Skóla- og menntamál

Fréttamynd

Hættir sem rektor í vor eftir 20 ára farsælt starf

Lárus H. Bjarnason hefur verið rektor Menntaskólans við Hamrahlíð síðan árið 1998 en hann hefur tekið þá ákvörðun að hætta nú í vor. Lárus segir margt standa upp úr á þessum langa ferli en helst séu það frábæru nemendurnir.

Innlent
Fréttamynd

Elsa María nýr formaður LÍS

Elsa María Guðlaugs Drífudóttir var kjörin formaður Landssamtaka íslenskra stúdenta á landsþingi LÍS, sem slitið var á sunnudag.

Innlent
Fréttamynd

Áhyggjuefni ef ekki má refsa fyrir brot

Formaður Félags framhaldsskólakennara segir áhyggjuefni ef skólastjórnendur eru úrræðalausir til að takast á við alvarleg brot eftir álit umboðsmanns Alþingis. Brottvísun pilts fyrir stafrænt kynferðisofbeldi og vopnaburð var ólögmæt. Ráðherra boðar skoðun á verklagi.

Innlent
Fréttamynd

Enginn verður skilinn eftir

Íslenskt menntakerfi stendur á tímamótum að sögn Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra sem lítur til Finnlands og Kanada. Börn af erlendum uppruna megi ekki vera jaðarsett og skortir aðstoð.

Innlent
Fréttamynd

Þekking er gjaldmiðill framtíðar

Uppbygging rannsókna og doktorsnáms við Háskóla Íslands undanfarna tvo áratugi hefur komið skólanum í fremstu röð alþjóð­ legra rannsóknaháskóla. Þjóðir heims fjárfesta í rannsóknarháskólum til að byggja upp samfélag sem drifið er áfram af menntun, rannsóknum og nýsköpun. Hér á landi hefur verið stigið skref í þá átt með uppbyggingu háskólastigsins en til að byggja upp blómlegt þekkingarsamfélag á Íslandi til framtíðar þarf samstillt átak háskóla, stjórnvalda og atvinnulífs.

Skoðun
Fréttamynd

Ein­földum reglu­verk - af­nemum 25 ára „regluna“

Ég vil afnema hina svokölluðu 25 ára "reglu“ við innritun nemenda í framhaldsskóla. Frá árinu 2012 hefur framhaldsskólum verið heimilt að forgangsraða umsóknum um skólavist eftir tiltekinni flokkun á umsækjendum. Einn liður í reglugerðinni sem liggur til grundvallar kveður á um að umsækjendum 25 ára og eldri, og njóta ekki forgangs af öðrum ástæðum, er raðað næstsíðast við flokkun umsókna.

Skoðun
Fréttamynd

Meta árangur af þriggja ára kerfinu með prófum

Verzlunarskóli Íslands ætlar í apríl að leggja próf fyrir nemendur sem eru að ljúka námi eftir þriggja ára nám og þá sem eru að ljúka námi eftir fjögurra ára nám. Prófað verður í íslensku og stærðfræði.

Innlent