Landspítalinn Mikið álag á bráðamóttökunni Mikið álag er á bráðamóttökunni í Fossvogi stundina. Þar bíða margir eftir þjónustu. Innlent 11.11.2023 18:28 Fjórir millistjórnendur fá ekki krónu eftir uppsögn Landsréttur sýknaði í dag íslenska ríkið af því að hafa staðið ólöglega að uppsögnum fjögurra fyrrverandi millistjórnenda spítalans í tengslum við skipulagsbreytingar. Starfsmennirnir kröfðust tuttugu til þrjátíu milljóna króna hver í bætur. Innlent 11.11.2023 06:33 Afhenti gjörgæslu 1,4 milljónir sem söfnuðust í Reykjavíkurmaraþoninu Anna Gunnlaugsdóttir, sem hljóp hálfmaraþon í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst til styrktar gjörgæslu Landspítalans, hefur afhent deildinni 1,4 milljónir króna sem hún safnaði. Féð verður nýtt til að efla tækjakost. Innlent 10.11.2023 15:25 Fanginn fær innlögn en óvíst hve lengi Rúmlega þrítugur karlmaður sem á við geðrænan vanda að stríða er á leiðinni í innlögn á geðdeild Landspítalans í dag en óvíst er hve lengi. Forsenda innlagnar er sú að fangaverðir fylgja manninum til að gæta öryggis hans, annarra sjúklinga og starfsfólks geðdeildar. Innlent 9.11.2023 12:24 Baunar á ráðherra vegna bjargarlauss fanga í geðrofi Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu - félags fanga, gagnrýnir heilbrigðiskerfið harðlega vegna fanga í geðrænum vanda sem fær ekki inni á bráðageðdeild Landspítalans. Hann segir að bregðast þurfi tafarlaust við og segir ástandið gerast á vakt Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra. Innlent 9.11.2023 09:52 Golfkylfurnar of þungar og skatan eins og lambakjöt Fjölskyldumaður sem var með þeim fyrstu til að veikjast af Covid-19 hér á landi hefur enn ekki getað snúið aftur til starfa vegna heilsubrests. Hann er meðal þúsunda annarra Íslendinga sem glíma við langvarandi veikindi af slíkri sýkingu og hvetur heilbrigðiskerfið til að halda betur utan um hópinn. Innlent 7.11.2023 20:01 Óvinnufær eftir átök á bráðamóttökunni: „Ég óttaðist um líf mitt“ Hjúkrunarfræðingur segir að stimpingar milli hennar og sjúklings á bráðamóttökunni í maí 2022 hafa haft gríðarlegar afleiðingar í för með sér. Hún hafi ekki getað mætt til vinnu í það eina og hálfa ár sem er liðið frá þessu og það hafi haft mikil áhrif á líf hennar. Innlent 6.11.2023 08:00 Um áttatíu prósent hjúkrunarfræðinga óttast alvarleg atvik í starfi Tæplega áttatíu prósent hjúkrunarfræðinga hafa áhyggjur af því að lenda í alvarlegu atviki í starfi samkvæmt nýrri könnun. Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir nauðsynlegt að bæta starfsaðstæður. Innlent 5.11.2023 19:08 Nokkur orð um rafskútur Eins og umtalsvert hefur verið fjallað um síðustu daga er slysatíðni af rafskútum áhyggjuefni í samfélaginu. Skoðun 1.11.2023 20:00 Um þrír á dag á bráðamóttöku eftir slys á rafhlaupahjóli Á hverjum degi leita um tveir til þrír á bráðamóttökuna eftir slys á rafhlaupahjóli. Yfirlæknir segir algengt að fólk skelli á andlitið og margir hljóta því höfuðáverka. Hann segir börn og ölvað fólk eiga ekkert erindi á hjólin. Innlent 31.10.2023 21:00 „Við erum búin að bíða lengi