Gjaldmiðlar kynjanna Alexandra Ýr van Erven skrifar 15. mars 2022 11:01 Stjórnmálaflokkurinn minn, Samfylkingin, er femíniskur flokkur sem lætur til sín taka. Við stofnun flokksins fengum við femíniska arfleifð í vöggugjöf frá Kvennalistanum. Í þingkosningum í haust voru fjórir af sex oddvitum flokksins konur. Sjálf er ég 26 ára gömul og þykir svo einstaklega vænt um að hafa verið treyst fyrir því að gegna embætti ritara þessa flokks þegar ég var kjörin í starfið á síðasta landsfundi En það er þó ekki svo að Samfylkingin frekar en aðrir flokkar geta kallað þetta gott og litið svo á að kvenfrelsis- og mannréttindabaráttunni sé lokið. Í ljósi þess að við erum að sigla inn í sveitarstjórnarkosningar er gagnlegt að líta á tölur um kvenkyns fulltrúa í sveitarstjórnum. Hlutfall kvenkyns fulltrúa í sveitarstjórnum er lægra en karla en það sem mér þykir jafnvel alvarlegra er að hlutfallslega mun færri konur hljóta endurkjör en karlar. Með öðrum orðum þá dvelja konur mun skemur en karlar í stjórnmálum og það er alvarlegt. Ástæða þess er eflaust margþætt en ég er viss um að stór þáttur hennar felist í þeirri stjórnmálamenningu sem tíðkast, bæði í mínum flokki og á öðrum vettvöngum stjórnmálanna. Ég biðst afsökunar á þeirri kynjatvíhyggju sem þessi skrif endurspegla en vona að mér fyrirgefist dæmisins vegna. Það er vel þekkt að konur þurfa að sanna sig margfalt meira heldur en karlar til þess að ná á sama stað og þeir og við heyrum endalausar reynslusögur af þeim ósýnilegum hindrunum sem konur verða fyrir í stjórnmálastarfi. Konur þurfa iðulega að færa ítarlegri rök fyrir sínum málstað, þær fá ítrekað þau skilaboð ýmist skýrt eða undir rós að þær verða nú að passa að vita sinn stað, þeim er stundum gleymt og það er gjarnan tekið fram í fyrir þeim. Þegar þær svo loksins segja eitthvað, minnast á ranglætið, eru þær beðnar um að vera ekki með þetta vesen. En það er svo gott að reiða sig á konur til þess að tryggja friðinn og sjá til þess að öllum líði vel. Það er nefnilega þannig að við krefjum konur um alveg ótrúlegt magn af umhyggju. Ég er þess nefnilega fullviss að það er umhyggja kvenna sem heldur þessu samfélagi gangandi. Og ég er ansi hrædd um að við séum að ganga allt of mikið á þessa umhyggju. Við sjáum það líka í láglaunastörfum kvennastétta, í hugrænni byrði þriðju vaktarinnar svokölluðu og við sjáum það í þeirri menningu sem við viðhöldum í samfélaginu og þar með talið stjórnmálum. Munurinn á þeirri kröfu sem við gerum til umhyggju kvenna annars vegar og karla hins vegar er rosalegur. Til þess að setja þetta upp í líkingamál sem ég veit að öllskilja þá mætti eiginlega segja að umhyggju þessara tveggja kynja sé sitthvor gjaldmiðillinn. Umhyggja kvenna er hin íslenska króna þar sem verðbólgan étur upp hvert framlag, það er aldrei neitt nóg og við erum korter í gengisfellingu. Á meðan er umhyggja karla stöðug mynt Evrópusambandsins, stendur nokkurn veginn í stað en ef við fáumaðeins meira en við bjuggumst við hrópum við húrra og teljum okkur hólpin. Ég er orðin þreytt á að búa í þannig samfélagi og mig langar virkilega að við jöfnum þessa tvo gjaldmiðla út. Höfundur er ritari Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Skoðun: Kosningar 2022 Jafnréttismál Alexandra Ýr van Erven Mest lesið Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler Skoðun Halldór 01.03.2025 Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi Einar Karl Friðriksson Skoðun Vönduð vinnubrögð í umhverfismálum Edda Sif Pind Aradóttir,Sævar Freyr Þráinsson Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð í umhverfismálum Edda Sif Pind Aradóttir,Sævar Freyr Þráinsson skrifar Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi Einar Karl Friðriksson