Kjaramál

Fréttamynd

Samþykktu samning við gæsluna

Kjarasamningur skipstjórnarmanna hjá Landhelgisgæslu Íslands var samþykktur með áttatíu og einu prósentu atkvæða. Tuttugu og einn félagi í Félagi skipstjórnarmanna hafði atkvæðisrétt og greiddu allir nema einn atkvæði.

Innlent
Fréttamynd

Sjúkraliðar samþykkja kjarasamning

Sjúkraliðar í Reykjavík hafa samþykkt nýgerðan kjarasamning Sjúkraliðafélags Íslands og Reykjavíkurborgar. 28 af 57 á kjörskrá greiddu atkvæði. 27 þeirra greiddu atkvæði með samningnum en einn á móti.

Innlent
Fréttamynd

Vilja loka á launanefnd sveitarfélaga

Stjórn og trúnaðarmannaráð Starfsmannafélags Hafnarfjarðar vill að bæjarstjórn afturkalli umboð launanefndar sveitarfélaga til að semja um kaup og kjör starfsmanna fyrir hönd bæjarins.

Innlent
Fréttamynd

Launaskriðið er hjá stjórnendum

Launaskriðið er hjá stjórnendum fyrirtækja en ekki almennum launþegum segir borgarstjóri. Laun hundrað stjórnenda hækkuðu um hálfan milljarð króna í fyrra en samningur borgarinnar við fimm þúsund starfsmenn sína skilar þeim samanlagt einum og hálfum milljarði í launahækkun á næsta ári.

Innlent
Fréttamynd

Sjúkraliðar semja við Launanefnd sveitarfélaga

Sjúkaraliðafélag Íslands og launanefnd sveitarfélaga undirrituðu nýjan kjarasamning í gærkvöldi. Hann mun vera á sömu nótum og samningur sjúkraliða við Reykjavíkurborg og ríkið, sem nýverið voru gerðir. Nýi samningurinn verður borinn undir atkvæði félagsmanna á næstunni

Innlent
Fréttamynd

Samið við Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar

Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar skrifaði undir nýjan kjarasamning við Reykjavíkurborg í gærkvöldi í húsakynnum Ríkissáttasemjara. Fram kemur á heimasíðu BSRB að nú verði hafist handa við að kynna samninginn fyrir félagsmönnum og undirbúa skriflega allsherjaratkvæðagreiðslu.

Innlent
Fréttamynd

Sjúkraliðar boða til verkfalls

Félagar í Sjúkraliðafélagi Íslands samþykktu verkfallsboðun í kjaradeilu sinni við launanefnd sveitarfélaga með miklum mun. 127 greiddu atkvæði með verkfallsboðun en fjórir greiddu atkvæði gegn henni. Semjist ekki fyrir 19. desember hefst verkfall þann dag.

Innlent
Fréttamynd

Sjúkraliðar samþykkja samning

Sjúkraliðar sem starfa á Hjúkrunarheimilunum Eir og Skjóli í Reykjavík hafa samþykkt kjarasamning. Samningurinn var undirritaður á fimmtudag í síðustu viku en samþykktur í atkvæðagreiðslu í dag.

Innlent
Fréttamynd

Samið fyrir blaða- og fréttamenn

Samningur Blaðamannafélags Íslands við samtök atvinnulífsins voru undirritaðir á sjöunda tímanum í kvöld. Samningurinn nær til fréttamanna og ljósmyndara á öllum helstu fjölmiðlum landsins utan Ríkisútvarpsins.

Innlent
Fréttamynd

Ósáttir við frumvarp um starfsmannaleigur

Stjórnarandstæðingar fögnuðu frumvarpi félagsmálaráðherra um starfsmannaleigur á Alþingi, sem mælt var fyrir í dag, en töldu ekki nægilega langt gengið. Formaður vinstri - grænna sagðist ennfremur ekki sannfærður um að íslenska þjóðin þyrfti yfirhöfuð að sætta sig við slíkt fyrirbæri á íslenskum vinnumarkaði.

Innlent
Fréttamynd

Sjúkraliðar kjósa um verkfall

Sjúkraliðar sem starfa hjá sveitarfélögunum munu greiða atkvæði um hvort hefja eigi verkfall til að knýja á um nýjan kjarasamning. Fyrri samningur rann út fyrir tæpu ári og hefur ekki enn samist. Fyrst var beðið eftir að gengið yrði frá samningi við ríkið en því lauk júní.

Innlent
Fréttamynd

Allir komnir með atvinnuleyfi

Allir pólsku verkamennirnir sem komu til starfa á Akranesi og í nágrenni á vegum starfsmannaleigunnar 2B eru komnir með atvinnuleyfi og ráðningarsamning við þau fyrirtæki sem þeir starfa hjá.

Innlent
Fréttamynd

Segja mismunun felast í eingreiðslu

Sambandsstjórnarfundur Samiðnar lýsir yfir megnustu óánægju sinni með samkomulag forsendunefndar ASÍ og SA um útdeilingu á sérstakri eingreiðslu. Þetta kemur fram í ályktun sem Samiðn hefur sent frá sér. Fundarmenn telja að sú mismunun sem í eingreiðslunni felist vera einsdæmi í sögu íslenskrar verkalýðshreyfingar.

