Taka Bændasamtökin þátt í baráttunni fyrir stöðugleika? Ólafur Stephensen skrifar 13. mars 2024 09:00 Við undirritun kjarasamninga í desember 2022 gerðu Félag atvinnurekenda og viðsemjendur þess innan Alþýðusambands Íslands sérstaka bókun um að aðilar myndu í sameiningu óska eftir því við stjórnvöld að farið yrði í vinnu við að lækka og afnema tolla í þágu neytenda. Lækkun tolla væri ein skilvirkasta leiðin til að bæta hag launþega og draga úr verðbólgu. Að mati samningsaðila hefði verið góð byrjun að afnema tolla, sem vernda enga hefðbundna landbúnaðarframleiðslu. Í framhaldinu efndu FA og stéttarfélögin til funda með matvælaráðherra og fjármálaráðherra. Þau fundahöld skiluðu engum árangri þótt undirtektir væru jákvæðar; engar tollalækkanir komu til framkvæmda. Stjórnvöld mega hins vegar eiga það að á sama tíma urðu þau ekki við kröfum Bændasamtaka Íslands, sem settar voru fram í viðræðum um endurskoðun búvörusamninga, um að tollar yrðu hækkaðir. Víðtæk samstaða í baráttu við verðbólgu Nú hafa náðst víðtækir samningar á vinnumarkaði um hóflegar hækkanir launa, sem hafa að markmiði að ná niður verðbólgunni og stuðla þannig jafnframt að því að Seðlabankinn geti lækkað vexti í landinu. Slíkur stöðugleiki er gríðarlegt hagsmunamál bæði heimila og fyrirtækja. Hátt vaxtastig þyngir greiðslubyrði heimila og hefur bitnað illa á rekstri og afkomu fjölda fyrirtækja, ekki sízt þeirra smærri. Ríkið og sveitarfélögin hafa komið að borðinu með fyrirheit um að halda gjaldskrárhækkunum í skefjum. Mörg fyrirtæki hafa lagt sitt af mörkum til að koma í veg fyrir verðhækkanir. Flest skuldsett fyrirtæki eiga mikið undir því að ná vöxtunum niður. Þetta á við um rekstur bænda rétt eins og annarra minni og meðalstórra atvinnurekenda. Það kemur því á óvart að heyra nýkjörinn formann Bændasamtaka Íslands leggja til stjórnvaldsaðgerðir sem myndu hækka verðlag á nauðsynjum og þar með draga úr svigrúmi Seðlabankans til vaxtalækkana. Hærri tolla – án umhugsunar Í viðtali við Bændablaðið er Trausti Hjálmarsson, formaður BÍ, beðinn að nefna eitt atriði sem hann vildi breyta í starfsumhverfi landbúnaðarins ef hann hefði fullkomið vald til þess. Hann segir „án umhugsunar“ að það væri tollaumhverfið. „Það verður að viðurkenna sem fyrst tollverndina sem hluta af starfsskilyrðum landbúnaðarins og endurskoða það sem okkur er boðið upp á þar,“ segir Trausti. Hækkun tolla – sem er væntanlega það sem Trausti á við með endurskoðun – þjónar þeim eina tilgangi að hækka verð á innfluttri vöru til þess að gera innlendum framleiðendum kleift að hækka verð á sinni vöru. „Endurskoðun“ tollverndarinnar myndi því leiða af sér hærra matarverð fyrir fjölskyldur í landinu. Slíkar aðgerðir kynda undir verðbólgu og draga úr líkum á því að Seðlabankinn lækki vexti – en vaxtalækkun er einmitt eitt stærsta hagsmunamál skuldsettra bænda. Formaður Bændasamtakanna hefði því mögulega átt að gefa sér örlítið lengri umhugsunartíma áður en hann svaraði spurningu Bændablaðsins. Bændasamtökin hljóta að vilja taka þátt í að ná niður verðlagi í landinu og þar með vaxtastiginu – eða er það ekki annars? Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Landbúnaður Verðlag Skattar og tollar Mest lesið Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Við undirritun kjarasamninga í desember 2022 gerðu Félag atvinnurekenda og viðsemjendur þess innan Alþýðusambands Íslands sérstaka bókun um að aðilar myndu í sameiningu óska eftir því við stjórnvöld að farið yrði í vinnu við að lækka og afnema tolla í þágu neytenda. Lækkun tolla væri ein skilvirkasta leiðin til að bæta hag launþega og draga úr verðbólgu. Að mati samningsaðila hefði verið góð byrjun að afnema tolla, sem vernda enga hefðbundna landbúnaðarframleiðslu. Í framhaldinu efndu FA og stéttarfélögin til funda með matvælaráðherra og fjármálaráðherra. Þau fundahöld skiluðu engum árangri þótt undirtektir væru jákvæðar; engar tollalækkanir komu til framkvæmda. Stjórnvöld mega hins vegar eiga það að á sama tíma urðu þau ekki við kröfum Bændasamtaka Íslands, sem settar voru fram í viðræðum um endurskoðun búvörusamninga, um að tollar yrðu hækkaðir. Víðtæk samstaða í baráttu við verðbólgu Nú hafa náðst víðtækir samningar á vinnumarkaði um hóflegar hækkanir launa, sem hafa að markmiði að ná niður verðbólgunni og stuðla þannig jafnframt að því að Seðlabankinn geti lækkað vexti í landinu. Slíkur stöðugleiki er gríðarlegt hagsmunamál bæði heimila og fyrirtækja. Hátt vaxtastig þyngir greiðslubyrði heimila og hefur bitnað illa á rekstri og afkomu fjölda fyrirtækja, ekki sízt þeirra smærri. Ríkið og sveitarfélögin hafa komið að borðinu með fyrirheit um að halda gjaldskrárhækkunum í skefjum. Mörg fyrirtæki hafa lagt sitt af mörkum til að koma í veg fyrir verðhækkanir. Flest skuldsett fyrirtæki eiga mikið undir því að ná vöxtunum niður. Þetta á við um rekstur bænda rétt eins og annarra minni og meðalstórra atvinnurekenda. Það kemur því á óvart að heyra nýkjörinn formann Bændasamtaka Íslands leggja til stjórnvaldsaðgerðir sem myndu hækka verðlag á nauðsynjum og þar með draga úr svigrúmi Seðlabankans til vaxtalækkana. Hærri tolla – án umhugsunar Í viðtali við Bændablaðið er Trausti Hjálmarsson, formaður BÍ, beðinn að nefna eitt atriði sem hann vildi breyta í starfsumhverfi landbúnaðarins ef hann hefði fullkomið vald til þess. Hann segir „án umhugsunar“ að það væri tollaumhverfið. „Það verður að viðurkenna sem fyrst tollverndina sem hluta af starfsskilyrðum landbúnaðarins og endurskoða það sem okkur er boðið upp á þar,“ segir Trausti. Hækkun tolla – sem er væntanlega það sem Trausti á við með endurskoðun – þjónar þeim eina tilgangi að hækka verð á innfluttri vöru til þess að gera innlendum framleiðendum kleift að hækka verð á sinni vöru. „Endurskoðun“ tollverndarinnar myndi því leiða af sér hærra matarverð fyrir fjölskyldur í landinu. Slíkar aðgerðir kynda undir verðbólgu og draga úr líkum á því að Seðlabankinn lækki vexti – en vaxtalækkun er einmitt eitt stærsta hagsmunamál skuldsettra bænda. Formaður Bændasamtakanna hefði því mögulega átt að gefa sér örlítið lengri umhugsunartíma áður en hann svaraði spurningu Bændablaðsins. Bændasamtökin hljóta að vilja taka þátt í að ná niður verðlagi í landinu og þar með vaxtastiginu – eða er það ekki annars? Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun