Heilbrigðismál

Fréttamynd

Verk­efni í þágu trans barna og hin­segin fólks styrkt um fjórar milljónir

Tvö verkefni á vegum heilbrigðisráðuneytisins hafa hlotið ríflega fjögurra milljóna króna styrk úr Framkvæmdarsjóði hinsegin málefna. Annars vegar er um að ræða rannsókn sem miðar að því að kortleggja þarfir og óskir hinsegin fólks sem leitar til transteymis Landspítala og hins vegar þróunarverkefni sem felur í sér fræðsluhópi fyrir foreldra trans barna á BUGL.

Innlent
Fréttamynd

Minni mót­staða við um­gangs­pestum eftir heims­far­aldur

Þennan fyrsta vetur án sóttvarnaaðgerða yfirvalda leggjast árstíðabundnar öndunarfærasýkingar af fullum þunga á landsmenn. Fleiri börn eru að veikjast og það verr en á undanförnum árum, sem veldur vanlíðan á meðal foreldra að sögn barnalæknis. Covid-sýking getur líka breytt ónæmissvari við öðrum veirusýkingum.

Innlent
Fréttamynd

Samdi lög á nýja plötu meðan hann glímdi við erfið veikindi

Valgeir Guðjónsson, einn af dáðustu tónlistarmönnum þjóðarinnar, lét erfið tíðindi ekki stöðva textasmíðina á árinu. Hann greindist með krabbamein í fyrra en með líftæknimeðferð og stuðningi fjölskyldunnar hafðist sigur á meininu. Von er á plötu frá Valgeiri með vorinu, með hækkandi sól og komu farfuglanna til landsins.

Lífið
Fréttamynd

Þórólfur leiðir starfshóp um sýklalyfjaónæmi

Þórólfur Guðnason, fyrrverandi sóttvarnalæknir, hefur verið skipaður formaður starfshóps sem móta á framtíðarsýn um áætlun við að sporna gegn útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería. Hann hefur verið ráðinn tímabundið til heilbrigðisráðuneytisins til að leiða verkefni en það er unnið með matvælaráðuneyti og ráðuneyti umhverfis-, orku- og loftslagsmála.

Innlent
Fréttamynd

Veikt eða slasað barn skal eiga rétt á um­önnun for­eldra

Á undanförnum árum hefur umræða um rétt og réttindi barna farið vaxandi. Þetta má m.a. rekja til samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna sem gjarnan er nefndur barnasáttmálinn. Réttur barns til samvista við foreldra og til umönnunar telst til mikilvægustu réttinda sáttmálans og felur í sér einn af hornsteinum hans.

Skoðun
Fréttamynd

Milljónir í hættu á að deyja sökum kulda

Milljónir Úkraínumanna eru í hættu á að deyja í vetur sökum kulda, segir Alþjóðaheilbrigðisstofnunin. Helmingur orkuinnviða landsins er skemmdur eða ónýtur og um 10 milljón manns án rafmagns. 

Erlent
Fréttamynd

Karlmiðaður útbúnaður setur konur í meiðslahættu

Rannsókn í Bretlandi sýnir að fótboltakonur eiga í meiri hættu á að meiðast en karlmenn vegna útbúnaðar til iðkunar íþróttarinnar. Skór, boltar og fleira sé allt hannað með karla í huga sem komi niður á heilsu knattspyrnukvenna. Fyrrum fótboltakona og doktorsnemi í íþróttafræði segir margt mega betur fara.

Fótbolti
Fréttamynd

Gekk sár­kvalin á milli lækna í sjö ár vegna breytingaskeiðs

Fimmtug kona sem reyndi að svipta sig lífi vegna heilsuleysis og stanslausra verkja segir nauðsynlegt að heilbrigðisstarfsmenn kynni sér einkenni breytingaskeiðs. Hún gekk á milli lækna í sjö ár og þurfti hálfpartinn að sannfæra sérfræðinga um að skrifa upp á hormónin sem breyttu lífi hennar.

