Filippseyjar

Fréttamynd

Ógurlegt tjón eftir Mangkhut

Minnst 64 eru látnir eftir að hitabeltisstormurinn Mangkhut fór yfir Filippseyjar og suðurhluta Kína. Talið er víst að tala látinna muni hækka enn. Illa gengur að koma björgunarfólki á þau svæði sem verst urðu úti.

Erlent
Fréttamynd

Duterte deilir við sjötuga nunnu

Forseti Filippseyja, Rodrigo Duterte, hefur tekið upp deilur við systur Patriciu Fox. Systir Fox stofnaði ásamt öðrum kirkjuna Our Lady of Sion árið 1990 í Manila og hefur síðan þá unnið góðgerðarstarf með fátækum og öðrum jaðarsettum hópum.

Erlent
Fréttamynd

Kirkjan fordæmir herferð Duterte

Kaþólska kirkjan á Filippseyjum fordæmdi í gær herferð forsetans Rodrigo Duterte gegn eiturlyfjafíklum, -sölum, -framleiðendum og -smyglurum. Herferðin hefur kostað að minnsta kosti 3.500 lífið og drepur lögregla grunaða án dóms og laga.

Erlent
Fréttamynd

Hlé á morðherferð gegn fíkniefnum

Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, hefur ákveðið að stöðva tímabundið herferð lögreglunnar gegn fíkniefnum. Áður en haldið verður áfram þurfi að uppræta spillingu innan lögreglunnar.

Erlent