Fjölmiðlar

Fréttamynd

BÍ telur FÍFL hafa haft sig að fífli

Sigríður Dögg Auðunsdóttir formaður Blaðamannafélags Íslands telur Félag íslenskra fíkniefnalögreglumanna (FÍFL) hafa blekkt blaðamenn til þátttöku í umdeildri fíkniefnaauglýsingu.

Innlent
Fréttamynd

Að­för Sam­herja eins­dæmi á Norður­löndum

Norrænir fjölmiðlar virðast flestir kannast við hótanir, of­beldi og hatur í sinn garð, sem stórt vanda­mál. Enginn þeirra hefur þó heyrt af eins al­var­legum á­rásum fyrir­tækis á hendur fjöl­miðla­fólki og þeim sem Sam­herji réðst í eftir um­fjöllun frétta­skýringa­þáttarins Kveiks um Namibíu­málið.

Innlent
Fréttamynd

Aug­lýsa lang­mest allra flokka á Face­book

Flokkur fólksins er sá ís­lenski stjórn­mála­flokkur sem hefur eytt lang­mestu í aug­lýsingar hjá sam­fé­lags­miðlinum Face­book síðustu níu­tíu daga. Sam­tals hafa stjórn­mála­flokkarnir allir eytt um fimm milljónum króna í aug­lýsingar hjá Face­book á tíma­bilinu.

Innlent
Fréttamynd

Flestir rekast á falsfréttir á Facebook

Átta af hverjum tíu segjast hafa rekist á upplýsingar á netinu síðustu tólf mánuði sem þau hafi efast um að væru sannar. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu fjölmiðlanefndar um falsfréttir og upplýsingaóreiðu.

Innlent
Fréttamynd

Rétturinn til að láta ljúga að sér

Haustið 2019 fór myndband af ítalska stjórnmálamanninum Matteo Renzi á flug á samfélagsmiðlum. Það sem var sérstakt við myndbandið var að þetta var svokölluð djúpfölsun (e. deep fake) þar sem gervigreind var notuð til að falsa myndband af Renzi og leggja honum orð í munn sem hann hafði aldrei látið af munni falla fyrir framan myndavélar.

Skoðun
Fréttamynd

Fjöldi vefsíðna lá niðri

Vefsíður breska ríkisútvarpsins, CNN, New York Times sem og Amazon, Reddit og Twitch hafa legið niðri í morgun ásamt fjölmörgum öðrum. Þá má sjá röskun á virkni Twitter og Youtube.

Erlent
Fréttamynd

Nadine fer til Play

Nadine Guðrún Yaghi fréttamaður á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni hefur ráðið sig til flugfélagsins Play sem samskiptastjóri fyrirtækisins. Hún hættir störfum á fréttastofunni í sumar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ræðst fram­tíð Sjálf­stæðis­flokksins á Insta­gram?

Hörð bar­átta tveggja ráð­herra Sjálf­stæðis­flokksins um að verða leið­togar flokksins á þingi fyrir Reyk­víkinga hefur ó­lík­lega farið fram hjá mörgum. Báðir hafa aug­lýst sig ágætlega í að­draganda próf­kjörs flokksins, sem fer fram á föstu­dag og laugar­dag, raunar svo mikið að dósent í stjórn­mála­fræði við Há­skóla Ís­lands finnst aug­lýsinga­flóðinu svipa til þess sem tíðkaðist rétt fyrir hrun.

Innlent
Fréttamynd

Ætla ekki að tjá sig um afsökunarbeiðnina

Stjórnendur Samherja ætla sér ekki að útskýra frekar yfirlýsingu þeirra þar sem beðist var afsökunar á harkalegum viðbrögðum þeirra við umfjöllun um fyrirtækið og málefni þess í Namibíu og víðar. Yfirlýsingin, sem send var út í gær, hefur vakið spurningar.

Innlent
Fréttamynd

„Ein­stakt, for­­dæma­­laust og graf­al­var­­legt“

Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri Ríkisútvarpsins gefur lítið fyrir þá gagnrýni að frétta- og fjölmiðlamenn séu viðkvæmir og þoli ekki gagnrýni. Þeir sem starfi á þeim vettvangi séu ýmsu vanir og því sé kjánalegt að setja hlutina í það samhengi. Þá sé það fordæmalaust að fjölmiðlamaður þurfi að þola árásir líkt og Helgi Seljan hefur gert í kjölfar umfjöllunar Kveiks um Samherja. 

Innlent
Fréttamynd

Sam­herji biðst af­sökunar

„Stjórnendur Samherja hafa brugðist harkalega við neikvæðri umfjöllun um félagið og ljóst að of langt hefur verið gengið í þeim viðbrögðum. Af þeim sökum vill Samherji biðjast afsökunar á þeirri framgöngu.“

Innlent
Fréttamynd

Segir „skæru­liða­deildina“ hluta af stærra neti innan Sam­herja: „Þetta er komið á mjög hættu­lega braut“

Jóhannes Stefánsson, uppljóstrari og fyrrverandi stjórnandi hjá Samherja í Namibíu, segir fregnir síðustu daga af „skæruliðadeild“ Samherja ekki koma sér á óvart. Hún sé aðeins hluti af stærra neti innan fyrirtækisins sem „ráðist á fólk“ og fleiri vinni að slíkum herferðum. Að hans mati muni enda illa ef yfirvöld stigi ekki inn í málið.

Innlent
Fréttamynd

Sjúk­dóms­væðing fæðingar í fjöl­miðlum

Það er áhugavert að velta fyrir sér fyrirsögnum blaðamanna í umfjöllun um fæðingar. Fjölmiðlar eiga til að mála upp ákveðna mynd af fæðingum sem einkennist af neikvæðri upplifun, áhættu, dramatík og óbærilegum sársauka.

Skoðun
Fréttamynd

Sigmar Guðmunds skipar annað sætið á eftir Þorgerði Katrínu

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, mun leiðir framboðslista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi (Kraganum) fyrir komandi þingkosningar. Sigmar Guðmundsson fjölmiðlamaður er í 2. sæti listans og Elín Anna Gísladóttir verkfræðingur skipar 3. sætið.

Innlent
Fréttamynd

Grætur kaldar kveðjur frænku sinnar krókódíl­stárum

Jóhann Páll Jóhannsson, frambjóðandi Samfylkingarinnar, segir þá staðreynd að Kristján Þór Júlíusson sé ekki horfinn úr sjávarútvegsráðuneytinu ótvíræð skilaboð um að ríkisstjórnin sé fyrst og síðast um óbreytt ástand.

Innlent
Fréttamynd

Fjölmiðlafrumvarpið samþykkt

Frumvarp Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, um stuðning við einkarekna fjölmiðla var samþykkt á Alþingi í dag.

Innlent