Kjaramál

Fréttamynd

Skýlaus krafa að hækka lægstu launin

Launahækkun til handa þeim lægstlaunuðu verður að vera skýlaus krafa við endurskoðun kjarasamninga í haust segir formaður Verkalýðsfélags Akraness. Hann segir fólkið á lægstu laununum hafa setið illilega eftir í launaþróun síðustu ára.

Innlent
Fréttamynd

Útlendingum í starfaleit þarf ekki að fjölga

Fólki frá Austur-Evrópu sem kemur hingað til lands að leita sér vinnu þarf ekki að fjölga þrátt fyrir að takmarkanir við för þeirra falla niður 1. maí. Þetta er mat félagsmálaráðherra og aðstoðarframkvæmdastjóra Alþýðusambands Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Mótmælaaðgerðir ófaglærðra geti breiðst út um landið

Forsvarsmenn Starfsgreinasambandsins segja að vel geti farið svo að ófaglært starfsfólk á heilbrigðisstofnunum úti á landi grípi til mótmælaaðgerða eins og setuverkfalls til að knýja á um bætt kjör. Fundað verður með heilbrigðisráðherra í fyrramálið vegna stöðunnar.

Innlent
Fréttamynd

Lífeyrisgreiðslurnar tvöfaldast

Lífeyrisgreiðslur lífeyrissjóðanna til hvers lífeyrisþega eiga eftir að tvöfaldast á næstu þremur áratugunum, samkvæmt nýrri skýrslu sem unnin var fyrir Samtök atvinnulífsins. Heildargreiðslur sjóðanna eiga eftir að fimmfaldast á sama tímabili.

Innlent
Fréttamynd

Mál dómara gegn ríkinu þingfest í vikunni

Mál Guðjóns St. Marteinssonar héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjavíkur gegn íslenska ríkinu verður þingfest síðar í vikunni. Guðjón ákvað að höfða mál þegar úrskurður Kjaradóms um laun stjórnmála- og embættismanna var numinn úr gildi með lögum.

Innlent
Fréttamynd

Samþykkt með þriggja atkvæða mun

Félagsráðgjafar hjá Reykjavíkurborg samþykktu nýgerðan kjarasamning sinn við borgina með aðeins þriggja atkvæða meirihluta. 32 af 63 sem greiddu atkvæði um samninginn sögðu já við honum en rétt tæplega helmingur, 29, greiddu atkvæði gegn honum.

Innlent
Fréttamynd

Uppsagnarbréf starfsmanna varnarliðsins afhent í dag

Allir íslenskir starfsmenn varnarliðsins, tæplega sex hundruð talsins, geta fengið uppsagnarbréf sín afhent í dag. Að sögn Friðþórs Eydals, upplýsingafulltrúa varnarliðsins, geta þeir annaðhvort sótt þau frá klukkan þrjú eða fengið þau send í pósti. Uppsagnarfrestur fólks er misjafn, á milli þrír og sex mánuðir, en gert er ráð fyrir starfslokum allra fyrir 30. september.

Innlent
Fréttamynd

Flugmálastjórn í stríð við flugumferðarstjóra

Yfirmenn Flugmálastjórnar eru komnir í stríð við starfsmenn sína, segir formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra. Þeir eru mjög ósáttir við nýtt vaktakerfi sem var tekið upp, þrátt fyrir að svipuðu vaktakerfi hafi verið hafnað í kjarasamningum.

Innlent
Fréttamynd

Svipaðar kjarabætur og aðrir og breyttur vinnutími

Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn fá svipaðar kjarabætur og aðrir starfsmenn sveitarfélaga hafa fengið samkvæmt nýjum kjarasamningi sem undirritaður var af fulltrúum þeirra og launanefndar sveitarfélaga í nótt. Þá eru ákvæði um breytingar á vinnutíma.

Innlent
Fréttamynd

Slökkviliðsmenn og launanefnd semja

Skrifað var undir samninga í kjaradeilu Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og launanefndar sveitarfélaganna klukkan fimm í nótt eftir um sextán tíma samningafund. Samningurinn er til þriggja ára og er sambærilegur þeim samningum sem launanefnd sveitarfélaganna hefur gert við aðra hópa.

Innlent
Fréttamynd

Vonar að ekki komi til verkfalls

Formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna vonar að ekki komi til verkfalls hjá stéttinni síðar í mánuðinum. Deiluaðilar sátu á maraþonfundi í gær og nótt sem gefur ákveðnar vonir um að sátt náist í deilunni á næstunni.

