Skóla- og menntamál

Fréttamynd

Færa börnin eftir að skemmdir í leik­skólanum komu í ljós

Reiknað álag frá ásteypulagi og torfi á þaki leikskólans Brákarborgar var meira en tilgreint var á teikningum. Sprungur voru byrjaðar að myndast í veggjum og dyrakarmar teknir að skekkjast áður en mistökin uppgötvuðust. Næstu mánuði verða framkvæmdir í húsnæðinu og starfsemi leikskólans flutt í húsnæði í Ármúla.

Innlent
Fréttamynd

Cut The Crap!

Þegar ég sá fréttina sem birtist fyrir stuttu síðan í fjölmiðlum landsins frá Viðskiptaráði að þeir telji að það sé skynsamleg ráðstöfun að hverfa aftur til samræmdra prófa í grunnskólum landsins, fór hrollur um mig.

Skoðun
Fréttamynd

Hvað finnst þér?

Ég hef ekki greind til að átta mig á hvað vakir fyrir formanni Viðskiptaráðs með málflutningi sínum um íslenska grunnskólann og kennara landsins.

Skoðun
Fréttamynd

Hlut­fall ný­nema sem út­skrifast aldrei verið hærra

Brautskráningarhlutfall nýnema í framhaldsskólum hefur ekki mælst hærra hér á landi og hefur vaxið stöðugt síðan árið 1995, eins langt og tölur Hagstofunnar ná. Það er, hlutfall þeirra nýnema sem hefur útskrifast fjórum árum eftir upphaf skólagöngu.

Innlent
Fréttamynd

Á­skorun fyrir konu úti á landi að tjá sig um mennta­mál

Kennari og verkefnastjóri læsisverkefnisins Kveikjum neistann segir þöggun ríkja innan menntakerfisins og áskorun sé að tjá sig um menntamál sem kona á landsbyggðinni. Hún segir ákveðna einstaklinga virðast hafa skotleyfi en tölurnar sýni fram á mælanlegan árangur verkefnisins. 

Innlent
Fréttamynd

Tví­eggja tækni: Hvernig má nýta staf­ræna tækni í kennslu?

Ef skólakerfið hefur ekki skýra stefnu um hvernig stafræn tækni er nýtt í kennslu, getur það takmarkað tækifæri nemenda til að þróa nauðsynlega hæfni. Stafræn hæfni felur í sér meira en bara að geta notað tölvur; hún inniheldur einnig hæfni til að leita upplýsinga, greina gögn, búa til stafrænt efni og skilja stafrænt öryggi.

Skoðun
Fréttamynd

Mál­flutningur Við­skipta­ráðs ó­á­sættan­legur

Menntamálaráðherra segir málflutning Viðskiptaráðs, um starfsfólk menntakerfisins óásættanlegan og hjákátlegan. Ráðið segir Kennarasamband Íslands hafa leitt málaflokkinn í öngstræti og hvetur stjórnvöld til að taka fyrir frekari afskipti sambandsins.

Innlent
Fréttamynd

Róum í sömu átt!

Skólamál njóta stöðugt meiri athygli í íslensku samfélagi. Það finnst mér vel enda er það fullkomlega hlutdræg skoðun mín að ekki sé að finna mikilvægari málaflokk til að varpa ljósi á með opinni samfélagsumræðu.

Skoðun
Fréttamynd

Sau­tján milljóna króna greiðslan vekur hneykslan

Konur í fræðasamfélaginu hafa hneykslast á skýrslu um stöðu drengja í menntakerfinu, sem greinandi hjá CCP vann að beiðni tveggja ráðherra. Bæði vekur há upphæð, sem greidd var fyrir skýsluna, athygli en einnig inntak skýrslunnar og framsetning.

Innlent
Fréttamynd

Geta ekki sagt hvort Óskari hafi verið boðið starfið eða ekki

Hafnafjarðarbær segist ekki geta tjáð sig um mál einstaka starfsmanna, og því ekki geta staðfest eða hafnað því að Óskari Steini Ómarssyni hafi verið boðið starf deildarstjóra í grunnskóla í bænum. Sjálfur segir Óskar að svo hafi verið, en ráðningin dregið til baka. Hann telur að pólitísk afskipti hafi spilað inn í.

Innlent
Fréttamynd

„Rasísk“ um­mæli foreldrafulltrúa vekja reiði í­búa

Til stendur að starfrækja móttökuúrræði fyrir börn í leit að alþjóðlegri vernd í Breiðagerðisskóla í Reykjavík frá og með næsta hausti. Fulltrúi foreldra í skólaráði telur úrræðið slæmt fyrir börn í skólanum, sem eigi ekki „blandast“ með börnum í neyð. Aðrir íbúar hneykslast á þessum ummælum foreldrafulltrúans.

Innlent
Fréttamynd

Um vanda stúlkna í skólum

Ef marka má umræður er einn meginvandi íslenskra skóla sá að stúlkur ná meiri námsárangri en drengir. Að minnsta kosti er þetta eitt meginstef tiltekinna afla sem fara nú mikinn í fjölmiðlum (hafa raunar ekki verið í svona samstilltu átaksverkefni síðan þorri þeirra reið á vaðið til að reyna að hindra að ókeypis skólamáltíðir yrðu að veruleika).

Skoðun
Fréttamynd

Gríðar­legur árangur af nýrri nálgun í grunn­skóla Vest­manna­eyja

Rannsóknar- og þróunarverkefnið Kveikjum neistann hefur verið í gangi í grunnskóla Vestmannaeyja frá frá árinu 2021, og árangurinn hefur verið mjög góður. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri segir að uppbyggingu skóladagsins hafi verið mikið breytt. Meðal annars sé hreyfing fyrrihluta hvers dags, og eftir hádegi séu ástríðutímar þar sem nemendur velja sér viðfangsefni. Enginn mælanlegur munur er nú milli drengja og stúlkna.