eftir þessu“ Ísak Sigurðsson formaður FSMA segir að hann og aðrir í félaginu séu gríðarlega ánægð með endurskoðun Lyfjastofnunar á greiðsluþátttöku á lyfinu hjá fullorðnum á lyfinu Spinraza. Innlent 26.10.2023 21:05 Lyfið Spinraza samþykkt fyrir fullorðna líka Lyfið Spinraza hefur nú verið samþykkt til notkunar fyrir fullorðna sem glíma við mænuhrörnunarsjúkdómnum Spinal Muscular Atrophy (SMA). Lyfið hefur hingað til aðeins verið til notkunar fyrir börn. Fólk með sjúkdóminn hefur barist fyrir þessari breytingu. Innlent 26.10.2023 17:38 Mikið álag á bráðamóttöku Landspítalans og löng bið Mikið álag er á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi og er nú forgangsraðað eftir alvarleika. Fólk sem er ekki í bráðri hættu er hvatt til að leita annað, til dæmis á heilsugæslustöðvar eða læknavaktir utan þjónustutíma heilsugæslu. Innlent 26.10.2023 14:03 „Við það að deyja því að maður ætlaði að halda sér í formi“ Stúlka sem var í níu mánuði í meðferð á spítala vegna átröskunar segir sorglegt að hugsa til þess að hún hafi verið í lífshættu af því hún var að reyna að halda sér í formi fyrir fótboltann. Átröskunartilfellum hjá börnum fjölgaði í kórónuveirufaraldrinum. Innlent 25.10.2023 07:31 Nýtt húsnæði Grensásdeildar Framkvæmdir heildaruppbyggingar Landspítala eru í fullum gangi. Í síðustu viku voru ánægjuleg tímamót er fyrsta skóflustungan að nýrri viðbyggingu Endurhæfingardeildar Landspítala við Grensás var tekin. Skoðun 13.10.2023 15:00 Líknarmeðferð - ekki bara fyrir deyjandi Líknarmeðferð er hugtak sem margir tengja við yfirvofandi lífslok einstaklinga með illkynja sjúkdóma, þegar „ekkert er lengur hægt að gera”. En staðreyndin er sú að líknarmeðferð er mun meira en meðferð við lok lífs og margt hægt að gera til að bæta líðan og efla lífsgæði. Skoðun 11.10.2023 09:01 Geðheilbrigðismál á alþjóðlega geðheilbrigðisdaginn Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn er haldinn hátíðlegur í dag, 10. október, og að þessu sinni undir þeirri yfirskrift að geðheilbrigði teljist til algildra mannréttinda. Í því felst að við eigum öll rétt á að vera ekki útsett fyrir þáttum sem eru ógn við geðheilbrigði okkar, að við fáum góða geðheilbrigðisþjónustu eftir þörfum og að við eigum rétt til frelsis, sjálfstæðis og þátttöku í samfélaginu. Skoðun 10.10.2023 08:00 Þurfti að læra allt upp á nýtt Líf Svövu Magnúsdóttur gjörbreyttist eftir slys sem hún varð fyrir í vinkonuferð á Tenerife. Hún hlaut mænuskaða og við tók löng endurhæfing á Grensás. Innlent 7.10.2023 00:06 Furða sig á því að stjórnendur Landspítala sleppi við gjaldtöku í þágu umhverfismála Fleiri en fjögur hundruð starfsmenn Landspítala segjast ósáttir við fyrirhugaða gjaldtöku á bílastæði starfsmanna og furða nokkrir sig á því hvers vegna ekki eigi að rukka stjórnendur á skrifstofu spítalans um sömu gjöld. Innlent 6.10.2023 21:01 Fresta gjaldskyldu við Landspítala skömmu eftir að hún var kynnt Fyrirhugaðri gjaldtöku við húsnæði Landspítalans á Hringbraut og við Landakot hefur verið frestað. Gjaldtakan átti að hefjast 1. nóvember næstkomandi. Starfsmönnum