Skóla- og menntamál

Fréttamynd

Enginn biðlisti í leikskólann á Skagaströnd

Íbúum á Skagaströnd er að fjölga en það gerist hægt. Kona, sem flutti á staðinn fyrir þremur árum segir að staðurinn sé friðsæll og náttúran allt í kringum þorpið sé yndisleg. Börn eru tekin níu mánaða inn í leikskólann og þar er engin biðlisti.

Innlent
Fréttamynd

„Nei mér finnst það ekki boðlegt“

Foreldrar barna í Reykjavík sem ekki hafa fengið leikskólapláss söfnuðust saman í ráðhúsinu í morgun til þess að mótmæla stöðunni. Oddviti Framsóknar í Reykjavík segir stöðuna ekki boðlega.

Innlent
Fréttamynd

Lestur barna er á ábyrgð foreldra

Mikið hefur verið í umræðunni undanfarinn tíma að lestur barna (sérstaklega drengja) sé ekki nógu góður og skólakerfið sett inn í þá umræðu. Kennarar þurfi að leggja auknar áherslur á lestur barna svo börnin geti lesið sér til gagns við lok grunnskólagöngu. Lítið hefur farið fyrir umræðu foreldra í þessar umfjöllun. Lestur er á ábyrgð foreldra.

Skoðun
Fréttamynd

Hefði ekki farið í sumarfrí og látið leikskólavandann liggja

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vandar meirihlutanum ekki kveðjurnar þegar kemur að leikskólamálum í Reykjavík. Hann segir fulltrúa meirihlutans hafa farið í sumarfrí þegar ljóst væri að ekki yrði unnt að standa við gefin loforð í málaflokknum án stórtækra aðgerða.

Innlent
Fréttamynd

Fimm flottar fartölvur fyrir skólann

Nú fer að styttast í það að skólinn hefjist aftur og því mikilvægt að vera með réttu græjurnar þegar skólaátökin hefjast og verkefnavinnan komin á fullt. Þetta er gríðarlega spennandi en að sama skapi krefjandi tími og því er nauðsynlegt að vera með réttu fartölvuna þér við hlið til þess að aðstoða þig í gegnum námið.

Samstarf
Fréttamynd

Boðar bráðaaðgerðir í iðnnámi

Menntamálaráðherra heitir því að stjórnvöld muni gera það sem hægt er til að tryggja að sem flestir fái aðgang að verknámi sem það vilja. Komið hefur fram að mun færri komast að en vilja í slíkt nám, en ráðherra segir hugsanlegt að ekki verði hægt að bregðast við öllum sem vilja komast að. 

Innlent
Fréttamynd

Þrefalt fleiri nemendur á örfáum árum

Sprenging hefur orðið í umsóknum um verknám við Fjölbrautaskólann í Breiðholti, einkum í húsasmíðum og rafvirkjun. Skólameistarinn segir þróunina hafa verið hraðari en fólk átti von á - þannig að færri komast að en vilja. Þetta er líka staðan um allt land, þar sem 20% umsækjenda um verknám fá höfnun.

Innlent
Fréttamynd

Margfalt fleirum hafnað um nám í starfsnámi

Gögn frá Menntamálastofnun sýna að margfalt fleirum er hlutfallslega hafnað um skólavist í starfsnámi í framhaldsskóla en í bóknámi á Íslandi. Um þriðjungur umsækjenda í Tækniskólanum var hafnað í haust. Verzlunarskólinn er vinsælasti bóknámsskólinn, en hann er alveg sprunginn á plássi. 

Innlent
Fréttamynd

Eldur logaði við Lækjarskóla

Eldur logaði í rusli á bak við Lækjarskóla í Hafnarfirði í gærkvöldi. Fram kemur í dagbók lögreglu að tilkynnt hafi verið um eld í gámi í hverfinu klukkan 21:57. 

Innlent
Fréttamynd

Allir eiga rétt á jöfnum tækifærum til náms – verkfærin eru til staðar

Undanfarið hafa átt stað miklar umræður um skólamál innan ákveðinna hópa skólafólks á samfélagsmiðlum og íslenskt skólakerfi hefur ekki farið varhluta af gagnrýni vegna niðurstaðna á PISA sem er umfangsmikil alþjóðleg könnun á hæfni og getu 15 ára nemenda á lesskilningi, læsi á náttúruvísindi og læsi á stærðfræði. Samkvæmt mælanlegum niðurstöðum þá stendur skólakerfið frammi fyrir alvarlegum vanda þar sem ólæsi hefur aukist ásamt brottfalli nemenda úr framhaldsskólum.

Skoðun
Fréttamynd

Bæjarstjóri segir ákvörðun kærunefndar ekki endanlega

Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segir ákvörðun kærunefndar útboðsmála um að stöðva samningagerð milli Garðabæjar og Fortis ehf um byggingu nýs leikskóla í Urriðaholti ekki endanlega. Ákvörðunin var tekin fyrir á fundi bæjarráðs 26. júlí síðastliðinn og málinu vísað til bæjarstjóra.

Innlent
Fréttamynd

Færa sig frá Reykjum að Laugum í Sælings­dal

Fráfarandi rekstaraðilar skólabúðanna að Reykjum í Hrútafirði hafa samið við Dalabyggð um að taka ferðaþjónustuþorpið Laugar í Sælingsdal á kaupleigu. Þar ætla þeir að reka ferðaþjónustu frekar en skólabúðir.

Innlent
Fréttamynd

„Þessi dæmi koma við mig og sýna svart á hvítu að það þarf klárlega að gera betur í þessum málum“

Lilja D. Alfreðsdóttir, menningarmálaráðherra, segir að fréttir um þjónustuleysi við heyrnarlaus börn komi við sig og segir jafnframt að gera þurfi betur þegar kemur að þjónustu við heyrnarlausa. Hún segir að stjórnvöld muni í samstarfi við sveitarfélögin einhenda sér í að framkvæma aðgerðaráætlun með það að markmiði að gera betur í málaflokknum.

Innlent
Fréttamynd

Kærir leikskóla heyrnarlauss sonar síns: Stundum hafi hann engan til að eiga samskipti við

Móðir heyrnarlauss drengs treystir sér oft ekki til að senda son sinn á leikskólann þótt skólinn sérhæfi sig í að mæta þörfum heyrnarlausra barna. Stundum hafi drengurinn engan til að eiga samskipti við þar sem oft vanti táknmálstalandi starfsmann á vakt. Hún hefur kært skólann til menntamálaráðuneytisins og óttast að þurfa að flytja út fyrir landsteinana í leit að þjónustu fyrir börnin.

Innlent
Fréttamynd

Grunnskólanemum með erlendan bakgrunn fjölgar

Alls voru tæplega 47 þúsund nemendur í grunnskólum landsins haustið 2021 og hafa þeir aldrei verið svo margir áður. Grunnskólanemum fjölgaði um 171 á milli ára en samkvæmt Hagstofu er skýringin aðallega sú að nemendum fjölgar sem flytja hingað til lands erlendis frá.

Innlent
Fréttamynd

Starf­semi Hjalla­stefnunnar flyst tíma­bundið í Skógar­hlíð

Skólastarf leikskólans Öskju og Barnaskólans í Reykjavík flyst tímabundið í Skógarhlíð og mun skólastarf þar hefjast að loknum sumarleyfum. Foreldrar barna í Öskju fá undanþágu á uppsagnarfresti á samningi við aðra leikskóla borgarinnar kjósi þeir að börnin haldi áfram dvöl þar.

Innlent