Æfðu viðbragð eftir stórt brunaslys með Bandaríkjaher Bjarki Sigurðsson skrifar 2. september 2024 23:02 Starfsmenn Landspítalans og liðsmenn Bandaríkjahers unnu saman í æfingunni. Vísir/Einar Viðbragðsaðilar á Íslandi ásamt Bandaríkjaher æfðu í dag viðbragð við því ef fjöldi fólks fengi alvarleg brunasár á sama tíma. Æfingin gekk vel að sögn þátttakenda sem margir hverjir brugðu sér í gervi sjúklinga. Varnaræfingin Norður-Víkingur hefur farið fram hér á landi síðustu vikuna. Þetta er tvíhliða æfing Íslands og Bandaríkjanna sem fer bæði fram á landi og á hafsvæðinu umhverfis Ísland. Hluti fastaflota Atlantshafsbandalagsins tekur þátt í æfingunni ásamt sveitum nokkurra aðildarríkja. Nokkrir hermenn „særðust“ við að bjarga fólkinu.Vísir/Einar Í dag var sett upp sviðsmynd á öryggissvæðinu við Ásbrú þar sem gönguhópur týndist við gosstöðvar og hlutu margir brunasár. Fjöldi fólks tók þátt í æfingunni. Liðsmenn Bandaríkjahers, starfsmenn Landspítalans, starfsmenn Landhelgisgæslunnar og margir fleiri. Þeir „slösuðu“ voru hluti af gönguhóp við gossvæðið.Vísir/Einar Leikarar og nokkrir hermenn fóru í smink og voru með ýmis sár sem viðbragðsaðilar höfðu til meðferðar. Fólk lá á víð og dreif um svæðið og fengu aðhlynningu. Sumir voru rænulausir og aðrir með mikla líkamlega áverka. Sett var upp skurðstofa í rýminu.Vísir/Einar „Þetta hefur gengið ljómandi vel. Þetta er mjög mikilvægt. Samstarf, samvinna og samhæfing milli þessara aðila skiptir gríðarlega miklu máli,“ segir Marvin Ingólfsson, aðstoðarframkvæmdastjóri varnarmálasviðs Landhelgisgæslunnar. Marvin Ingólfsson er aðstoðarframkvæmdastjóri varnarmálasviðs Landhelgisgæslunnar.Vísir/Einar Á gjörgæslu Landspítalans er ekki rými fyrir fleiri en tvo sjúklinga með alvarleg brunasár hverju sinni. „Fólk með alvarleg brunasár þarf þá að fara úr landi. Þá erum við með norrænt samstarf þar sem brunasjúklingar fara þá til Svíþjóðar eða Noregs, eftir því hvar er pláss,“ segir Þórdís Edda Hjartardóttir, bráðahjúkrunarfræðingur, sem tók þátt í æfingunni. Þórdís Edda Hjartardóttir, bráðahjúkrunarfræðingur á Landspítalanum.Vísir/Einar Starfsfólk Landspítalans lærði mikið á æfingunni. „Við erum að sjá tækin og tólin sem þau eru með og við erum að fá allskonar hugmyndir hvernig við gætum bætt okkar tæki og tól. Samstarfið hefur gengið mjög vel,“ segir Þórdís. Margir sjúklinganna voru með brunasár.Vísir/Einar Æfingin skilar slatta í bankann til ykkar? „Já, bara líka að sjá hvaða úrræði eru í boði. Þau eru í allt öðrum aðstæðum en við en við getum alveg lært af því hvernig þau gera hlutina.“ Sjúklingarnir voru fjölmargir.Vísir/Einar Öryggis- og varnarmál Reykjanesbær Utanríkismál Bandaríkin Landspítalinn Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Æfa björgun á hafi, flutning slasaðra og pólsk flugskeytakerfi Norður-Víkingur, tvíhliða varnaræfingin Íslands og Bandaríkjanna, er nú í fullum gangi og mun standa yfir í og við Ísland fram yfir helgi. Fleiri bandalagsþjóðir taka einnig þátt í æfingunni en á næstu dögum verður meðal annars æfð björgun á hafi úti og flutningur á slösuðum með þyrlum til Keflavíkur. 28. ágúst 2024 10:55 Hersveitir, herskip og flugvélar á sveimi við Ísland næstu daga Varnaræfingin Norður-Víkingur, tvíhliða varnaræfing Íslands og Bandaríkjanna, hófst í gær og stendur yfir til þriðja september. Æfingin fer fram hér á landi og á hafsvæðinu umhverfis Ísland en auk Íslands og Bandaríkjanna taka þátt í æfingunni bandalagsríkin Danmörk, Frakkland, Holland, Noregur, Pólland og Portúgal. Þá tekur hluti fastaflota Atlantshafsbandalagsins þátt í æfingunni. 27. ágúst 2024 14:17 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Sjá meira