spítalans var tilkynnt þetta í dag, en hafði skömmu áður verið greint frá gjaldtökunni. Innlent 6.10.2023 14:09 Fyrsta skóflustungan að nýrri viðbyggingu við Grensásdeild Landspítala Heilbrigðisráðherra tók í dag fyrstu skóflustunguna að nýrri viðbyggingu við Grensásdeild Landspítala. Stefnt er að því að stækkun Grensásdeildar verði tekin í notkun árið 2027. Innlent 5.10.2023 14:53 Fyrsta skóflustungan tekin við Grensás Heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, tók í dag fyrstu skóflustunguna að nýrri viðbyggingu við Grensásdeild Landspítala. Deildin er endurhæfingardeild Landspítala en þangað koma sjúklingar til endurhæfingar eftir að hafa lokið meðferð á öðrum deildum spítalans. Innlent 5.10.2023 13:49 Fækkar úr 124 í 49 á biðlista BUGL Alls bíða nú 49 börn eftir þjónustu Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans en þau voru 124 í janúar. Biðlistinn hefur ekki verið jafn stuttur frá árinu 2006. Innlent 2.10.2023 06:23 Inniliggjandi með covid fjölgar hratt Töluvert álag er á Landspítalanum vegna covid-veikinda og fjöldi þeirra sem eru inniliggjandi með veiruna hefur þrefaldast á stuttum tíma. Sóttvarnalæknir hvetur fólk sem er með einkenni til þess að taka tillit til þeirra sem eru í áhættuhópum. Innlent 27.9.2023 11:51 „Ég var lengi bakari en skellti mér síðan í öryrkjann“ „Í tæpt ár fór ég þrisvar sinnum í viku í 4,5 klukkustundir í senn í nýrnavélina. Sem dældi blóðinu úr mér í gervinýra, sem síðan dældi blóðinu aftur inn í líkamann minn. Síðan var maður slappur á eftir,“ segir Gunnar Þór Guðmundsson nýrnaþegi. Áskorun 24.9.2023 08:00 Covid að koma inn sem auka sumarveirupest Smitsjúkdómalæknir segir mikla aukningu Covid-smita hafa orðið í byrjun mánaðar. Hugsanlegt sé að Covid komi nú, auk Rhinoveirunnar, til með að ganga allan ársins hring. Innlent 20.9.2023 18:44 „Það hefur fennt yfir, en sárið er ekki gróið“ Gunnar Alexander Ólafsson, aðstandandi konu sem lést eftir röð mistaka á Landspítala árið 2013, segist hafa ákveðið að halda erindi um málið til þess að unnt verði að draga lærdóm af því og að slíkt muni ekki endurtaka sig. Innlent 18.9.2023 10:40 Ótækt að börn bíði í tvö ár eftir nauðsynlegri þjónustu Umboðsmaður barna segir of mörg börn á bið eftir nauðsynlegri þjónustu, og það of lengi. Áætlanir stjórnvalda um snemmtæka íhlutun geti ekki staðist ef ekki er úr bætt. Innlent 17.9.2023 13:16 Herminám í heilbrigðisvísindum - spennandi tímar framundan! Á Íslandi er hermikennsla í heilbrigðisvísindum ört vaxandi kennsluform, hvorttveggja fyrir nemendur, sem og við endur- og símenntun heilbrigðisstarfsfólks. Víða um heim er hermikennsla órjúfanlegur þáttur í kennslu í heilbrigðisvísindum og ítrekað hefur verið bent á margþættan ávinning hennar, umfram hefðbundnari kennsluaðferðir. Skoðun 16.9.2023 07:01 Sigurður Ingi kominn með nýja mjöðm Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra missti aldrei þessu vant af réttunum í ár þar sem hann er fastagestur. Ástæðan er sú að hann gekkst undir mjaðmaskiptaaðgerð í liðinni viku. Lífið 11.9.2023 16:38 « ‹ 6 7 8 9 10 11 12 13 14 … 60 ›
