Mikið þurfi að koma til svo farþegum sé vísað úr vélinni Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. september 2022 13:35 Guðni Sigurðsson, hjá Icelandair vill lítið tjá sig um málið en segir fólki ekki vísað úr vélum flugfélagsins nema að talin sé rík ástæða fyrir þeirri aðgerð. Margrét Friðriksdóttir er vægast sagt ósátt með framgöngu félagsins og segir það ekki hafa staðið við loforð um að hafa samband við hana í kjölfar atviksins í gær. samsett Ríka ástæðu þarf til að farþega sé vísað úr vélum Icelandair. Þetta segir talsmaður félagsins um atvik þar sem farþega var vísað úr vél í gær eftir að hafa lent í ágreiningi við áhöfn um grímuskyldu og handfarangur. Margrét Friðriksdóttir, ritstjóri miðilsins Frettin.is, var á leið til Úkraínu í því skyni að fjalla um kosningar leppstjórna í austur-Úkraínu, þegar henni var vísað úr vél Icelandair sem átti að fara til Munchen. Öryggi farþega í fyrirrúmi Guðni Sigurðsson, hjá samkiptasviði Icelandair, segir í samtali við fréttastofu að það sé matskennt hvenær gripið sé til þess ráðs að vísa farþegum úr vélum flugfélagsins. Í öllu falli þurfi þó mikið að koma til svo að flugfreyjur og þjónar vísi farþegum úr vélunum. Hann kveðst þó ekki geta tjáð sig um málefni einstakra farþega. „Þetta er þó alltaf gert af öryggisástæðum, til dæmis ef erfitt er að fá farþega til að fylgja reglum um borð. Það er þá metið af starfsfólki. Flugfreyjum er oft mikið í mun að flug séu á réttum tíma og þess háttar. Þetta er ekki gert nema talin sé rík ástæða,“ segir Guðni. Guðni Sigurðsson, starfsmaður á samskiptadeild Icelandair.Isavia Endar hjá dómstólum Á hinn bóginn kveðst Margrét Friðriksdóttir aldrei munu hafa viðskipti aftur við flugfélagið eftir atvikið sem hún segir hafa verið algjörlega niðurlægjandi. Hún stendur föst á því að sökin liggi alfarið hjá Icelandair, nóg pláss hafi verið fyrir handfarangurstösku hennar, þvert á það sem áhöfn vélarinnar hélt fram. Þá kom að því að minna á grímuskyldu farþega. „Ég bendi henni [flugfreyjunni] á að það sé nú engin grímuskylda á Íslandi. Ég var bara ósátt við þessa framkomu, að segja að það væri ekki pláss þegar það var pláss. Þetta er klárlega mál sem endar fyrir dómstólum, nema þau geri sáttaboð um miskabætur,“ segir Margrét. Að sögn Guðna hjá Icelandair er grímuskylda í öllum flugum til Þýskalands, þar sem stjórnvöld þar í landi geri þá kröfu. Margrét segir flugfreyjurnar sem báðu hana um að bera grímu ekki hafa verið með grímu. „Kannski voru þær bara ekki búnar að setja grímurnar upp,“ segir Guðni varðandi þetta atriði. Verslaði í fríhöfninni og búin að panta annað flug Margrét kveðst hafa samþykkt að bera grímuna og að færa handfarangurstöskuna í farangursrýmið. Allt kom fyrir ekki og að endingu var haft samband við lögreglu. „Ég sagði bara allt í lagi, þá gerið þið það. Við biðum þarna í korter eftir lögreglunni. Ég útskýrði þetta bara fyrir þeim og þeim fannst þetta bara skrýtið. Þeir voru mjög hjálpsamir hjá lögreglunni og fóru með mig að fríhöfninni. Ég verslaði þar og pantaði mér svo bara leigubíl,“ segir Margrét og þvertekur fyrir að ljót orð hafi farið á milli hennar og áhafnar. Þess ber að geta að samþykki flugstjóra þarf til að vísa farþega úr flugvél. Fram hefur komið að skilningur Margrétar hafi verið að flugstjóranum hafi fundist þetta hið einkennilegasta. Nú stendur til að fara til Úkraínu þar sem samstarfskona Margrétar, Erna Ýr Öldudóttir er mætt til að flytja fréttir. Þær þáðu boð frá Konráð Magnússyni um þátttöku í ferð til hernumdra svæða í Úkraínu, þar sem leppstjórnir hafa boðað til atkvæðagreiðslu um innlimun í Rússland. Icelandair Fjölmiðlar Innrás Rússa í Úkraínu Fréttir af flugi Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Segir atvikið aðför að blaðamönnum Margréti Friðriksdóttur, ritstjóra miðilsins Fréttin.is var vísað úr flugvél Icelandair í dag sem átti að fara til Munchen en Margrét ætlaði sér til Rússlands í vinnuferð. Hún segist niðurlægð eftir atvik dagsins, Icelandair hafi brotið á hennar réttindum og hún sé tilbúin til þess að fara með málið fyrir dómstóla. 