
Fjölmiðlar

Sýn fær fjármálastjóra frá Kviku
Eðvald Gíslason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Sýn hf. Eðvald tekur við starfinu af Kristínu Friðgeirsdóttur sem lét af störfum fyrr í mánuðinum. Þetta kemur fram í tilkynningu Sýnar til Kauphallar.

Fylgst með Íslandi úr öllum áttum
Fjölmiðlar um allan heim fjalla um gosið sem hófst milli stóra Skógfells og Hagafells í kvöld. Þó virðist áhugi sumra miðla minni en á síðustu gosum sem voru í kastljósi fjölmiðla.

„Þessi mál koma okkur ekkert við“
Björn Leifsson, eigandi World Class, segir þau mál sem Kristján Ólafur Sigríðarson sé flæktur í ekki koma sér, eiginkonu eða fyrirtæki við á neinn hátt. Hann fordæmir að vera dreginn inn í svo alvarleg mál og biðlar til fjölmiðla að vanda til verka.

Heimir Már, Margrét, Jóhannes Kr. og Bjartmar verðlaunuð
Heimir Már Pétursson, Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson, Margrét Marteinsdóttir, Jóhannes Kr. Kristjánsson, Sævar Guðmundsson og Heimir Bjarnason hlutu í dag blaðamannaverðlaun sem afhent voru við hátíðlega athöfn á Kjarvalsstöðum.

Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent
Blaðamannaverðlaunin ársins 2023 verða veitt á Kjarvalsstöðum í dag. Veitt eru verðlaun í fjórum flokkum: viðtal ársins, umfjöllun ársins, rannsóknarblaðamennska ársins og blaðamannaverðlaun ársins.

Kensington í sama flokki og Íran og Norður-Kórea hjá AFP
Ein stærsta fréttaveita heims, AFP, segist ekki lengur treysta Kensington höll, hirð Vilhjálms og Katrínar af Wales eftir að í ljós kom að átt hafði verið við ljósmynd af Katrínu sem birtist á mæðradag.

Ísraelsher braut alþjóðalög þegar skotið var á hóp blaðamanna
Ísraelsher braut alþjóðalög í Líbanon í fyrra þegar skriðdreki skaut á hóp af einstaklingum sem voru bersýnilega merktir sem blaðamenn. Blaðamaður Reuters lést og sex særðust.

Sættir sig við að vera bara Berglind eftir gjaldþrotið
Berglind Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur og markþjálfi, upplifði sinn mesta ótta þegar félag hennar GRGS ehf, sem hélt utan um eitt vinsælasta matarblogg landsins, Gulur, rauður, grænn og salt, var sett í gjaldþrot í fyrra.

Gjaldþrot N4 nam 89 milljónum króna
Lýstar kröfur í N4 ehf. námu 89 milljónum króna, en ekkert greiddist upp í rúmlega 84 milljónir þeirra. Fyrirtækið starfrækti sjónvarpstöðina N4 í fimmtán ár.

Kaflaskil í íslenskri menningarsögu
Fjöldinn allur af ritfæru fólki minnist nú Matthíasar Johannessen sem andaðist á líknardeild Landsspítalans í vikunni, 94 ára að aldri.

Matthías Johannessen er látinn
Matthías Johannessen, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins og skáld, er látinn. Hann andaðist á líknardeild Landspítalans í Kópavogi í gær, 94 ára að aldri.

„Með ólíkindum hvernig RÚV ætlar að valta yfir höfunda sigurlagsins“
Eyþór Gunnarsson tónlistarmaður segist hugsi yfir rétti höfunda til að stjórna því í hvaða tilgangi hugverk þeirra er notað. Hann veltir fyrir sér hvort sæmdarréttur höfunda lagsins Scared of Hights vegi ekki eitthvað þegar ákvörðun um þátttöku í Eurovision var tekin.

Ríkisútvarpið ætlar að taka þátt í Eurovision
Ríkisútvarpið ætlar að taka þátt í Eurovision og senda sigurlag Söngvakeppninnar í ár, Scared of Heights, í flutningi Heru Bjarkar til Malmö í Svíþjóð.

Kæru Maríu Lilju á hendur Mbl vísað frá
Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands hefur vísað frá kæru Maríu Lilju Ingveldar Þrastardóttur Kemp á hendur Mbl.is og Árvakri fyrir brot á siðareglum í frétt miðilsins. Ástæðan var sú að María Lilja var hvorki til umfjöllunar í fréttinni né hafði bein tengsl við umfjöllunarefnið.

Von á tilkynningu frá RÚV vegna Heru
Von er á tilkynningu frá Ríkisútvarpinu vegna ákvörðunar um þátttöku Íslands í Eurovision. Þetta segir Stefán Eiríksson útvarpsstjóri.

Sultuslakur eftir grín Gísla Marteins
Það fauk í Einar Sveinbjörnsson veðurfræðing að sjá grín gert að kollega hans í stéttinni í Vikunni í Ríkissjónvarpinu í gærkvöldi. Hrafn Guðmundsson, skotspónn grínsins, er aftur á móti sultuslakur.

Heimir Már, Auður Ösp, Sunna og Elísabet tilnefnd til verðlauna
Tilnefningar til blaðamannaverðlauna Blaðamannafélags Íslands voru kynntar í dag og verða verðlaunin veitt að viku liðinni á Kjarvalsstöðum. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar hlaut þrjár tilnefningar til verðlauna en þrjár tilnefningar eru í hverjum flokki sem eru fjórir talsins: Viðtal ársins, umfjöllun ársins, rannsóknarblaðamennska ársins og Blaðamannaverðlaun ársins.

Hulda hættir hjá Sýn og sviðið lagt niður
Hulda Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri nýsköpunar og rekstrar hjá Sýn hf., hefur óskað eftir að láta af störfum. Ákveðið var í kjölfarið að ráðast í skipulagsbreytingar og leggja sviðið niður. Verkefni sviðsins verða flutt á aðra stjórnendur.

Markmiðin góð í fjölmiðlastefnu en segir fjárhæð styrkja of lága
Í drögum að fyrstu opinberu fjölmiðlastefnu landsins er lagt upp með að hefðbundin auglýsingasala hjá RÚV verði óheimil og styrkir til einkarekinna fjölmiðla festir í sessi. Formaður Blaðamannafélags Íslands fagnar markmiðinu en segir fjárhæð styrkja of lága sé miðað við Norðurlöndin.

Lagt til að auglýsingasala RÚV verði stafræn
Starfshópur menningar- og viðskiptaráðuneytisins leggur til að stafræn leið verði farin til að minnka umsvif RÚV á auglýsingamarkaði. Sala og markaðssetning á auglýsingum verði óheimil hjá RÚV en hægt sé að kaupa auglýsingahólf samkvæmt verðskrá á vefnum.

Kristinn braut siðareglur Blaðamannafélagsins
Kristinn H. Gunnarsson ritstjóri Bæjarins besta telst hafa brotið Siðareglur blaðamannafélags Íslands og er brotið ámælisvert.

Leggja til ýmsar breytingar á auglýsingasölu RÚV
Dregið verður úr umsvifum Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði og unnið að því að hefðbundin sala og markaðsetning á auglýsingum hjá RÚV verði gerð óheimil, ef tillögur um stefnu um málefni fjölmiðla til ársins 2030 ná fram að ganga.

Kosningaapp RÚV til skoðunar eftir að kjósendur Bashars kusu Heru
Myndband af meintum galla á kosningakerfi í einvígi Söngvakeppninnar á RÚV fór í dreifingu eftir að sigur Heru Bjarkar var tilkynntur í kvöld. Nokkur fjöldi fólks kannaðist við að hafa kosið Bashar en fengið kosninganúmer Heru Bjarkar á símaskjáinn sér til mikillar furðu. RÚV segir málið til skoðunar en meintur galli hafi þó ekki getað haft áhrif á niðurstöðu kvöldsins.

Hart sótt að Úlfari á fundi með blaðamönnum
Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, mætti á fund blaðamanna í húsakynnum Blaðamannafélags Íslands og var hart að honum sótt á stundum.

Bein útsending: Íslenskir fjölmiðlar, gervigreind og Facebook
Hver er staða íslenskra fjölmiðla á tímum stafrænnar byltingar? Ættu Google og Meta að greiða útgefendum fjölmiðla fyrir fréttir og er hægt að verðmeta fréttir? Hver verða áhrif gervigreindar á blaðamennsku og ritstjórnir fjölmiðla?

Þegar Ari Trausti rauk úr beinni útsendingu
Harðlífi er hlaupið í framboð væntanlegra forsetaframbjóðenda en kosið verður 1. júní 2024. Þegar Guðni Th. Jóhannesson tilkynnti um að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér þriðja kjörtímabilið kom það mörgum á óvart. Aðdragandi forsetakjörs er ekkert grín eins og dæmin sanna.

Sýnileikadagur FKA: „Mikið er hún góð þessi!“
„Ein sem ég þekki ákvað til dæmis eitt sinn að taka svolítið karlana á þetta, bjóða þeim í einn og einn golfhring. Og hvað gerðist? Jú, strax eftir fyrsta höggið var viðmótið öðruvísi og hún sá hvernig svipurinn á andlitinu á þeim breyttist í: Mikið er hún góð þessi!“segir Bergrún Lilja Sigurjónsdóttir og hlær.

Tíðinda af hugsanlegri sölu miðla að vænta á vormánuðum
Rekstrarhagnaður samstæðu Sýnar nam 3.544 milljónum króna árið 2023. Að teknu tilliti þriggja milljarða króna sölu á stofnneti félagsins og tiltekinna einskiptisliða og afskrifta tengdum rekstrarhagræðingu nam rekstrarhagnaður 1.945 milljónum króna.

Milljarðatjón vegna umfjöllunar um jarðhræringar við Grindavík
Forstjóri Play segir fréttir heimsfjölmiðla af umbrotunum í Grindavík fyrr í vetur hafa valdið íslenskri ferðaþjónustu milljarðatjóni. Hann hvetur íslensk stjórnvöld til að líta í eigin barm um hvað megi gera betur.

Hafa rætt endurkomu en fá þvert nei frá sjónvarpsstjórum landsins
Líklega hafa fáir fengið sjónvarpsáhorfendur til að skella jafn oft upp úr og fimmmenningarnir í Spaugstofunni. Það vakti því athygli þegar einn þeirra birti mynd af hópnum á Facebook í vikunni. Endurkoma í kortunum?