Mikið álag á bráðamóttökunni Mikið álag er á bráðamóttökunni í Fossvogi stundina. Þar bíða margir eftir þjónustu. Innlent 11.11.2023 18:28
Fjórir millistjórnendur fá ekki krónu eftir uppsögn Landsréttur sýknaði í dag íslenska ríkið af því að hafa staðið ólöglega að uppsögnum fjögurra fyrrverandi millistjórnenda spítalans í tengslum við skipulagsbreytingar. Starfsmennirnir kröfðust tuttugu til þrjátíu milljóna króna hver í bætur. Innlent 11.11.2023 06:33
Afhenti gjörgæslu 1,4 milljónir sem söfnuðust í Reykjavíkurmaraþoninu Anna Gunnlaugsdóttir, sem hljóp hálfmaraþon í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst til styrktar gjörgæslu Landspítalans, hefur afhent deildinni 1,4 milljónir króna sem hún safnaði. Féð verður nýtt til að efla tækjakost. Innlent 10.11.2023 15:25
Fanginn fær innlögn en óvíst hve lengi Rúmlega þrítugur karlmaður sem á við geðrænan vanda að stríða er á leiðinni í innlögn á geðdeild Landspítalans í dag en óvíst er hve lengi. Forsenda innlagnar er sú að fangaverðir fylgja manninum til að gæta öryggis hans, annarra sjúklinga og starfsfólks geðdeildar. Innlent 9.11.2023 12:24
Baunar á ráðherra vegna bjargarlauss fanga í geðrofi Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu - félags fanga, gagnrýnir heilbrigðiskerfið harðlega vegna fanga í geðrænum vanda sem fær ekki inni á bráðageðdeild Landspítalans. Hann segir að bregðast þurfi tafarlaust við og segir ástandið gerast á vakt Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra. Innlent 9.11.2023 09:52
Golfkylfurnar of þungar og skatan eins og lambakjöt Fjölskyldumaður sem var með þeim fyrstu til að veikjast af Covid-19 hér á landi hefur enn ekki getað snúið aftur til starfa vegna heilsubrests. Hann er meðal þúsunda annarra Íslendinga sem glíma við langvarandi veikindi af slíkri sýkingu og hvetur heilbrigðiskerfið til að halda betur utan um hópinn. Innlent 7.11.2023 20:01
Óvinnufær eftir átök á bráðamóttökunni: „Ég óttaðist um líf mitt“ Hjúkrunarfræðingur segir að stimpingar milli hennar og sjúklings á bráðamóttökunni í maí 2022 hafa haft gríðarlegar afleiðingar í för með sér. Hún hafi ekki getað mætt til vinnu í það eina og hálfa ár sem er liðið frá þessu og það hafi haft mikil áhrif á líf hennar. Innlent 6.11.2023 08:00
Um áttatíu prósent hjúkrunarfræðinga óttast alvarleg atvik í starfi Tæplega áttatíu prósent hjúkrunarfræðinga hafa áhyggjur af því að lenda í alvarlegu atviki í starfi samkvæmt nýrri könnun. Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir nauðsynlegt að bæta starfsaðstæður. Innlent 5.11.2023 19:08
Nokkur orð um rafskútur Eins og umtalsvert hefur verið fjallað um síðustu daga er slysatíðni af rafskútum áhyggjuefni í samfélaginu. Skoðun 1.11.2023 20:00
Um þrír á dag á bráðamóttöku eftir slys á rafhlaupahjóli Á hverjum degi leita um tveir til þrír á bráðamóttökuna eftir slys á rafhlaupahjóli. Yfirlæknir segir algengt að fólk skelli á andlitið og margir hljóta því höfuðáverka. Hann segir börn og ölvað fólk eiga ekkert erindi á hjólin. Innlent 31.10.2023 21:00