23. september 2022 21:06 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Margrét Friðriksdóttir, ritstjóri miðilsins Frettin.is, var á leið til Úkraínu í því skyni að fjalla um kosningar leppstjórna í austur-Úkraínu, þegar henni var vísað úr vél Icelandair sem átti að fara til Munchen. Öryggi farþega í fyrirrúmi Guðni Sigurðsson, hjá samkiptasviði Icelandair, segir í samtali við fréttastofu að það sé matskennt hvenær gripið sé til þess ráðs að vísa farþegum úr vélum flugfélagsins. Í öllu falli þurfi þó mikið að koma til svo að flugfreyjur og þjónar vísi farþegum úr vélunum. Hann kveðst þó ekki geta tjáð sig um málefni einstakra farþega. „Þetta er þó alltaf gert af öryggisástæðum, til dæmis ef erfitt er að fá farþega til að fylgja reglum um borð. Það er þá metið af starfsfólki. Flugfreyjum er oft mikið í mun að flug séu á réttum tíma og þess háttar. Þetta er ekki gert nema talin sé rík ástæða,“ segir Guðni. Guðni Sigurðsson, starfsmaður á samskiptadeild Icelandair.Isavia Endar hjá dómstólum Á hinn bóginn kveðst Margrét Friðriksdóttir aldrei munu hafa viðskipti aftur við flugfélagið eftir atvikið sem hún segir hafa verið algjörlega niðurlægjandi. Hún stendur föst á því að sökin liggi alfarið hjá Icelandair, nóg pláss hafi verið fyrir handfarangurstösku hennar, þvert á það sem áhöfn vélarinnar hélt fram. Þá kom að því að minna á grímuskyldu farþega. „Ég bendi henni [flugfreyjunni] á að það sé nú engin grímuskylda á Íslandi. Ég var bara ósátt við þessa framkomu, að segja að það væri ekki pláss þegar það var pláss. Þetta er klárlega mál sem endar fyrir dómstólum, nema þau geri sáttaboð um miskabætur,“ segir Margrét. Að sögn Guðna hjá Icelandair er grímuskylda í öllum flugum til Þýskalands, þar sem stjórnvöld þar í landi geri þá kröfu. Margrét segir flugfreyjurnar sem báðu hana um að bera grímu ekki hafa verið með grímu. „Kannski voru þær bara ekki búnar að setja grímurnar upp,“ segir Guðni varðandi þetta atriði. Verslaði í fríhöfninni og búin að panta annað flug Margrét kveðst hafa samþykkt að bera grímuna og að færa handfarangurstöskuna í farangursrýmið. Allt kom fyrir ekki og að endingu var haft samband við lögreglu. „Ég sagði bara allt í lagi, þá gerið þið það. Við biðum þarna í korter eftir lögreglunni. Ég útskýrði þetta bara fyrir þeim og þeim fannst þetta bara skrýtið. Þeir voru mjög hjálpsamir hjá lögreglunni og fóru með mig að fríhöfninni. Ég verslaði þar og pantaði mér svo bara leigubíl,“ segir Margrét og þvertekur fyrir að ljót orð hafi farið á milli hennar og áhafnar. Þess ber að geta að samþykki flugstjóra þarf til að vísa farþega úr flugvél. Fram hefur komið að skilningur Margrétar hafi verið að flugstjóranum hafi fundist þetta hið einkennilegasta. Nú stendur til að fara til Úkraínu þar sem samstarfskona Margrétar, Erna Ýr Öldudóttir er mætt til að flytja fréttir. Þær þáðu boð frá Konráð Magnússyni um þátttöku í ferð til hernumdra svæða í Úkraínu, þar sem leppstjórnir hafa boðað til atkvæðagreiðslu um innlimun í Rússland.
Icelandair Fjölmiðlar Innrás Rússa í Úkraínu Fréttir af flugi Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Segir atvikið aðför að blaðamönnum Margréti Friðriksdóttur, ritstjóra miðilsins Fréttin.is var vísað úr flugvél Icelandair í dag sem átti að fara til Munchen en Margrét ætlaði sér til Rússlands í vinnuferð. Hún segist niðurlægð eftir atvik dagsins, Icelandair hafi brotið á hennar réttindum og hún sé tilbúin til þess að fara með málið fyrir dómstóla. 23. september 2022 21:06 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Segir atvikið aðför að blaðamönnum Margréti Friðriksdóttur, ritstjóra miðilsins Fréttin.is var vísað úr flugvél Icelandair í dag sem átti að fara til Munchen en Margrét ætlaði sér til Rússlands í vinnuferð. Hún segist niðurlægð eftir atvik dagsins, Icelandair hafi brotið á hennar réttindum og hún sé tilbúin til þess að fara með málið fyrir dómstóla. 23. september 2022 21:06