Heilbrigðismál

Fréttamynd

Ís í Efsta­dal II það eina sem börnin níu eiga sam­eigin­legt

Sóttvarnalæknir og aðrir opinberir aðilar sem haft hafa til rannsóknar e.coli smit sem rekja má til ferðaþjónustubæjarins Efstadals II í Bláskógabyggð vilja árétta að ekki sé hægt að fullyrða að þau níu börn sem smituðust af e.coli á bænum hafi sýkst af umgengni við kálfa sem þar voru í stíu og hægt var að klappa.

Innlent
Fréttamynd

Börnin snertu ekki öll kálfana

Ekki liggur fyrir hvernig börn smituðust af E. coli í Efstadal II. Nokkur barnanna sem sýktust komu ekki nálægt kálfum. Ísframleiðslan hefur verið stöðvuð á bænum að svo stöddu og sýni tekin hjá starfsfólki.

Innlent
Fréttamynd

Segir áherslur stjórnvalda í vímuefnamálum bitna illa á þeim verst settu

Áherslur stjórnvalda í vímuefnamálum bitna illa á þeim sem eiga um sárt að binda vegna fíknar, að sögn Helga Gunnlaugssonar, prófessors í afbrotafræði. Í nýrri löggæsluáætlun sé lögð áhersla á að draga úr framboði efnanna sem rannsóknir sýni fram á að hafi sáralítil áhrif á markaðinn. Það þurfi að breyta stefnunni í málaflokknum, en ábyrgðin liggi hjá Alþingi.

Innlent
Fréttamynd

Uppspretta E. coli-hrinunnar á Efstadal II

Landlæknir telur ljóst að níu af þeim 10 börnum sem veikst hafa með sýkingu af völdum E. coli bakteríu hafi gert það á ferðaþjónustubænum Efstadal II í Bláskógabyggð fyrir 10 dögum til þremur vikum síðan.

Innlent
Fréttamynd

Nokkur átján ára ungmenni með fíkniefnavanda á götunni

Tæplega tíu börn, sem hafa átt við verulegan hegðunar- og fíkniefnavanda að etja, hafa á síðustu mánuðuðum fallið utan við barnaverndarkerfið eftir að hafa náð 18 ára aldri og flest eru þau nú með öllu eftirlitslaus á götunni án þess að stuðningsfólk geti nokkuð aðhafst. Lögregluvarðstjóri segir mjög erfitt að horfa á eftir hinum svonefndu ,,týndu börnum" og geta ekkert að gert.

Innlent
Fréttamynd

Landlæknir bað Evu Þóru afsökunar símleiðis

Hjúkrunarfræðineminn Eva Þóra Hartmannsdóttir, sem vakti á dögunum athygli á því að konur af afrískum uppruna væru flokkaðar sem negrítar í sjúkraskrám sínum, greinir frá því að Landlæknir hafi slegið á þráðinn til hennar og beðist afsökunar á málinu

Innlent
Fréttamynd

Minni offita, færri krabbameinstilfelli

Þúsund færri krabbameinstilfelli kæmu upp á Íslandi ef dregið yrði úr offþyngd landsmanna og segir framkvæmdastjóri hjá Krabbameinsfélaginu að sykurskattur geti þannig komið að góðum notum í baráttunni við krabbamein.

Innlent
Fréttamynd

Mikilvægt að skima fyrir kynsjúkdómum í fangelsum

Til stendur að hefja skimanir fyrir kynsjúkdómum meðal fanga til þess að koma í veg fyrir útbreiðslu kynsjúkdóma í fangelsum. Sóttvarnalæknir segir mikilvægt að fylgst sé með fólki í áhættuhópum. Unnið er að aðgerðaráætlun til að bregðast við útbreiðslu kynsjúkdóma á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Drengurinn kominn með tíma á BUGL

Tíu ára afganskur drengur sem vísa átti úr landi í gærkvöldi ásamt föður sínum og yngri bróður hefur fengið tíma á BUGL, Barna- og unglingageðdeild Landspítalans, á morgun.

Innlent