„Við erum búin að bíða lengi eftir þessu“ Ísak Sigurðsson formaður FSMA segir að hann og aðrir í félaginu séu gríðarlega ánægð með endurskoðun Lyfjastofnunar á greiðsluþátttöku á lyfinu hjá fullorðnum á lyfinu Spinraza. Innlent 26.10.2023 21:05
Lyfið Spinraza samþykkt fyrir fullorðna líka Lyfið Spinraza hefur nú verið samþykkt til notkunar fyrir fullorðna sem glíma við mænuhrörnunarsjúkdómnum Spinal Muscular Atrophy (SMA). Lyfið hefur hingað til aðeins verið til notkunar fyrir börn. Fólk með sjúkdóminn hefur barist fyrir þessari breytingu. Innlent 26.10.2023 17:38
Mikið álag á bráðamóttöku Landspítalans og löng bið Mikið álag er á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi og er nú forgangsraðað eftir alvarleika. Fólk sem er ekki í bráðri hættu er hvatt til að leita annað, til dæmis á heilsugæslustöðvar eða læknavaktir utan þjónustutíma heilsugæslu. Innlent 26.10.2023 14:03
„Við það að deyja því að maður ætlaði að halda sér í formi“ Stúlka sem var í níu mánuði í meðferð á spítala vegna átröskunar segir sorglegt að hugsa til þess að hún hafi verið í lífshættu af því hún var að reyna að halda sér í formi fyrir fótboltann. Átröskunartilfellum hjá börnum fjölgaði í kórónuveirufaraldrinum. Innlent 25.10.2023 07:31
Nýtt húsnæði Grensásdeildar Framkvæmdir heildaruppbyggingar Landspítala eru í fullum gangi. Í síðustu viku voru ánægjuleg tímamót er fyrsta skóflustungan að nýrri viðbyggingu Endurhæfingardeildar Landspítala við Grensás var tekin. Skoðun 13.10.2023 15:00
Líknarmeðferð - ekki bara fyrir deyjandi Líknarmeðferð er hugtak sem margir tengja við yfirvofandi lífslok einstaklinga með illkynja sjúkdóma, þegar „ekkert er lengur hægt að gera”. En staðreyndin er sú að líknarmeðferð er mun meira en meðferð við lok lífs og margt hægt að gera til að bæta líðan og efla lífsgæði. Skoðun 11.10.2023 09:01
Geðheilbrigðismál á alþjóðlega geðheilbrigðisdaginn Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn er haldinn hátíðlegur í dag, 10. október, og að þessu sinni undir þeirri yfirskrift að geðheilbrigði teljist til algildra mannréttinda. Í því felst að við eigum öll rétt á að vera ekki útsett fyrir þáttum sem eru ógn við geðheilbrigði okkar, að við fáum góða geðheilbrigðisþjónustu eftir þörfum og að við eigum rétt til frelsis, sjálfstæðis og þátttöku í samfélaginu. Skoðun 10.10.2023 08:00
Þurfti að læra allt upp á nýtt Líf Svövu Magnúsdóttur gjörbreyttist eftir slys sem hún varð fyrir í vinkonuferð á Tenerife. Hún hlaut mænuskaða og við tók löng endurhæfing á Grensás. Innlent 7.10.2023 00:06
Furða sig á því að stjórnendur Landspítala sleppi við gjaldtöku í þágu umhverfismála Fleiri en fjögur hundruð starfsmenn Landspítala segjast ósáttir við fyrirhugaða gjaldtöku á bílastæði starfsmanna og furða nokkrir sig á því hvers vegna ekki eigi að rukka stjórnendur á skrifstofu spítalans um sömu gjöld. Innlent 6.10.2023 21:01
Fresta gjaldskyldu við Landspítala skömmu eftir að hún var kynnt Fyrirhugaðri gjaldtöku við húsnæði Landspítalans á Hringbraut og við Landakot hefur verið frestað. Gjaldtakan átti að hefjast 1. nóvember næstkomandi. Starfsmönnum spítalans var tilkynnt þetta í dag, en hafði skömmu áður verið greint frá gjaldtökunni. Innlent 6.10.2023 14:09
Fyrsta skóflustungan að nýrri viðbyggingu við Grensásdeild Landspítala Heilbrigðisráðherra tók í dag fyrstu skóflustunguna að nýrri viðbyggingu við Grensásdeild Landspítala. Stefnt er að því að stækkun Grensásdeildar verði tekin í notkun árið 2027. Innlent 5.10.2023 14:53
Fyrsta skóflustungan tekin við Grensás Heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, tók í dag fyrstu skóflustunguna að nýrri viðbyggingu við Grensásdeild Landspítala. Deildin er endurhæfingardeild Landspítala en þangað koma sjúklingar til endurhæfingar eftir að hafa lokið meðferð á öðrum deildum spítalans. Innlent 5.10.2023 13:49
Fækkar úr 124 í 49 á biðlista BUGL Alls bíða nú 49 börn eftir þjónustu Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans en þau voru 124 í janúar. Biðlistinn hefur ekki verið jafn stuttur frá árinu 2006. Innlent 2.10.2023 06:23
Inniliggjandi með covid fjölgar hratt Töluvert álag er á Landspítalanum vegna covid-veikinda og fjöldi þeirra sem eru inniliggjandi með veiruna hefur þrefaldast á stuttum tíma. Sóttvarnalæknir hvetur fólk sem er með einkenni til þess að taka tillit til þeirra sem eru í áhættuhópum. Innlent 27.9.2023 11:51
„Ég var lengi bakari en skellti mér síðan í öryrkjann“ „Í tæpt ár fór ég þrisvar sinnum í viku í 4,5 klukkustundir í senn í nýrnavélina. Sem dældi blóðinu úr mér í gervinýra, sem síðan dældi blóðinu aftur inn í líkamann minn. Síðan var maður slappur á eftir,“ segir Gunnar Þór Guðmundsson nýrnaþegi. Áskorun 24.9.2023 08:00
Covid að koma inn sem auka sumarveirupest Smitsjúkdómalæknir segir mikla aukningu Covid-smita hafa orðið í byrjun mánaðar. Hugsanlegt sé að Covid komi nú, auk Rhinoveirunnar, til með að ganga allan ársins hring. Innlent 20.9.2023 18:44
„Það hefur fennt yfir, en sárið er ekki gróið“ Gunnar Alexander Ólafsson, aðstandandi konu sem lést eftir röð mistaka á Landspítala árið 2013, segist hafa ákveðið að halda erindi um málið til þess að unnt verði að draga lærdóm af því og að slíkt muni ekki endurtaka sig. Innlent 18.9.2023 10:40
Ótækt að börn bíði í tvö ár eftir nauðsynlegri þjónustu Umboðsmaður barna segir of mörg börn á bið eftir nauðsynlegri þjónustu, og það of lengi. Áætlanir stjórnvalda um snemmtæka íhlutun geti ekki staðist ef ekki er úr bætt. Innlent 17.9.2023 13:16
Herminám í heilbrigðisvísindum - spennandi tímar framundan! Á Íslandi er hermikennsla í heilbrigðisvísindum ört vaxandi kennsluform, hvorttveggja fyrir nemendur, sem og við endur- og símenntun heilbrigðisstarfsfólks. Víða um heim er hermikennsla órjúfanlegur þáttur í kennslu í heilbrigðisvísindum og ítrekað hefur verið bent á margþættan ávinning hennar, umfram hefðbundnari kennsluaðferðir. Skoðun 16.9.2023 07:01
Sigurður Ingi kominn með nýja mjöðm Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra missti aldrei þessu vant af réttunum í ár þar sem hann er fastagestur. Ástæðan er sú að hann gekkst undir mjaðmaskiptaaðgerð í liðinni viku. Lífið 11.9.2023 16:38