„Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Lovísa Arnardóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 6. nóvember 2024 17:13 Kennarar fylltu stóra sal Háskólabíós á baráttufundi í dag. Vísir/Anton Brink Mikill hugur er í kennurum á fjölmennum baráttufundi í Háskólabíó. Stóri salurinn er þéttsetinn. Lillý Valgerður Pétursdóttir fréttamaður ræddi við kennara og formann Kennarasambandsins fyrir fundinn. Einar Bjarnason er kennari í Áslandsskóla og er því í verkfalli. „Það vill enginn vera í verkfalli en það er mikill hugur í kennurum,“ segir Einar. Hann segir áríðandi að staðið sé við samkomulag við kennara frá 2016. Kennarar séu til í að ganga alla leið til að fá þá samninga uppfyllta. „Sveitarfélögin geta ekki skýlt sér á bak við samninganefndina sína sem virðist vera algjörlega umboðslaus og ég skora á mitt sveitarfélag, Rósa og Valdimar og co, sýnið að þið standið með okkur og sýnið að þið standið með því sem var samið um.“ Einar á von á því að verkföllin gætu staðið lengi. Miklar umræður á kaffistofum Rannveig Anna Ólafsdóttir leikskólastjóri á leikskólanum Gullborg í Vesturbæ Reykjavíkur tekur í sama streng. „Það eru miklar umræður á kaffistofunni og það styðja allir verkfall. Það styðja allir sitt fólk 100 prósent,“ segir hún og að það sé ánægjulegt að sjá kennara standa saman. „Þessi sameining er lykilatriði fyrir okkur.“ Hún segir kennara verða að berjast fyrir sínum réttindum. Hún vonist þó til þess að það verði samið sem fyrst. Frekari aðgerðir ef ekki næst að semja Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Ísland segir verkefni kjaraviðræðnanna að það verði uppfyllt ákvæði úr kjarasamningsviðræðum frá 2016 þegar lífeyrisréttindi kennara voru jöfnuð þeim sem eru á almennum markaði. Krafa kennara er að fjárfest sé í kennurum og að laun þeirra séu sambærileg öðrum sambærilegum sérfræðingum.Vísir/Anton Brink Hann segir að ekki hafi verið boðað til nýs fundar en Kennarasambandið sé í sambandi við ríkissáttasemjara um næstu skref. Það sé ekki lausn í sjónmáli og enn nokkuð langt á milli. „Það er þannig að aðgerðir stéttarfélaga eru til þess að þrýsta á um viðræður,“ segir Magnús Þór um gagnrýni sem fram hefur komið á verkfallsaðgerðir kennara sem fara fram í ákveðnum skólum. Hann segir alls skólakerfið undir og kennara standa saman. Hann segir að í stað þess að fara í verkfall á einu skólastigi hafi verið ákveðið að snerta á öllum skólum. Aðgerðirnar séu mögulega ekki eins afgerandi. „Aðgerðir eru þannig að þær koma niður á einhverjum,“ segir Magnús. Hann segist vonast til þess að hægt verði að komast að samningum sem fyrst svo hægt sé að hefja kennslu á ný. Hann segir að ef deilurnar haldi áfram langt fram í þennan mánuð verði hugað að frekari aðgerðum. Hægt er að horfa á lengra viðtal við Magnús hér að ofan. Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga segir í yfirlýsingu umboð samninganefndar þeirra til kjaraviðræðna við Kennarasamband Íslands skýrt. Þá lýsir stjórnin yfir fullu trausti til samninganefndarinnar. Þetta segir í tilkynningu frá Sambandinu og er vísað í umræðu í fjölmiðlum. 6. nóvember 2024 16:54 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira
Einar Bjarnason er kennari í Áslandsskóla og er því í verkfalli. „Það vill enginn vera í verkfalli en það er mikill hugur í kennurum,“ segir Einar. Hann segir áríðandi að staðið sé við samkomulag við kennara frá 2016. Kennarar séu til í að ganga alla leið til að fá þá samninga uppfyllta. „Sveitarfélögin geta ekki skýlt sér á bak við samninganefndina sína sem virðist vera algjörlega umboðslaus og ég skora á mitt sveitarfélag, Rósa og Valdimar og co, sýnið að þið standið með okkur og sýnið að þið standið með því sem var samið um.“ Einar á von á því að verkföllin gætu staðið lengi. Miklar umræður á kaffistofum Rannveig Anna Ólafsdóttir leikskólastjóri á leikskólanum Gullborg í Vesturbæ Reykjavíkur tekur í sama streng. „Það eru miklar umræður á kaffistofunni og það styðja allir verkfall. Það styðja allir sitt fólk 100 prósent,“ segir hún og að það sé ánægjulegt að sjá kennara standa saman. „Þessi sameining er lykilatriði fyrir okkur.“ Hún segir kennara verða að berjast fyrir sínum réttindum. Hún vonist þó til þess að það verði samið sem fyrst. Frekari aðgerðir ef ekki næst að semja Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Ísland segir verkefni kjaraviðræðnanna að það verði uppfyllt ákvæði úr kjarasamningsviðræðum frá 2016 þegar lífeyrisréttindi kennara voru jöfnuð þeim sem eru á almennum markaði. Krafa kennara er að fjárfest sé í kennurum og að laun þeirra séu sambærileg öðrum sambærilegum sérfræðingum.Vísir/Anton Brink Hann segir að ekki hafi verið boðað til nýs fundar en Kennarasambandið sé í sambandi við ríkissáttasemjara um næstu skref. Það sé ekki lausn í sjónmáli og enn nokkuð langt á milli. „Það er þannig að aðgerðir stéttarfélaga eru til þess að þrýsta á um viðræður,“ segir Magnús Þór um gagnrýni sem fram hefur komið á verkfallsaðgerðir kennara sem fara fram í ákveðnum skólum. Hann segir alls skólakerfið undir og kennara standa saman. Hann segir að í stað þess að fara í verkfall á einu skólastigi hafi verið ákveðið að snerta á öllum skólum. Aðgerðirnar séu mögulega ekki eins afgerandi. „Aðgerðir eru þannig að þær koma niður á einhverjum,“ segir Magnús. Hann segist vonast til þess að hægt verði að komast að samningum sem fyrst svo hægt sé að hefja kennslu á ný. Hann segir að ef deilurnar haldi áfram langt fram í þennan mánuð verði hugað að frekari aðgerðum. Hægt er að horfa á lengra viðtal við Magnús hér að ofan.
Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga segir í yfirlýsingu umboð samninganefndar þeirra til kjaraviðræðna við Kennarasamband Íslands skýrt. Þá lýsir stjórnin yfir fullu trausti til samninganefndarinnar. Þetta segir í tilkynningu frá Sambandinu og er vísað í umræðu í fjölmiðlum. 6. nóvember 2024 16:54 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira
Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga segir í yfirlýsingu umboð samninganefndar þeirra til kjaraviðræðna við Kennarasamband Íslands skýrt. Þá lýsir stjórnin yfir fullu trausti til samninganefndarinnar. Þetta segir í tilkynningu frá Sambandinu og er vísað í umræðu í fjölmiðlum. 6. nóvember 2024 16:54