Innlent
Fréttamynd

16 tíma samningafundur í deilu LSS og LH

Fundur samninganefndar Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og launanefndar sveitarfélaga hjá ríkissáttasemjara stóð til klukkan fimm í nótt en hann hófst klukkan eitt í gær. Annar fundur hefur verið boðaður klukkan eitt í dag.

Innlent
Fréttamynd

Fundahlé í kjaradeilu slökkviliðsmanna

Samningafundi Landssambands slökkviliðs-og sjúkrafutningamanna við fulltrúa ríkisins, var frestað hjá Ríkissáttasemjara um klukkan ellefu í gærkvöldi , eftir að hafa staðið í tíu klukkustundir. Fundi verður fram haldið eftir hádegi.

Innlent
Fréttamynd

Atkvæðagreiðsla vegna verkfalls slökkviliðsmanna hafin

Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn hófu á hádegi að greiða um það atkvæði hvort boða eigi til verkfalls sem hefjast á um miðjan marsmánuð. Um 280 atvinnuslökkviliðsmenn eru á kjörskrá og er kosið í deildum þeirra víða um land.

Innlent
Fréttamynd

LSS og LN funda eftir hádegi

Fundur hefur verið boðaður klukkan eitt hjá ríkissáttasemjara í kjaradeilu Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og launanefndar sveitarfélaganna.

Innlent
Fréttamynd

Sáttafundi lauk án árangurs

Sáttafundi slökkviliðsmanna og viðsemjenda þeirra hjá Ríkissáttasemjara lauk án árangurs nú fyrir stundu. Annar fundur hefur verið boðaður á morgun. Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn samþykktu í gærkvöldi heimild til boðun verkfalls um allt land.

Innlent
Fréttamynd

Félagsráðgjafar mótmæltu á borgarstjórnarfundi

Félagsráðgjafar fjölmenntu á áhorfendapalla á borgarstjórnarfundi í dag til að krefjast bættra kjara og knýja á um að kraftur komist í viðræður þeirra og borgarinnar um nýjan kjarasamning. Þeir útiloka ekki verkfall.

Innlent
Fréttamynd

Vélstjórar fella kjarasamning í annað sinn

Vélstjórar á fiskiskipum felldu nýgerðan kjarasamning við LÍÚ með aðeins tveggja atkvæða mun. Skrifað var undir samninginn um áramót en þetta er í annað sinn sem vélstjórar fella kjarasamning á innan við ári, en þeir felldu einnig samning sem gerður var á fyrri hluta síðasta árs.

Innlent
Fréttamynd

Samningafundur hjá LN og slökkviliðs- og sjúkraflutningamönnum

Samninganefndir launanefndar sveitarfélaganna og Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna funda í Karphúsinu nú klukkan eitt um kjaramál síðarnefnda hópsins, en eins og greint hefur verið frá höfnuðu slökkviliðs- sjúkraflutningamenn tilboði launanefndarinnar um 24 prósenta launahækkun fyrir helgi.

Innlent
Fréttamynd

Heimildir LN til launahækkana nýttar í Hafnarfirði

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum í gær, þriðjudaginn 7. febrúar, að nýta að fullu þær heimildir til hækkunar launa leikskólakennara og félagsmanna í Starfsmannafélagi Hafnarfjarðar sem tillögur launanefndar frá 28. janúar sl. gera ráð fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Ríki og fyrirtæki hækki lægstu laun

Formannafundur Starfsgreinasambandsins sem haldinn var í dag, krefst þess að bæði ríkið og Samtök atvinnulífsins, beiti sér nú þegar fyrir hækkun lægstu launa til samræmis við þá launaviðbót sem Launanefnd sveitarfélaga leggur til.

Innlent
Fréttamynd

Flytji réttleysið ekki milli landa

Forystumenn allra launþegasamtaka á Norðurlöndum hafa skorað á norræna þingmenn á Evrópuþinginu að styðja breytingartillögu við þjónustutilskipun Evrópusambandsins. Þannig megi koma í veg fyrir að réttindaleysi launþega í sumum aðildarríkjum sé í raun flutt með þeim landa á milli segir formaður BSRB.

Innlent
Fréttamynd

Samþykkja að nýta sér heimildir til launahækkana

Bæjarráð Dalvíkurbyggðar og Akureyrarbær hafa samþykkt að nýta sér þær heimildir sem Launanefnd sveitarfélaga samþykkti fyrir rúmri viku til tímabundinna viðbótargreiðslna umfram gildandi kjarasamninga við stéttarfélögin Einingu-Iðju, Kjöl og Félag leikskólakennara. Þetta kemur fram á vefnum dagur.net.

Innlent