„Þetta er algjör skrípaleikur“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. ágúst 2022 20:20 Margt var um börn í Ráðhúsinu í dag. vísir Foreldrar barna í Reykjavík sem hafa ekki fengið leikskólapláss söfnuðust saman í ráðhúsinu í morgun til þess að mótmæla stöðunni. Þeirra á meðal var Lea, en dóttir hennar Lovísa er tæplega þriggja ára og hefur ekki fengið leikskólapláss. „Hún hefur komist inn á leikskóla þrisvar samkvæmt kerfinu en þetta er alltaf með fyrirvara. Þetta er eins og að kaupa íbúð með fyrirvara um fjármögnun, með fyrirvara um mönnun, fyrirvara um að framkvæmdum ljúki en þessir fyrirvarar ganga ekkert eftir og hún hefur ekki komist inn á leikskóla eins og staðan er núna þó hún sé með pláss í kerfinu,“ sagði Lea Dominique. „Algjör skrípaleikur“ Ingi Bekk hefur þurft að hafna vinnu til þess að sinna barni sínu sem ekki fær pláss hjá borginni. „Staðan er bara svona, hún er hræðileg. Það er ekkert annað hægt að segja. Þetta er algjör skrípaleikur.“ „Við fáum engin svör og hvergi pláss og sjáum fram á tekjulausan vetur og jafnvel ár, við vitum ekkert hvað verður,“ sagði Bergrún Helgadóttir. Ingi Bekk og Aðalbörg Sigurðardóttir eru komin með nóg af stöðunni.vísir „Ég skil hreinlega ekki hvað Reykjavíkurborg er að hugsa því þetta tekur bara annað okkar úr umferð með þeim afleiðingum sem það getur haft. Við erum með tvö önnur börn sem við þurfum að sjá fyrir þannig við þurfum bæði að vera í vinnu,“ sögðu Ingi Bekk og Aðalbjörg Sigurðardóttir. „Við viljum svör, ekki afsakanir nú er kominn tími á það,“ sagði Gunnhildur Ólafsdóttir. „Ég er búin að borga barnapíur og núna veit ég ekkert hvernig ég tækla næstu viku,“ sagði Lea. „Við erum bara í óvissunni og sjáum ekki fyrir okkur að komast í vinnu á áætluðum tíma,“ sagði Gunnhildur. Hver eru skilaboð til borgaryfirvalda? „Hysja upp um sig buxurnar og leysa þessi mál. Við og fleiri getum ekki staðið í þessu eins og þetta er núna,“ sagði Ingi. Leikskólar Reykjavík Borgarstjórn Vinnumarkaður Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Hefði ekki farið í sumarfrí og látið leikskólavandann liggja Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vandar meirihlutanum ekki kveðjurnar þegar kemur að leikskólamálum í Reykjavík. Hann segir fulltrúa meirihlutans hafa farið í sumarfrí þegar ljóst væri að ekki yrði unnt að standa við gefin loforð í málaflokknum án stórtækra aðgerða. 11. ágúst 2022 14:59 Nóg komið af eftiráskýringum borgarinnar og vill tafarlausar aðgerðir Móðir sautján mánaða gamals barns sem fær ekki leikskólapláss í Reykjavík í haust segir nóg komið af eftiráskýringum borgaryfirvalda um orsakir leikskólavandans og vill að borgin kynni lausnir og grípi til aðgerða. 10. ágúst 2022 13:01 Leikskólinn byrjaður og sautján mánaða gömul börn sitja heima Ekki er útlit fyrir að öll tólf mánaða gömul börn í Reykjavík fái leikskólapláss í haust, eins og stefnt var að. Móðir sautján mánaða barns sem fær ekki leikskólapláss í haust líkir leikskólamálum borgarinnar við frumskóg. 9. ágúst 2022 13:01 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Fleiri fréttir „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Sjá meira