skrifar Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar Skoðun Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler skrifar Skoðun Halldór 01.03.2025 skrifar Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Meira um íslenskan her skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen skrifar Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Stjórnmálaflokkurinn minn, Samfylkingin, er femíniskur flokkur sem lætur til sín taka. Við stofnun flokksins fengum við femíniska arfleifð í vöggugjöf frá Kvennalistanum. Í þingkosningum í haust voru fjórir af sex oddvitum flokksins konur. Sjálf er ég 26 ára gömul og þykir svo einstaklega vænt um að hafa verið treyst fyrir því að gegna embætti ritara þessa flokks þegar ég var kjörin í starfið á síðasta landsfundi En það er þó ekki svo að Samfylkingin frekar en aðrir flokkar geta kallað þetta gott og litið svo á að kvenfrelsis- og mannréttindabaráttunni sé lokið. Í ljósi þess að við erum að sigla inn í sveitarstjórnarkosningar er gagnlegt að líta á tölur um kvenkyns fulltrúa í sveitarstjórnum. Hlutfall kvenkyns fulltrúa í sveitarstjórnum er lægra en karla en það sem mér þykir jafnvel alvarlegra er að hlutfallslega mun færri konur hljóta endurkjör en karlar. Með öðrum orðum þá dvelja konur mun skemur en karlar í stjórnmálum og það er alvarlegt. Ástæða þess er eflaust margþætt en ég er viss um að stór þáttur hennar felist í þeirri stjórnmálamenningu sem tíðkast, bæði í mínum flokki og á öðrum vettvöngum stjórnmálanna. Ég biðst afsökunar á þeirri kynjatvíhyggju sem þessi skrif endurspegla en vona að mér fyrirgefist dæmisins vegna. Það er vel þekkt að konur þurfa að sanna sig margfalt meira heldur en karlar til þess að ná á sama stað og þeir og við heyrum endalausar reynslusögur af þeim ósýnilegum hindrunum sem konur verða fyrir í stjórnmálastarfi. Konur þurfa iðulega að færa ítarlegri rök fyrir sínum málstað, þær fá ítrekað þau skilaboð ýmist skýrt eða undir rós að þær verða nú að passa að vita sinn stað, þeim er stundum gleymt og það er gjarnan tekið fram í fyrir þeim. Þegar þær svo loksins segja eitthvað, minnast á ranglætið, eru þær beðnar um að vera ekki með þetta vesen. En það er svo gott að reiða sig á konur til þess að tryggja friðinn og sjá til þess að öllum líði vel. Það er nefnilega þannig að við krefjum konur um alveg ótrúlegt magn af umhyggju. Ég er þess nefnilega fullviss að það er umhyggja kvenna sem heldur þessu samfélagi gangandi. Og ég er ansi hrædd um að við séum að ganga allt of mikið á þessa umhyggju. Við sjáum það líka í láglaunastörfum kvennastétta, í hugrænni byrði þriðju vaktarinnar svokölluðu og við sjáum það í þeirri menningu sem við viðhöldum í samfélaginu og þar með talið stjórnmálum. Munurinn á þeirri kröfu sem við gerum til umhyggju kvenna annars vegar og karla hins vegar er rosalegur. Til þess að setja þetta upp í líkingamál sem ég veit að öllskilja þá mætti eiginlega segja að umhyggju þessara tveggja kynja sé sitthvor gjaldmiðillinn. Umhyggja kvenna er hin íslenska króna þar sem verðbólgan étur upp hvert framlag, það er aldrei neitt nóg og við erum korter í gengisfellingu. Á meðan er umhyggja karla stöðug mynt Evrópusambandsins, stendur nokkurn veginn í stað en ef við fáumaðeins meira en við bjuggumst við hrópum við húrra og teljum okkur hólpin. Ég er orðin þreytt á að búa í þannig samfélagi og mig langar virkilega að við jöfnum þessa tvo gjaldmiðla út. Höfundur er ritari Samfylkingarinnar.
Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun
Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun
Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar
Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun
Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun