Forseti Íslands

Fréttamynd

Guðni og Eliza verða við­stödd krýningu Karls

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid forsetafrú munu ferðast til London í byrjun maí til þess að vera viðstödd krýningarathöfn Karls III Bretlandskonungs. Engum ráðherrum var boðið á krýninguna. 

Innlent
Fréttamynd

Sjötíu ára afmæli Menntaskólans að Laugarvatni fagnað

Menntaskólinn að Laugarvatni fagnar sjötíu ára afmæli sínu í vikunni, eða miðvikudaginn 12. apríl. Sérstök hátíðardagskrá verður að því tilefni þar sem forseti Íslands verður sérstakur heiðursgestur. Einnig verður opið hús í skólanum á afmælisdaginn þar sem öllum landsmönnum er boðið að koma í heimsókn til að skoða skólann, heimavistina og þiggja veitingar.

Innlent
Fréttamynd

Forseti Íslands brast í söng um Emil í Kattholti

Forseti Íslands lék á alls oddi í Vík í Mýrdal í dag þegar hann brast í söng með nemendum Víkurskóla og svo bauð hann krökkunum að fara í sjómann við sig. Forsetahjónin eru nú í tveggja daga opinberri heimsókn í Mýrdalshreppi.

Innlent
Fréttamynd

Forsetahjónin hittu Foster

Íslensku forsetahjónin og sonur þeirra heimsóttu kvikmyndaverið í Gufunesi þar sem verið var að taka upp þættina True Detective. Forsetafrú Íslands deilir myndum af heimsókninni á Facebook-síðu sinni og segir að um áhugaverða heimsókn hafi verið að ræða. 

Lífið
Fréttamynd

Forsetinn fékk fyrstu sokkana

Forseti Íslands tók í dag á móti fyrsta parinu af Mottumarssokkunum sem seldir eru til styrktar árlegu árvekni- og fjáröflunarátaki Krabbameinsfélagsins tileinkuðu krabbameinum hjá körlum.

Lífið
Fréttamynd

Guðni forseti sér möguleika á verðlaunapalli

Forseti Íslands er sannfærður um að íslenska landsliðið í handbolta eigi góðan möguleika á að komast á verðlaunapall á HM í Svíþjóð. Hann stefnir á að fara á mótið á einhverjum tímapunkti þess.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta var ekki minn fyrsti leiksigur“

Það var stemmning á Bessastöðum í dag en leikari, réttarmannfræðingur, kvensjúkdómalæknir og tónskáld voru meðal þeirra sem sæmd voru hinni íslensku fálkaorðu eins og hefðin býður upp á á nýársdag. 

Innlent
Fréttamynd

„Ráði hnefa­rétturinn er voðinn vís“

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ræddi stöðu Íslands í samfélagi þjóða í nýársávarpi sínu fyrr í dag og þá sérstaklega í tengslum við þá stöðu sem uppi er í alþjóðasamfélaginu í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu.

Innlent
Fréttamynd

Eins og að hoppa út í djúpu laugina

Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands segir í viðtali sem Stöð 2 sýnir í kvöld, að forseti hverju sinni ætti ekki að fara gegn meirihlutavilja Alþingis. Forsetaembættið væri mikilvægt sameiningartákn þjóðarinnar á gleði- og sorgarstundum.

Innlent
Fréttamynd

Forseti Íslands minnti á að það væri alltaf von

Árleg vetrarsólstöðuganga Píeta-samtakanna var gengin frá Klettagörðum að Skarfavita í Reykjavík í gærkvöldi. Á dimmasta degi ársins er þeirra ástvina minnst sem féllu fyrir eigin hendi. Fjöldi fólks lagði leið sína í gönguna. Meðal þeirra forseti Íslands.

Lífið
Fréttamynd

Forseti Íslands og forsetafrú til Strassborgar

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid forsetafrú munu heimsækja Evrópuráðið í Strassborg í Frakklandi dagana 6.-7. desember.  Þar mun forsetinn taka þátt í dagskrá og fundum í tengslum við formennsku Íslands í ráðinu.

Innlent
Fréttamynd

Sól­borg valin fram­úr­skarandi ungur Ís­lendingur

Sólborg Guðbrandsdóttir hlaut í gær titilinn Framúrskarandi ungur Íslendingur 2022. Sólborg Guðbrandsdóttir er brautryðjandi í baráttu mannréttinda og réttinda kvenna. Hún hefur barist gegn skaðlegu feðraveldi og nauðgunarmenningu og hvatt ungt fólk til að breyta rétt og veitt þeim innblástur.

Innlent