Innlent
Fréttamynd

Ekki allir ASÍ félagar fá eingreiðslu í desember

Þeir ASÍ félagar sem skipt hafa um vinnu á árinu fá aðeins hluta af tuttugu og sex þúsund króna eingreiðslu sem kveður á um í samkomulagi ASÍ og Samtaka atvinnulífsins. Hagfræðingur ASÍ segir að í samkomulaginu felist hlutir sem til framtíðar séð geti gefið félagsmönnum mikið.

Innlent
Fréttamynd

Miðstjórn Samiðnar ósátt

Miðstjórn Samiðnar, samband iðnfélaga, er ósátt við tillögur ríkisstjórnar og samkomulag hennar við aðila vinnumarkaðrins. Samiðn vildi frekar segja upp samningum og komast í beint samband við viðsemjendur sína.

Innlent
Fréttamynd

Viðbrögð vinnuveitenda og verkalýðshreyfingarinnar

Viðbrögð forkólfa vinnuveitenda og verkalýðshreyfingarinnar eru jákvæð og bjartsýni ríkir sem og léttir. Ingimundur Sigurpálsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, sagði að það mikið fagnaðarefni að aðilar hafi náð saman og að ekki hafi komið til uppsagna samninga eins og útlit var fyrir á tímabili. Hann sagði það hins vegar ljóst að þessi niðurstaða verði mörgum fyritækjum nokkuð þungbær en heildarhagsmunir sem voru í húfi réttlæti tvímælalaust þessa niðurstöðu. Hann sagði aðkomu ríkisstjórnarinnar á ögurstund hafa riðið baggamuninn.

Innlent
Fréttamynd

Samningar í höfn - eingreiðsla í desember

Launþegar fá 26 þúsund króna eingreiðslu strax og 0,65 prósenta viðbótarlaunahækkun eftir rúmt ár, samkvæmt samkomulagi sem náðist nú undir kvöld milli Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins um framhald kjarasamninga. Þá verða atvinnuleysisbætur hækkaðar verulega, samkvæmt yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, sem jafnframt kemur að lausn málsins með því létta á örorkubyrði lífeyrissjóða og fleiri aðgerðum. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir niðurstöðuna draga úr verðbólgu og auka stöðugleikann.

Innlent
Fréttamynd

Birtir til í viðræðum

Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands, er bjartsýnn eftir fund forsendunefndar ASÍ og Samtaka atvinnulífsins í kvöld. Hann telur góðar líkur á að samkomulag náist á milli aðila áður en frestur forsendunefndar rennur út annað kvöld. Forsendunefndin mun funda áfram á morgun og fulltrúar ASÍ funda einnig með ráðherrum ríkisstjórnarinnar á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Allt kapp lagt á að bjarga kjarasamningum

Allt kapp er nú lagt á að bjarga kjarasamningum á vinnumarkaði áður en ögurstund rennur upp á morgun. Fulltrúar Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins stefna á kvöldfund og ríkisstjórnin er tilbúin að funda með aðilum.

Innlent
Fréttamynd

Freista þess að ná samkomulagi

Fulltrúar í forsendunefnd Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands komu saman til fundar klukkan tvo í dag til að fara yfir stöðuna í kjaramálum.

Innlent
Fréttamynd

Forystan endurkjörin

Ingibjörg R. Guðmundsdóttir var endurkjörin formaður Landssambands íslenskra verslunarmanna á þingi samtakanna sem lauk í dag. Aðrir stjórnarmenn voru einnig endurkjörnir utan þess að Ágúst H. Óskarsson, formaður Verslunarmannafélags Húsavíkur gaf ekki kost á sér til endurkjörs.

Innlent
Fréttamynd

Aðilar vinnumarkaðarins funda

Forsendunefnd aðila vinnumarkaðarins ætlar að hittast um eitt leytið í dag. Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands, segist sæmilega bjartsýnn á gang viðræðna.

Innlent
Fréttamynd

Vill ekki nefna leiðir

Ingimundur Sigurpálsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, getur ekki tilgreint með hvaða hætti hann vill jafna kjör opinberra starfsmanna og fólks á almennum vinnumarkaði.

Innlent
Fréttamynd

Málin að þokast í rétta átt

Forsendunefnd Alþýðusambands Íslands hittist klukkan hálf fjögur í dag. Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands, segir að málin séu nú að þokast í rétta átt en nefndin þurfi þann tíma sem er til stefnu til að komast að niðurstöðu.

Innlent
Fréttamynd

Lækkun neysluverðsvísitölu valdi ekki straumhvörfum

Talsmenn verkalýðshreyfingarinnar segja að fréttir um lækkun neysluvísitölu og hjöðnun verðbólgu hafi ekki komið þeim í opna skjöldu og valdi engum straumhvörfum í viðræðum við atvinnurekendur, sem aftur á móti hafa hampað þessum tíðindum sem nýjum og óvæntum.

Innlent
Fréttamynd

Ræða við ríkisstjórnina um aðgerðir

Forystumenn Alþýðusambands Íslands ganga á fund helstu ráðherra ríkisstjórnarinnar klukkan þrjú í dag til að ræða hvaða aðgerða ríkið geti gripið til svo ekki þurfi að segja upp kjarasamningum.

Innlent