Þeirra á meðal var Lea, en dóttir hennar Lovísa er tæplega þriggja ára og hefur ekki fengið leikskólapláss. „Hún hefur komist inn á leikskóla þrisvar samkvæmt kerfinu en þetta er alltaf með fyrirvara. Þetta er eins og að kaupa íbúð með fyrirvara um fjármögnun, með fyrirvara um mönnun, fyrirvara um að framkvæmdum ljúki en þessir fyrirvarar ganga ekkert eftir og hún hefur ekki komist inn á leikskóla eins og staðan er núna þó hún sé með pláss í kerfinu,“ sagði Lea Dominique. „Algjör skrípaleikur“ Ingi Bekk hefur þurft að hafna vinnu til þess að sinna barni sínu sem ekki fær pláss hjá borginni. „Staðan er bara svona, hún er hræðileg. Það er ekkert annað hægt að segja. Þetta er algjör skrípaleikur.“ „Við fáum engin svör og hvergi pláss og sjáum fram á tekjulausan vetur og jafnvel ár, við vitum ekkert hvað verður,“ sagði Bergrún Helgadóttir. Ingi Bekk og Aðalbörg Sigurðardóttir eru komin með nóg af stöðunni.vísir „Ég skil hreinlega ekki hvað Reykjavíkurborg er að hugsa því þetta tekur bara annað okkar úr umferð með þeim afleiðingum sem það getur haft. Við erum með tvö önnur börn sem við þurfum að sjá fyrir þannig við þurfum bæði að vera í vinnu,“ sögðu Ingi Bekk og Aðalbjörg Sigurðardóttir. „Við viljum svör, ekki afsakanir nú er kominn tími á það,“ sagði Gunnhildur Ólafsdóttir. „Ég er búin að borga barnapíur og núna veit ég ekkert hvernig ég tækla næstu viku,“ sagði Lea. „Við erum bara í óvissunni og sjáum ekki fyrir okkur að komast í vinnu á áætluðum tíma,“ sagði Gunnhildur. Hver eru skilaboð til borgaryfirvalda? „Hysja upp um sig buxurnar og leysa þessi mál. Við og fleiri getum ekki staðið í þessu eins og þetta er núna,“ sagði Ingi.
Leikskólar Reykjavík Borgarstjórn Vinnumarkaður Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Hefði ekki farið í sumarfrí og látið leikskólavandann liggja Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vandar meirihlutanum ekki kveðjurnar þegar kemur að leikskólamálum í Reykjavík. Hann segir fulltrúa meirihlutans hafa farið í sumarfrí þegar ljóst væri að ekki yrði unnt að standa við gefin loforð í málaflokknum án stórtækra aðgerða. 11. ágúst 2022 14:59 Nóg komið af eftiráskýringum borgarinnar og vill tafarlausar aðgerðir Móðir sautján mánaða gamals barns sem fær ekki leikskólapláss í Reykjavík í haust segir nóg komið af eftiráskýringum borgaryfirvalda um orsakir leikskólavandans og vill að borgin kynni lausnir og grípi til aðgerða. 10. ágúst 2022 13:01 Leikskólinn byrjaður og sautján mánaða gömul börn sitja heima Ekki er útlit fyrir að öll tólf mánaða gömul börn í Reykjavík fái leikskólapláss í haust, eins og stefnt var að. Móðir sautján mánaða barns sem fær ekki leikskólapláss í haust líkir leikskólamálum borgarinnar við frumskóg. 9. ágúst 2022 13:01 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Fleiri fréttir „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Sjá meira
Hefði ekki farið í sumarfrí og látið leikskólavandann liggja Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vandar meirihlutanum ekki kveðjurnar þegar kemur að leikskólamálum í Reykjavík. Hann segir fulltrúa meirihlutans hafa farið í sumarfrí þegar ljóst væri að ekki yrði unnt að standa við gefin loforð í málaflokknum án stórtækra aðgerða. 11. ágúst 2022 14:59
Nóg komið af eftiráskýringum borgarinnar og vill tafarlausar aðgerðir Móðir sautján mánaða gamals barns sem fær ekki leikskólapláss í Reykjavík í haust segir nóg komið af eftiráskýringum borgaryfirvalda um orsakir leikskólavandans og vill að borgin kynni lausnir og grípi til aðgerða. 10. ágúst 2022 13:01
Leikskólinn byrjaður og sautján mánaða gömul börn sitja heima Ekki er útlit fyrir að öll tólf mánaða gömul börn í Reykjavík fái leikskólapláss í haust, eins og stefnt var að. Móðir sautján mánaða barns sem fær ekki leikskólapláss í haust líkir leikskólamálum borgarinnar við frumskóg. 9. ágúst 2022 13:01