Innlent
Fréttamynd

Snjallsímar og geð­veiki meðal barna og ung­linga

Fyrr á þessu ári kom út bók eftir bandaríska sálfræðinginn Jonathan Haidt sem heitir The anxious generation: How the great rewiring of childhood is causing an epidemic of mental illness. Á íslensku gæti hún kallast Kvíðna kynslóðin: Hvernig róttæk umbreyting bernskunnar veldur faraldri geðrænna sjúkdóma. Útgefendur eru Penguin Press í Bandaríkjunum og Allen Lane á Bretlandi. Bókin er 374 blaðsíður að lengd. Ítarefni og viðbætur má finna á vefsíðunni anxiousgeneration.com.

Skoðun
Fréttamynd

Staða drengja kol­svört og versnar enn

Tryggvi Hjaltason, greinandi hjá CCP var fenginn til að vinna skýrslu um stöðu drengja í skólakerfinu fyrir barna- og menntamálaráðuneytið. Niðurstöður skýrslunnar eru sláandi.

Innlent
Fréttamynd

NATO styrkir verk­efni Bifrastar um tugi milljóna: Ætla að tryggja net­tengingu í til­felli á­rásar

Atlantshafsbandalagið styrkir umfangsmikið verkefni Háskólans á Bifröst um tugi milljóna króna en verkefnið snýr að því að koma upp gervihnattakerfi sem gæti viðhaldið internettengingu við umheiminn í tilfelli þess að sæstrengir til landsins rofni vegna árásar eða náttúruhamfara. Verkefnið er unnið í samstarfi við virta háskóla og stofnanir á borð við Cornell-háskóla í Bandaríkjunum, ETH í Sviss og sænska varnarmálaháskólann.

Innlent
Fréttamynd

Fjöl­skyldan í önd­vegi í Ölfusi

Börnin eru grunnur samfélagsins og á okkur öllum hvílir sú skylda að vernda þau og styðja. Á tímum mikillar íbúafjölgunar skiptir það sköpum að setja þarfir barna í forgrunn. Það fylgja því vissulega margar áskoranir þegar íbúum fjölgar um 6% til 9% á ári eins og nú er og mikilvægt að allir innviðir byggist upp í takt við íbúaþróun. Við í Ölfusi leggjum áherslu á að umgjörð utan um barnafjölskyldur sé til fyrirmyndar og farsæl. Við erum að stíga farsældarskrefin og leggjum áherslu á að fjölskyldufólki líði vel.

Skoðun
Fréttamynd

Slæleg vinnu­brögð á­lagi og tíma­pressu að kenna

Páll E. Winkel fangelsismálastjóri harmar úrskurð dómsmálaráðuneytisins þar sem komist er að þeirri niðurstöðu að verulegir ágallar séu á inntökuferli í fangavarðanám. Stjórnendur fangelsanna, yfirmenn umsækjenda, hafi metið andlegt og líkamlegt heilbrigði umsækjenda sem fengu ekki boð í viðtal.

Innlent
Fréttamynd

Það er verið að grafa dýpri fátæktargjá

Á embættistíma núverandi barnamálaráðherra hefur barnafátækt á Íslandi aukist verulega. Á sama tíma hefur hlutfall barna sem útskrifast úr 10. bekk með lélegan lesskilning eða ólæsi hækkað úr 22% í um 50% frá árinu 2016. Þessi börn standa frammi fyrir ógnvekjandi veruleika þar sem tækifæri þeirra til að blómstra eru skert af kerfisbundinni mismunun.

Skoðun
Fréttamynd

Vesturnorræna sam­starfið aldrei verið mikil­vægara

Eyjólfur Guðmundsson fráfarandi rektor háskólans á Akureyri hefur tekið við stöðu stjórnarformanns Grænlandsháskóla, Ilisimatusarfik á máli þeirra. Eyjólfur segist hafa tekið við stöðunni með það í huga að stuðla að auknu samstarfi norrænu eyjaþjóðina í ljósi viðsjárverðar stöðu í heimsmálunum.

Innlent
Fréttamynd

Met­að­sókn er­lendra ríkis­borgara í fram­halds- og há­skólanám

Nemendur á skólastigum fyrir ofan grunnskóla á Íslandi voru 43.446 haustið 2023 og hafði fækkað um 618 frá fyrra ári, eða um 1,4 prósent. Ekki hafa verið færri 16 ára nemendur síðan 2018. Mikil fjölgun er meðal erlendra ríkisborgara og hafa þeir aldrei verið fleiri í námi eftir grunnskóla. Flestir þeirra eru Pólverjar. Þetta kemur fram í nýrri frétt á vef Hagstofunnar.

Innlent
Fréttamynd

Klámáhorf barna enn að dragast saman

Þrír af hverjum fjórum strákum í framhaldsskóla hafa horft á klám. Hlutfall stelpna er nokkru lægra eða 41 prósent. Lægra hlutfall bæði stráka og stelpa á unglingastigi og á framhaldsskólaaldri segjast hafa horft á klám nú en 2021.

Innlent
Fréttamynd

Nýtt heilbrigðisvísindahús há­skólans rís

Ritað var undir samning um uppsteypu og frágang á nýju húsi heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands, sem rísa mun á Landspítalalóðinni. Áætlað er að nýtt hús og endurbættur Læknagarður muni hýsa stóran hluta af starfsemi sviðsins og að framkvæmdir taki alls um fimm ár.

Innlent