Bretland

Fréttamynd

Ray Ste­ven­son látinn

Breski leikarinn Ray Ste­ven­son er látinn, 58 ára að aldri. Flestir kannast við leikarann úr sjón­varps­þátta­seríum á borð við Rome, Vikings og Dexter auk kvik­mynda­seríanna Thor og Divergent.

Lífið
Fréttamynd

Leitað við stíflu í máli McCann

Blásið hefur verið til leitar í lóni við stíflu í Portúgal í tengslum við mál Madeleine McCann. Stíflan er í um 50 km fjarlægð frá Praia da Luz, þar sem fjölskyldan hennar dvaldi þegar McCann var numin á brott í maí 2007.

Fréttir
Fréttamynd

Lömuð sænsk kona föst á Bret­lands­eyjum vegna skrif­ræðis

Sænsk kona sem hefur verið búsett í Lundúnum í 25 ár lamaðist í hjólaslysi fyrir um ári síðan og hefur verið send á milli sjúkrahúsa á Bretlandseyjum í ár. Maðurinn hennar vill flytja hana heim til Svíþjóðar en þar neita yfirvöld að taka við henni þar sem hún er ekki skráður íbúi.

Erlent
Fréttamynd

Lentu loksins í Kefla­vík eftir næstum 40 tíma seinkun

Flugvél Icelandair með farþegum innanborðs sem setið höfðu fastir í næstum fjörutíu klukkustundir á flugvellinum í Glasgow tók loks á loft í kringum miðnætti að íslenskum tíma í gærkvöldi og var lent á Keflavíkurflugvelli upp úr tvö í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Bid­en sam­þykk­ir þjálf­un úkr­a­ínskr­a flug­mann­a

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sagði öðrum leiðtogum á leiðtogafundi G-7 ríkjanna að Bandaríkjamenn styddu alþjóðlegt verkefni sem snýr að því að þjálfa úkraínska flugmenn á vestrænar herþotur og þar á meðal F-16, sem Úkraínumenn hafa beðið um um nokkuð skeið.

Erlent
Fréttamynd

Selenskí á leið til Hiroshima

Árlegur leiðtogafundur G7 ríkjanna svokölluðu fer nú fram í japönsku borginni Hiroshima. Eins og á leiðtogafundi Evrópuráðsins hér á landi í vikunni er aðal umræðuefnið málefni Úkraínu.

Erlent
Fréttamynd

Harry og Meg­han nærri því að lenda í stór­slysi

Her­toga­hjónin af Sus­sex, Harry og Meg­han, segjast hafa verið ná­lægt því að lenda í stór­slysi í gær vegna ljós­myndara sem veittu þeim eftir­för í New York þar sem þau yfir­gáfu verð­launa­há­tíð.

Erlent
Fréttamynd

Send­a Úkra­ín­u­mönn­um einn­ig lang­dræg­a drón­a

Bretar ætla að útvega Úkraínumönnum hundruð langdrægra sjálfsprengidróna og þjálfa úkraínska flugmenn á F-16 orrustuþotur. Þetta er í kjölfar þess að Bretar byrjuðu að senda stýriflaugar til Úkraínu en Úkraínumenn eru þegar byrjaðir að nota þær til árása gegn Rússum í austurhluta landsins og Rússar segjast hafa skotið eina niður.

Erlent
Fréttamynd

Vikudvöl á „versta hóteli Bretlandseyja“

Þegar ljóst varð að Eurovision yrði haldið í Liverpool nú í maí sáu markaðsöflin í borginni sér leik á borði. Verð á gistingu var á meðal þess sem rauk upp úr öllu valdi yfir nýliðna Eurovision-helgi og herbergi bókuðust hratt. Fulltrúar Eurovísis lentu þannig á vægast sagt umdeildum gististað í fréttaferð sinni til Liverpool: hinu sögufræga Hótel Adelphi, því ódýrasta sem bauðst í hjarta borgarinnar.

Lífið
Fréttamynd

Breskar stýriflaugar fluttar til Úkraínu

Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, staðfesti í dag að Bretar ætla að útvega Úkraínumönnum stýriflaugar sem þeir hafa verið að kalla eftir í marga mánuði. Úkraínumenn hafa skuldbundið sig til að nota flaugarnar ekki til árása innan landamæra Rússlands.

Erlent
Fréttamynd

Segist ekki hafa verið Meg­han Mark­le í dular­gervi

Velska tónskáldið Sir Karl Jenkins neitar því að hann hafi verið Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex í dulargervi við krýningu Karls Bretakonungs síðastliðna helgi, í bráðfyndnu myndbandi þar sem hann útskýrir klæðnað sinn. Horfa má á myndbandið hér fyrir neðan.

Lífið
Fréttamynd

Frægir fögnuðu krýningu Karls III

Breska sendiráðið í Reykjavík hélt upp á krýningu nýs Bretakonungs með pomp og prakt síðastliðinn laugardag. Veislan var haldin í sendiráðsbústaðnum við Laufásveg og í veislutjöldum í garðinum og mættu boðsgestir úr ýmsum áttum, svo sem úr pólitík, viðskiptalífinu og menningargeiranum.

Lífið
Fréttamynd

„Absúrd“ að Karl sé kóngur í Karíba­hafi

For­sætis­ráð­herra eyja­ríkisins Sankti Vin­sent og Grenadína í Karíba­hafi segir það „absúrd“ að Karl Breta­konungur sé þjóð­höfðingi ríkisins. Hann segist myndu vilja sjá valda­tíma Karls á eyjunum líða undir lok á sinni lífs­tíð.

Erlent