Engir langtímakjarasamningar án gjaldfrjálsra skólamáltíða Bjarki Sigurðsson skrifar 16. mars 2024 12:38 Vilhjálmur Birgisson er formaður Starfsgreinasambandsins. Vísir/Vilhelm Formaður Starfsgreinasambandsins segir það ekki koma til greina að sleppa gjaldfrjálsum skólamáltíðum í langtímakjarasamningum við sveitarfélögin. Hann sakar Sjálfstæðismenn um að notfæra sér verkalýðshreyfinguna í pólitískri skák. Í grein sem birt var í Morgunblaðinu á fimmtudag gagnrýndu 26 oddvitar Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórnum landsins formann Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir að fara gegn vilja þeirra í aðkomu sinni að kjarasamningum á almennum vinnumarkaði. Sjálfstæðismennirnir eru mjög svo á móti því að skólamáltíðir verði gerðar gjaldfrjálsar í þeim kjarasamningum sem verið er að semja um. Kemur ekki til greina að sleppa máltíðunum Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, er ekki sáttur með Sjálfstæðismennina og segir þá vera að notfæra sér verkalýðsbaráttuna í pólitískri skák. Verkalýðshreyfingin á eftir að semja við Samband íslenskra sveitarfélaga og segir Vilhjálmur að það komi ekki til greina að sleppa gjaldfrjálsum skólamáltíðum í langtímakjarasamningum. „Ég tel að 99 prósent sveitarfélaga munu efna þetta loforð að fullu. Ef það verða einhver einstök sveitarfélög sem ekki munu gera það, þá klárlega verður samningurinn hjá því sveitarfélagi bara laus í febrúar á næsta ári,“ segir Vilhjálmur. Umtalsverður ávinningur Hann segir gjaldfrjálsu skólamáltíðirnar skila sér heilmiklu til heimilanna. „Fríar skólamáltíðir skipta okkur gríðarlega miklu máli. Við erum mjög hrifin af þessari hugmyndafræði sem þarna er. Hún mun skila okkar fólki umtalsverðum ávinningi. Það liggur fyrir að hjón með tvö börn á grunnskólastigi séu að spara sér þarna 24 þúsund krónur á mánuði. Til að vera með 24 þúsund krónur í ráðstöfunartekjur þá þyrftum við að hækka laun hér um allt að 40 þúsund krónur á mánuði þannig þetta er umtalsverður ávinningur,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur skrifaði einnig pistil um málið á Facebook-síðu sína sem lesa má hér fyrir neðan. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Stéttarfélög Sjálfstæðisflokkurinn Vinnumarkaður Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Í grein sem birt var í Morgunblaðinu á fimmtudag gagnrýndu 26 oddvitar Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórnum landsins formann Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir að fara gegn vilja þeirra í aðkomu sinni að kjarasamningum á almennum vinnumarkaði. Sjálfstæðismennirnir eru mjög svo á móti því að skólamáltíðir verði gerðar gjaldfrjálsar í þeim kjarasamningum sem verið er að semja um. Kemur ekki til greina að sleppa máltíðunum Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, er ekki sáttur með Sjálfstæðismennina og segir þá vera að notfæra sér verkalýðsbaráttuna í pólitískri skák. Verkalýðshreyfingin á eftir að semja við Samband íslenskra sveitarfélaga og segir Vilhjálmur að það komi ekki til greina að sleppa gjaldfrjálsum skólamáltíðum í langtímakjarasamningum. „Ég tel að 99 prósent sveitarfélaga munu efna þetta loforð að fullu. Ef það verða einhver einstök sveitarfélög sem ekki munu gera það, þá klárlega verður samningurinn hjá því sveitarfélagi bara laus í febrúar á næsta ári,“ segir Vilhjálmur. Umtalsverður ávinningur Hann segir gjaldfrjálsu skólamáltíðirnar skila sér heilmiklu til heimilanna. „Fríar skólamáltíðir skipta okkur gríðarlega miklu máli. Við erum mjög hrifin af þessari hugmyndafræði sem þarna er. Hún mun skila okkar fólki umtalsverðum ávinningi. Það liggur fyrir að hjón með tvö börn á grunnskólastigi séu að spara sér þarna 24 þúsund krónur á mánuði. Til að vera með 24 þúsund krónur í ráðstöfunartekjur þá þyrftum við að hækka laun hér um allt að 40 þúsund krónur á mánuði þannig þetta er umtalsverður ávinningur,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur skrifaði einnig pistil um málið á Facebook-síðu sína sem lesa má hér fyrir neðan.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Stéttarfélög Sjálfstæðisflokkurinn Vinnumarkaður Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira