áfangastöðum með betri sætanýtingu allan ársins hring. Hann segist reikna með að mesti vöxturinn hjá félaginu á næstu árum verði í flugi frá Indlandi og Asíu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Segir Keflavíkurflugvöll þann langversta í Evrópu sem bitni á afkomu flugfélaganna

„Ég er þeirrar skoðunar, og ef maður horfir á þessar skiptistöðvar sem við erum að keppa við, þá er Keflavíkurflugvöllur langversti flugvöllur í Evrópu, það er ekkert hægt að neita því,“ segir Pétur J. Eiríksson, fyrrverandi yfirmaður hjá Icelandair til 28 ára. Það er hans mat að staðan á Keflavíkurflugvelli bitni á afkomu Icelandair og Wow Air.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Svikalogn

Þetta stóð tæpt. Með farsælli lendingu í skuldabréfaútboði WOW air, þar sem flugfélaginu tókst að tryggja sér fjármögnun upp á um 7,7 milljarða króna, hefur meiriháttar efnahagslegu slysi verið afstýrt. Það er samt engin ástæða til að fara í kringum hlutina.

Skoðun
Fréttamynd

WOW lauk 60 milljóna evra fjármögnun

Skuldabréfaútboði WOW air lauk í dag, 18. september. Stærð skuldabréfaflokksins nemur 60 milljónum evra, þar af 50 milljónir evra sem þegar hafa verið seldar og 10 milljónir evra sem verða seldar fjárfestum í framhaldi af útboðinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Útboði WOW lýkur í dag

Skuldabréfaútboði WOW air lýkur í dag. Unnið er að því að afla aukins fjármagns og vonir standa til að heildarstærð skuldabréfaútgáfunnar verði tæplega 60 milljónir evra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

WOW air fyrir vind

WOW air hefur náð að tryggja sér að lágmarki 50 milljónir evra, eða sem nemur 6,4 milljörðum króna, með skuldabréfaútboði sem flugfélagið lagði upp með þegar ráðist var í útboðið fyrir um mánuði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skúli nálgast endamarkið

Fjárfestar voru í gær búnir að skrá sig fyrir um 45 milljónum evra í útboði WOW air. Stjórnendur félagsins fullvissir um að lágmarksstærð útboðsins verði náð.

Viðskipti innlent