Heilbrigðismál

Fréttamynd

Smitin á Íslandi orðin ellefu

Tvö kórónuveirusmit til viðbótar hafa greinst og eru smitin nú orðin ellefu samanlagt. Þetta staðfestir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu.

Innlent
Fréttamynd

Sóttkví komi ekki niður á fjárhag fólks

Aðstoðarmaður landlæknis segir ekki gott ef fólk forðast að fara í sóttkví vegna kórónuveiru í stórum stíl vegna áhyggna af fjárhag heimilisins. Sérfræðingur í vinnurétti telur afstöðu SA um að þeir sem fara í sóttkví en veikjast ekki eigi ekki veikindarétt óábyrga.

Innlent
Fréttamynd

Með gula hjálma í móttökunni

Mikið álag hefur verið á starfsfólki á Heilsugæslunni hér á landi undanfarnar vikur. Árleg inflúensa hefur verið á sínum stað í bland við almenn veikindi og svo bættist kórónuveiran við í febrúar og viðbúnaður vegna þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Nú er mikil­vægt að tala skýrt

Íslendingar þurfa að spritta sig, þvo hendurnar í tíma og ótíma og forðast að lenda í þvögu. Kannski ættum við að fækka knúsum og kossum á kinn.

Skoðun
Fréttamynd

Hátt í 300 manns í sótt­kví á Ís­landi vegna kórónu­veirunnar

Annar Íslendingur hefur greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Þetta fékkst staðfest laust fyrir kl. 18:00 í dag. Einstaklingurinn er karlmaður á sextugsaldri og hafði hann verið á ferðalagi á Ítalíu en var utan skilgreinds hættusvæðis. Maðurinn er nú í heimasóttkví og er ekki mikið veikur.

Innlent
Fréttamynd

Hóteli á Rauðarárstíg breytt í sóttkví

Ákveðið hefur verið að nýta hótel á Rauðarárstíg sem sóttkví fyrir þau sem mögulega smituð eru af kórónuveirunni. Gestum hótelsins var tilkynnt þetta í morgun og voru þeir fluttir á annað hótel í nágrenninu. Forstjóri Sjúkratrygginga segir ekkert smit hafa komið upp, aðeins sé um varúðarúrræði að ræða.

Innlent