Björgunarsveitir

Fréttamynd

Mættir austur með trylli­tæki

Að minnsta kosti þrjú snjóflóð féllu í Neskaupstað í Norðfirði í morgun. Björgunarsveitarmenn hafa fjölmennt þangað og í önnur bæjarfélög á svæðinu til að hjálpa og vera til taks ef önnur snjóflóð falla.

Innlent
Fréttamynd

Leitarhundar á leiðinni austur með þyrlu

Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leiðinni í loftið með þrjá björgunarsveitarmenn og jafnmarga leitarhunda á Hornafjörð til að vera til taks vegna snjóflóðanna og viðvarandi snjóflóðahættu á Austfjörðum.

Innlent
Fréttamynd

Telur ekki rétt að loka svæðinu við Glym

Jarðverkfræðingur og björgunarsveitarmaður telur ekki rétt að loka gönguleiðum að Glym þrátt fyrir að svæðið sé vissulega hættulegt. Það hafi sýnt sig að lokanir hafi ekki tilætluð áhrif. Síðan árið 2014 hafa orðið 26 slys á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Varnar­línur settar upp

Slökkviliðið hefur sett upp sérstakar varnarlínur til að takmarka útbreiðslu sinubrunans við Straumsvík í Hafnarfirði. Gróðurinn mun brenna að varnarlínunum og svæðið verður vaktað. Reyk mun leggja frá svæðinu í nótt og frekari aðgerðir verða ákveðnar í fyrramálið.

Innlent
Fréttamynd

Hættulegur staður allt árið um kring

Kona á þrítugsaldri lést þegar hún féll á annað hundrað metra við fossinn Glym í Hvalfirði í gær. Aðstæður voru mjög hættulegar á vettvangi, að sögn upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Slysið sýni að bæta þurfi verulega öryggi á ferðamannastöðum landsins.

Innlent
Fréttamynd

Björguðu tólf manns af Dynjandis­heiði

Björgunarsveitir frá Þingeyri, Flateyri og Ísafirði voru kallaðar út til aðstoðar fólks á Dynjandisheiði í gærkvöldi. Á staðnum var skollinn á þreifandi bylur og skyggni lítið sem ekkert. 

Innlent
Fréttamynd

Tveir fluttir slasaðir eftir snjó­flóðið

Snjóflóð féll í fjallshlíð suður af Ólafsfirði á fyrsta tímanum í dag með þeim afleiðingum að tveir úr hópi skíðafólks slösuðust. Björgunarsveitir eru mættar á vettvang ásamt þyrlusveit Landhelgisgæslunnar.

Innlent
Fréttamynd

Ör­magnaðist á göngu

Síðdegis í gær óskuðu tveir ferðamenn eftir aðstoð björgunarsveita. Ferðamennirnir voru á ferð að eða frá íshelli í Kötlujökli þegar annar þeirra örmagnaðist á göngunni.

Innlent
Fréttamynd

Engin form­leg leit hafin á Eski­firði

Greint hefur verið frá því í dag að leit sé hafin á Eskifirði að manni sem ekkert hefur spurst til um nokkurra daga skeið. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að frekar sé um eftirgrennslan að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Umfangsmikil leit hafin á ný

Leit að Stefáni Arnari Gunnarssyni, sem saknað hefur verið síðan á fimmtudag, hófst á ný í morgun með sama sniði og í gær, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Fresta leitinni til morguns

Ákveðið hefur verið að fresta leit að Stefáni Arnari Gunnarssyni til morguns. Henni var hætt þegar nokkuð var liðið á kvöldið og birtuskilyrði fóru þverrandi.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta var svakalegt að sjá eldtungurnar“

Viðbragðsaðilar náðu að bjarga verðmætum Arctic Fish í Tálknafirði þegar húsnæði þess brann í gær og getur regluleg starfsemi fyrirtækisins því haldið áfram, að sögn sveitarstjóra, sem var með þeim fyrstu á vettvang brunans í gær.

Innlent
Fréttamynd

Fluttu á annað hundrað manns af heiðinni

Björgunarsveitarfólk stóð í ströngu á Hellisheiði og í Þrengslum fram á kvöld. Verið var að hjálpa fólki sem hafði fest bíla sína og lent í óhappi en flestar sveitir eru komnar í hús.

Innlent