Kjaramál

Fréttamynd

Ríkið samdi við hjúkrunar­fræðinga

Fulltrúar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og íslenska ríkisins skrifuðu undir nýjan kjarasamninga í dag. Samningurinn er sagður tryggja launahækkanir og kjarabætur fyrir hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá ríkinu næsta árið.

Innlent
Fréttamynd

Ekki bjart fram undan í kjara­deilu sjó­manna

Kjaradeila sjómannafélaga og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) er komin til Ríkissáttasemjara en engir fundir hafa verið boðaðir. Hólmgeir Jónsson framkvæmdastjóri Sjómannasambands Íslands er ekki bjartsýnn á framhaldið.

Innlent
Fréttamynd

Vill ekki vera for­seti eftir krefjandi mánuði

Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti ASÍ og formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í embætti forseta ASÍ á framhaldsþingi sambandsins sem fer fram í lok mánaðar. Hann mun hins vegar gefa kost á sér í embætti fyrsta varaforseta. 

Innlent
Fréttamynd

BHM náð samkomulagi við ríki og borg um efni nýrra samninga

BHM hefur náð rammasamkomulagi við fulltrúa ríkis og Reykjavíkurborgar um meginefni nýrra kjarasamninga aðildarfélaga bandalagsins. Samkomulagið er til tólf mánaða en á næstu dögum munu aðildarfélög eiga fundi með ríki og borg til að klára endanlega samninga. Stefnt er að því að ljúka sambærilegu samkomulagi við Samband íslenskra sveitarfélaga innan tíðar. 

Innlent
Fréttamynd

Aðildar­fé­lög BSRB undir­rita kjara­samninga

Aðildarfélög BSRB hafa náð samkomulagi um launahækkanir og kjarabætur fyrir starfsfólk í almannaþjónustu við ríki og Reykjavíkurborg. Um skammtímasamninga er að ræða sem gilda í tólf mánuði frá 1. apríl 2023.

Innlent
Fréttamynd

Fáum peningana aftur heim, skattaða í drasl!

Hugmyndir þeirra Ragnars Þórs Ingólfssonar formanns VR og Ásthildar Lóu Þórsdóttur þingmanns Flokks fólksins og formanns Hagsmunasamtaka heimilana um sérstakan þrepaskiptan skyldusparnað á laun fólks, til þess að slá á einkaneyslu og kæmu í staðinn fyrir vaxtahækkanir Seðlabankans, eru á margan hátt athyglisverðar en ekki endilega góðar þegar aðeins er reynt að kafa ofan í málið.

Skoðun
Fréttamynd

Látum þau bara borga brúsann

Í vikunni hækkuðu stýrivextir um eitt prósentustig og ekki verður annað séð en að það sé meðvituð stefna ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur að láta raðstýrivaxtahækkanir Seðlabanka Íslands lenda sem mest og verst á almennu launafólki.

Skoðun
Fréttamynd

Vottun verði val­kvæð

Á dögunum kom út rannsókn á vegum Háskóla Íslands um áhrif jafnlaunavottunar á launamun kynjanna. Samkvæmt niðurstöðum hennar er ekki að sjá að innleiðing jafnlaunastaðals hafi haft bein áhrif á launamun kynjanna.

Skoðun
Fréttamynd

Bankanum liggur á að „sýna fram á árangur“ fyrir næstu kjara­samninga

Ákvörðun peningastefnunefndar um að hækka vexti um eina prósentu, umfram væntingar markaðsaðila, virðist hafa grundvallast á þeirri sýn nefndarinnar að það væri betra að „rífa plásturinn af“ með stóru skrefi áður en aðrir seðlabankar skipta hugsanlega um gír vegna óróa á erlendum mörkuðum, að sögn aðalhagfræðings Arion banka. Hún gagnrýnir seðlabankastjóra fyrir rýr svör um framvirka leiðsögn og segir sumpart misvísandi skilaboð hans og varaseðlabankastjóra mögulega til marks um „togstreitu“ innan peningastefnunefndar.

Innherji
Fréttamynd

Verðum í „varnar­bar­áttu“ meðan við erum að ná niður verð­bólgunni

Engin „sársaukalaus leið“ er í boði til að vinna bug á verðbólgunni, sem útlit er fyrir að verði meiri á næstunni en áður var spáð, og á meðan því stendur þarf fólk að horfast í augu við þá staðreynd að framundan er „varnarbarátta,“ að sögn seðlabankastjóra. Þrátt fyrir að vöxturinn í hagkerfinu sé búinn að vera „heilbrigður“ að hans mati, sem endurspeglast í lítilli skuldsetningu einkageirans, þá sé núna nauðsynlegt að reyna að hemja hann með því að gera fjármagnskostnað fyrir heimili og fyrirtæki dýrari.

Innherji
Fréttamynd

Fleiri samningar í höfn hjá RSÍ og VM

Rafiðnaðarsamband Íslands og VM - félag vélstjóra og málmtæknimanna skrifuðu undir kjarasamning við Landsvirkjun nú síðdegis. Félögin skrifuðu einnig undir samning við Norðurorku í dag en í gær náðust samningar við HS Orku og HS Veitur og á mánudag sömdu þau við Orkuveitu Reykjavíkur. Rafiðnaðarsambandið skrifaði þá undir samning við Rarik í dag.

Innlent
Fréttamynd

Seðla­bankinn slátri á­vinningi kjara­samninga

Formaður Starfsgreinasambandsins og forseti Alþýðusambands Íslands og eru báðir ósáttir með enn eina vaxtahækkunina sem tilkynnt var um í dag. Þeir segja báðir að afleiðingar vaxtahækkana bitni helst á því fólki sem má síst við þeim.

Innlent
Fréttamynd

Tveir samningar undir­ritaðir en enn eru nokkrir eftir

Formaður Rafiðnaðarsambandsins segir það ánægjulegt að kjarasamningsviðræður virðast komnar á skrið. Fyrir helgi var talið að viðræður við Orkuveituna hefðu siglt í strand en samningur við þau var undirritaður í gær. Í dag voru samningar við HS Orku og HS Veitur undirritaðir en nokkrir samningar standa eftir. 

Innlent
Fréttamynd

„Það þarf eitt­hvað til að höggva á hnútinn“

Engin lausn virðist í sjónmáli í kjaraviðræðum Rafiðnaðarsambandsins og Félags vélstjóra og málmtæknimanna við Orkuveitu Reykjavíkur, að sögn formanns Rafiðnaðarsambandsins. Viðræður við önnur orkufyrirtæki gangi einnig hægt sem hægi á allri vinnu við langtímasamninga. Eitthvað þurfi til að höggva hnútinn og eru verkfallsaðgerðir ekki úr myndinni.

Innlent
Fréttamynd

Segir kjara­við­ræður við OR hafa siglt í strand

Samninganefnd VM og RSÍ segir að kjaraviðræður við Orkuveitu Reykjavíkur hafi siglt í strand. Lýst er yfir vonbrigðum með það sem samninganefndin lýsir sem óbilgjarnri og einstrengingslegri afstöðu OR í viðræðunum.

Innlent
Fréttamynd

Fær ekki tug­milljónir eftir bak­vakta­deilu

Fyrrverandi slökkviliðsstjóri slökkviliðs Snæfellsbæjar hafði ekki erindi sem erfiði er hann reyndi að sækja hátt í 40 milljónir króna sem hann taldi sig eiga inni hjá sveitarfélaginu vegna ógreiddra bakvakta.

Innlent