Varnaræfingin Norður-Víkingur hefur farið fram hér á landi síðustu vikuna. Þetta er tvíhliða æfing Íslands og Bandaríkjanna sem fer bæði fram á landi og á hafsvæðinu umhverfis Ísland. Hluti fastaflota Atlantshafsbandalagsins tekur þátt í æfingunni ásamt sveitum nokkurra aðildarríkja. Nokkrir hermenn „særðust“ við að bjarga fólkinu.Vísir/Einar Í dag var sett upp sviðsmynd á öryggissvæðinu við Ásbrú þar sem gönguhópur týndist við gosstöðvar og hlutu margir brunasár. Fjöldi fólks tók þátt í æfingunni. Liðsmenn Bandaríkjahers, starfsmenn Landspítalans, starfsmenn Landhelgisgæslunnar og margir fleiri. Þeir „slösuðu“ voru hluti af gönguhóp við gossvæðið.Vísir/Einar Leikarar og nokkrir hermenn fóru í smink og voru með ýmis sár sem viðbragðsaðilar höfðu til meðferðar. Fólk lá á víð og dreif um svæðið og fengu aðhlynningu. Sumir voru rænulausir og aðrir með mikla líkamlega áverka. Sett var upp skurðstofa í rýminu.Vísir/Einar „Þetta hefur gengið ljómandi vel. Þetta er mjög mikilvægt. Samstarf, samvinna og samhæfing milli þessara aðila skiptir gríðarlega miklu máli,“ segir Marvin Ingólfsson, aðstoðarframkvæmdastjóri varnarmálasviðs Landhelgisgæslunnar. Marvin Ingólfsson er aðstoðarframkvæmdastjóri varnarmálasviðs Landhelgisgæslunnar.Vísir/Einar Á gjörgæslu Landspítalans er ekki rými fyrir fleiri en tvo sjúklinga með alvarleg brunasár hverju sinni. „Fólk með alvarleg brunasár þarf þá að fara úr landi. Þá erum við með norrænt samstarf þar sem brunasjúklingar fara þá til Svíþjóðar eða Noregs, eftir því hvar er pláss,“ segir Þórdís Edda Hjartardóttir, bráðahjúkrunarfræðingur, sem tók þátt í æfingunni. Þórdís Edda Hjartardóttir, bráðahjúkrunarfræðingur á Landspítalanum.Vísir/Einar Starfsfólk Landspítalans lærði mikið á æfingunni. „Við erum að sjá tækin og tólin sem þau eru með og við erum að fá allskonar hugmyndir hvernig við gætum bætt okkar tæki og tól. Samstarfið hefur gengið mjög vel,“ segir Þórdís. Margir sjúklinganna voru með brunasár.Vísir/Einar Æfingin skilar slatta í bankann til ykkar? „Já, bara líka að sjá hvaða úrræði eru í boði. Þau eru í allt öðrum aðstæðum en við en við getum alveg lært af því hvernig þau gera hlutina.“ Sjúklingarnir voru fjölmargir.Vísir/Einar
Öryggis- og varnarmál Reykjanesbær Utanríkismál Bandaríkin Landspítalinn Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Æfa björgun á hafi, flutning slasaðra og pólsk flugskeytakerfi Norður-Víkingur, tvíhliða varnaræfingin Íslands og Bandaríkjanna, er nú í fullum gangi og mun standa yfir í og við Ísland fram yfir helgi. Fleiri bandalagsþjóðir taka einnig þátt í æfingunni en á næstu dögum verður meðal annars æfð björgun á hafi úti og flutningur á slösuðum með þyrlum til Keflavíkur. 28. ágúst 2024 10:55 Hersveitir, herskip og flugvélar á sveimi við Ísland næstu daga Varnaræfingin Norður-Víkingur, tvíhliða varnaræfing Íslands og Bandaríkjanna, hófst í gær og stendur yfir til þriðja september. Æfingin fer fram hér á landi og á hafsvæðinu umhverfis Ísland en auk Íslands og Bandaríkjanna taka þátt í æfingunni bandalagsríkin Danmörk, Frakkland, Holland, Noregur, Pólland og Portúgal. Þá tekur hluti fastaflota Atlantshafsbandalagsins þátt í æfingunni. 27. ágúst 2024 14:17 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Sjá meira
Æfa björgun á hafi, flutning slasaðra og pólsk flugskeytakerfi Norður-Víkingur, tvíhliða varnaræfingin Íslands og Bandaríkjanna, er nú í fullum gangi og mun standa yfir í og við Ísland fram yfir helgi. Fleiri bandalagsþjóðir taka einnig þátt í æfingunni en á næstu dögum verður meðal annars æfð björgun á hafi úti og flutningur á slösuðum með þyrlum til Keflavíkur. 28. ágúst 2024 10:55
Hersveitir, herskip og flugvélar á sveimi við Ísland næstu daga Varnaræfingin Norður-Víkingur, tvíhliða varnaræfing Íslands og Bandaríkjanna, hófst í gær og stendur yfir til þriðja september. Æfingin fer fram hér á landi og á hafsvæðinu umhverfis Ísland en auk Íslands og Bandaríkjanna taka þátt í æfingunni bandalagsríkin Danmörk, Frakkland, Holland, Noregur, Pólland og Portúgal. Þá tekur hluti fastaflota Atlantshafsbandalagsins þátt í æfingunni. 27. ágúst 2024 14:17
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent