Svíþjóð

Fréttamynd

Nafn­greina árásar­manninn í Örebro

Lögregla í Svíþjóð vill meina að hinn 35 ára Rickard Andersson hafi verið árásarmaðurinn sem banaði tíu námsmönnum í Campus Risbergska-skólanum í Örebro í gær.

Erlent
Fréttamynd

Halla sendir Svía­konungi samúðarkveðju

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sendi í morgun samúðarkveðju til Karls XVI Svíakonungs fyrir hönd íslensku þjóðarinnar vegna hinna „hörmulega mannvíga“ í skóla í Örebro í gær.

Innlent
Fréttamynd

Þetta er vitað um á­rásar­manninn í Örebro

Maðurinn sem skaut að minnsta kosti tíu til bana í skóla í Örebro í Svíþjóð í gær var 35 ára gamall og atvinnulaus. Hann er talinn hafa verið einn að verki og tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir en ekki er talið að einhverskonar hugmyndafræði hafi ráðið ferðinni.

Erlent
Fréttamynd

Ís­lenskur skóla­stjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina

Svanfríður Birgisdóttir, einn af skólastjórum Campus Risbergska-skólans í Örebro í Svíþjóð, segir alla í áfalli eftir að skotárás var gerð á skólann um hádegisbil í dag. Um það bil tíu manns eru taldir látnir. Einn þeirra látnu er talinn vera árásarmaðurinn.

Erlent
Fréttamynd

Skot­á­rás í sænskum skóla

Einhverjir eru sagðir látnir eftir að skotárás var gerð í skóla í bænum Örebro í Svíþjóð um hádegisbil. Lögregla hefur staðfest að fimmtán manns að minnsya kosti hafi særst í árásinni, en sænskir fjölmiðlar segja ljóst að einhverjir séu látnir. Viðbúnaður er mjög mikill á staðnum.

Erlent
Fréttamynd

Morð á kóran­brennu­manni gæti tengst er­lendu ríki

Forsætisráðherra Svíþjóðar segir að mögulegt sé að erlent ríki hafi komið nálægt morði á írökskum flóttamanni sem vakti athygli fyrir að brenna trúarrit múslima á miðvikudag. Fimm menn eru í haldi lögreglu vegna morðsins.

Erlent
Fréttamynd

Sænsk sjón­varps­goðsögn látin

Sænski sjónvarpsmaðurinn Leif „Loket“ Olsson, sem þekktastur er fyrir að hafa stýrt sjónvarpsþáttunum Bingólottó um margra ára skeið, er látinn.

Lífið
Fréttamynd

Tengja hrinu sprenginga í Sví­þjóð við glæpa­samtök

Tilkynnt hefur verið um þrjátíu sprengingar í Svíþjóð frá áramótum, flestar þeirra í sunnanverðum Stokkhólmi. Sænska lögreglan segir skýr tengsl á milli sprenginganna og glæpasamtaka sem beiti ofbeldi til þess að kúga fé út úr fólki.

Erlent
Fréttamynd

Svíar leggja hald á skip vegna skemmda á sæ­streng

Herskip á vegum Atlantshafsbandalagsins komu í gær að þremur skipum sem fluttu farm frá Rússlandi nálægt stað þar sem enn einn sæstrengurinn fór í sundur á Eystrasalti. Sænskir saksóknarar segja að eitt skipanna hafi verið kyrrsett en öll þrjú skipin eru til rannsóknar.

Erlent
Fréttamynd

Krist­rún upp­lýst um fundinn með skömmum fyrir­vara

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra Íslands var látin vita af skyndifundi forsætisráðherra Norðurlandanna í Kaupmannahöfn sem fram fór í gær um Grænland og öryggismál sama dag og fundurinn var haldinn. Í svörum frá forsætisráðuneytinu segir að fundurinn hafi verið haldinn í tengslum við minningarathöfn í Auschwitz þar sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra er fulltrúi Íslands en ekki Kristrún. 

Innlent
Fréttamynd

Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna?

Í september 2003 greiddi sænska þjóðin atkvæði um það hvort hún vildi halda sænsku krónunni eða taka upp evruna. Mikill meirihluti, 55,9 prósent, vildi halda krónunni. Ákvörðunin var tekin eftir mikla og víðtæka umræðu og var kjörsókn mjög mikil eða 82%. Andstaðan við evruna hefur aukist með tímanum. 

Skoðun
Fréttamynd

Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæða­húsi

Karlmaður á þrítugsaldri var skotinn til bana í bílastæðahúsi í miðborg sænsku borgarinnar Norrköping í gærkvöldi. Sænskir fjölmiðlar segja að hinn látni sé rapparinn Gaboro sem hafi verið með tengsl við glæpagengi í landinu.

Erlent
Fréttamynd

Tískudrottningin biðst af­sökunar á eineltinu

Sænski áhrifavaldurinn Matilda Djerf, sem á tískufatarisann Djerf Avenue, hefur beðist afsökunar á hegðun í garð starfsmanna sinna hjá fyrirtækinu. Hún var á dögunum sökuð um að niðurlægja starfsmenn sína og leggja þá í einelti. 

Lífið
Fréttamynd

Estelle prinsessa með Lúsíu­kveðju

„Gleðilegan Lúsíumorgun frá Haga,“ segir í kveðju sænsku konungshallarinnar á Instagram í tilefni af messudegi heilagrar Lúsíu sem er haldinn hátíðlegur á Norðurlöndum og sérstaklega í Svíþjóð.

Lífið
Fréttamynd

Sænsk tískudrottning sögð kúga starfs­fólk sitt

Sænskur áhrifavaldur og ein áhrifamesta unga athafnakona heims er sökuð um að koma fram við starfsfólk sitt á niðurlægjandi og kúgandi hátt. Fyrrverandi og núverandi starfsfólk Djerf Avenue, fyrirtækis hennar, saka hana um einelti og ógnarstjórnun á vinnustaðnum. 

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Birgitta prinsessa er látin

Birgitta prinsessa af Svíþjóð er látin, 87 ára að aldri. Hún var eldri systir Karls Svíakonungs og lést á Mallorca þar sem hún hefur dvalið undanfarin ár.

Lífið
Fréttamynd

Skorið á ljós­leiðara í Finn­landi

Lögregla rannsakar nú hvernig ljósleiðari í jörðu fór í sundur á tveimur stöðum í gær. Netlaust var víða í Finnlandi vegna þess sem lögreglu grunar að hafi verið skemmdarverk. Spellvirki voru nýlega unnin á norrænum sæstrengjum í Eystrasalti.

Erlent
Fréttamynd

Segir skemmdar­verk Rússa í Evrópu geta leitt til á­taka

Skemmdarverk útsendara Rússa í Evrópu gæti að endingu leitt til virkjunar fimmtu greinar stofnsáttmála Atlantshafsbandalagsins um sameiginlegar varnir aðildarríkja. Þetta sagði yfirmaður einnar leyniþjónustu Þýskalands á ráðstefnu í gær en Rússar hafa á undanförnum mánuðum og jafnvel árum verið sakaðir um skemmdarverk, banatilræði og annarskonar árásir í Evrópu.

Erlent
Fréttamynd

Kynbomba og reynslu­boltar í Melodifestivalen

Þrír reynsluboltar í Eurovision vilja keppa fyrir hönd Svíþjóðar í keppninni á næsta ári. Þá hefur ein frægasta kynbomba landsins jafnframt skráð sig í undankeppnina en listi yfir keppendur í Melodifestivalen hefur nú verið birtur í sænskum miðlum.

Lífið