Innlent
Fréttamynd

Eru allar tær eins?

Fótaaðgerðafræði er vinsælt nám hjá Keili á Keflavíkurflugvelli en nú eru þar 24 nemendur í því námi, 23 konur og 1 karl. Að fjarlægja líkþorn og vörtur er eitt af fjölmörgum verkefnum nemenda í verklegum tímum.

Innlent
Fréttamynd

Falin skattheimta í skjóli samningsleysis

Undanfarin ár hafa samningar Sjúkratrygginga Íslands og sérgreinalækna annars vegar og hins vegar sjúkraþjálfara ekki verið endurnýjaðir. Í fyrstu mátti ætla að kostnaðarliðir yrðu áfram uppfærðir samkvæmt verðlagsleiðréttingum, en svo hefur þó ekki verið raunin um langa hríð. Á meðan er þessum heilbrigðisstéttum greinilega ætlað að vinna eftir löngu úreltri gjaldskrá og mæta sínum aukna rekstrarkostnaði eftir öðrum leiðum. Það gerist helst með tvennum hætti.

Skoðun
Fréttamynd

Breytingar á lögum um geymslu fóstur­vísa í sam­ráðs­gátt

Frumvarp til breytinga á lögum um tæknifrjóvgun og notkun kynfrumna og fósturvísa manna til stofnfrumurannsókna hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Áformað er að breyta ákvæðum laganna með þeim hætti að ekki sé skylt að eyða fósturvísum við ákveðnar aðstæður aðila. Samkvæmt gildandi lögum er ekki heimilt að nota fósturvísa nema í samræmi við samþykktan tilgang geymslunnar.

Innlent
Fréttamynd

Styrkja en tryggja ekki fólk með sykursýki: „Gerið betur, í alvöru talað“

Færsla sem tryggingarfélagið Vörður birti á samfélagsmiðlum í gær fór öfugt ofan í marga sem þjást af sykursýki. Alþjóðlegur dagur sykursýki var í gær og Vörður minnti af því tilefni á Dropann, styrktarfélag barna sem greinst hafa með sykursýki. „Við látum okkur þetta málefni varða og styrkjum Dropann með stolti“, segir í færslu Varðar. Félagið tryggir hins vegar hvorki börn né fullorðna með sykursýki. 

Innlent
Fréttamynd

Ein­stak­lingum í upp­bótar­með­ferð fjölgað úr 276 í 438

Árið 2019 voru 276 einstaklingar í svokallaðri „uppbótarmeðferð“ vegna ópíatafíknar á Íslandi en árið 2021 voru þeir orðnir 438. Umræddir einstaklingar eru aðallega í þjónustu SÁÁ, Landspítala eða Sjúkrahússins á Akureyri en ávísanirnar koma aðallega frá sérfræðingum í geðlækningum.

Innlent
Fréttamynd

Uppræting ofbeldis – mikilvægasta lýðheilsumálið!

Samkvæmt rannsókninni Áfallasögu kvenna verða 40% kvenna fyrir ofbeldi á lífsleiðinni. Ofbeldi er landlægt hér sem og annarsstaðar. Enginn er undanskilinn: ofbeldi fylgir ekki stétt eða kyni, það spyr ekki um búsetu eða aldur. Afleiðingar áfalla og ofbeldis, sérstaklega í æsku, hafa komið betur og betur í ljós á undanförnum árum og hafa margir vísindamenn fjallað um málið.

Skoðun
Fréttamynd

Faðirinn alvarlega vanræktur á Sunnuhlíð og móðirin lést úr sorg

Dóttir manns sem lést í kjölfar alvarlegrar vanrækslu og mistaka á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi fyrir fimm árum lýsir kaldranalegu viðmóti forstjóra heimilisins. Ekki hafi verið tekið mark á fjölskyldumeðlimum sem upplifðu manninn sárkvalinn og oflyfjaðan. Hún segir móður sína aldrei hafa jafnað sig á meðferðinni á eiginmanni sínum og hafi í raun látist úr sorg. 

Innlent