Samfylkingin

Fréttamynd

Vinstri grænir á flugi

Samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins myndu Vinstri grænir rúmlega tvöfalda fylgi sitt ef boðað væri nú til kosninga. Helmingur þingmanna Frjálslynda flokksins myndi hins vegar falla af þingi. Fylgi Samfylkingar eykst frá síðustu könnun, en fylgi stjórnarflokkanna dalar.

Innlent
Fréttamynd

Forsætisráðherra kosinn beint

Björgvin G. Sigurðsson og Jóhanna Sigurðardóttir, þingmenn Samfylkingarinnar, vinna að hugmyndum um beina kosningu framkvæmdavaldsins. Þetta kom fram í umræðum á Alþingi í gær um þingsályktunartillögu Samfylkingarinnar um breytingar á stjórnarskránni.

Innlent
Fréttamynd

Staða Samfylkingar óásættanleg

Staða Samfylkingarinnar innan Reykjavíkurlistans er óásættanleg miðað við fylgi flokksins í borginni. Þetta kom fram í máli Andrésar Jónssonar, formanns Ungra jafnaðarmanna, á fundi Samfylkingarfélags Reykjavíkur í gærkvöld þar sem rætt var um Reykjavíkurlistann, árangur hans og framtíð.

Innlent
Fréttamynd

Áttu von á deilum um varnarmál

Framtíðarhópur Samfylkingarinnar bjóst við því að tekist yrði um tillögur vinnuhóps um varnarmál þegar áfangaskýrsla var kynnt á flokksstjórnarfundi um síðustu helgi.

Innlent
Fréttamynd

Segist ekki mega spyrja um Skjá 1

Geir H. Haarde, fjármálaráðherra neitaði í gær á Alþingi að svara spurningu Össurar Skarphéðinssonar, formanns Samfylkingarinnar um kostnað Símans á helmingshlut í Skjá 1. Sagðist fjármálaráðherra sem fer með 99% hlut ríkisins i Símanum ekki hafa rétt til þess umfram aðra eigendur að afla slíkra upplýsinga

Innlent
Fréttamynd

Ummæli boða ekki gott

Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra segir að ummæli Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur um að Framsóknarflokkurinn væri "ömurlegur flokkur" boði ekki gott. Aðspurður um framtíð R-listans segir Halldór að samstarfið hafi gengið vel.

Innlent
Fréttamynd

Allt annað en feluleik

Meta á stöðu varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli út frá hernaðarlegum fremur en efnahagslegum forsendum samkvæmt tillögum framtíðarhóps Samfylkingarinnar. Jón Gunnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi Alþýðuflokksmaður af Suðurnesjum segir að sú tillaga að Íslendingar taki að sér rekstur flugvallarins í vaxandi mæli valdi sér ekki áhyggjum.

Innlent
Fréttamynd

Varnarhugmyndir gagnrýndar

Hugmyndir framtíðarhóps Samfylkingarinnar um varnarmál eru gagnrýndar bæði frá hægri og vinstri. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar kynnti nýjar hugmyndir framtíðarhóps á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar um helgina. Óhætt er að segja að "umræðuplagg" hópsins í varnarmálum hafi vakið mesta athygli.

Innlent
Fréttamynd

Nefndarskipan gagnrýnd

Til hvassra orðaskipta kom á Alþingi í gær á milli fjármálaráðherra og þingmanna Samfylkingarinnar. Tilefnið var athugasemd Katrínar Júlíusdóttur, þingmanns flokksins um störf þingsins.

Innlent
Fréttamynd

Sjálfstæðismenn nota verkfallið

Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir Sjálfstæðisflokkinn vera að notfæra sér verkfall grunnskólakennara til að ýta undir hugmyndir um einkavæðingu skólakerfisins. Það sé ástæða þess að flokkurinn þráast gegn því að ríkisstjórnin komi að lausn deilunnar.

Innlent
Fréttamynd

Vegið að sjálfstæði dómstóla

Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar sakaði settan dómsmálaráðherra um að vega að sjálfstæðis dómstóla og láta ómálefnaleg sjónarmið ráða ferðinni við skipan Jóns Steinars Gunnlaugssonar í embætti hæstaréttardómara:

Innlent
Fréttamynd

Helmingslækkun matarskattar

Þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt fram frumvarp þar sem lagt er til að svokallaður matarskattur verði lækkaður úr 14 í 7%. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. "Með þessu myndi matarreikningur íslenskra heimila verða lækkaður um 5 milljarða króna.

Innlent
Fréttamynd

Lægri matarskatt og betri skóla

Samfylkingin kynnti áherslur sínar í þingbyrjun í Alþingishúsinu í gærdag. Ef hagvaxtarspár ganga eftir ætlar flokkurinn að beita sér fyrir að hagnaðurinn verði til þess að matarskattur verði lækkaður og að fjármagn til skólanna verði aukið til muna.

Innlent
Fréttamynd

Vilja talsmann neytenda

Neytendamál eru eitt þeirra mála sem Samfylkingin ætlar að leggja áherslu á nú í þingbyrjun. Lagt verður til að stofnað verði embætti talsmanns neytenda til að styrkja stöðu neytenda á frjálsum markaði.

Innlent
Fréttamynd

Stjórnarandstaðan vinnur saman

Stjórnarandstaðan ætlar að vinna nánar saman í vetur en dæmi eru um áður og veita ríkisstjórninni harða andstöðu. Formaður Samfylkingarinnar segir að ríkisstjórnin sé orðin spillt og fótumtroði lýðræðið í landinu.

Innlent
Fréttamynd

Samfylking vill rannsókn á Símanum

Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur farið fram á það við forsætisnefnd Alþingis að ríkisendurskoðun rannsaki fjárfestingar Símans á undanförnum árum og nýleg kaup hans á hlut í Skjá einum. Þingflokkurinn vill fá skýringar á því hvers vegna Síminn ákvað að blanda sér í fjölmiðlarekstur þar sem engin eðlileg útskýring hafi verið gefin fyrir þeirri ákvörðun.

Innlent