Sakar Loga um ódýra hræðslupólitík Árni Sæberg skrifar 12. mars 2022 15:56 Njáll Trausti er þingmaður Sjálfstæðisflokks. Vísir/Vilhelm Þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður íslandsdeildar NATO-þingsins sakar formann Samfylkingarinnar um ódýra hræðslupólitík, en hann sagði í dag að tilefni væri til að setja umsókn um aðild að Evrópusambandinu aftur á dagskrá. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði í ræðu á flokkstjórnarþingi Samfylkingarinnnar í morgun að tilefni væri til að setja umsókn um aðild að Evrópusambandinu aftur á dagskrá í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. „Í ljósi þess að Evrópusambandið hefur tekið sér vaxandi hlutverk í varnar og öryggismálum í kjölfar innrásarinnar, í þeim tilgangi að tryggja betur lýðræði og frið í Evrópu, er enn meiri ástæða en áður til að Ísland gerist fullgildur aðili í þessu samstarfi lýðræðisríkja,“ sagði hann. Þetta segir Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður íslandsdeildar NATO-þingsins, vera ódýra hræðslupólitík. Hann svaraði ummælum Loga á Facebook áðan. Í samtali við Vísi segir Njáll Trausti að hann hafi fengið góða innsýn í varnarmál landsins eftir að hafa setið á NATO-þinginu í fjögur ár. „Þannig að mér finnst þetta svolítið léttvæg nálgun, að búa til þennan hræðsluáróður. Ég held að það sé margt annað að ræða í þessu máli en þetta,“ segir hann. Þá segir hann þingmenn Samfylkingar og Viðreisnar hafa hampað Evrópusambandinu í þinginu frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst og segja rétta tímann nú vera til inngöngu í sambandið. Njáll segist ekki hafa orðið var við það að sú umræða hafi hlotið mikinn hljómgrunn í þinginu. Evrópusambandið fjármagni lítinn hluta NATO Njáll Trausti segist fagna því að Evrópusambandið bregðist við innrásinni enda hafi sambandið ekki tekið varnar- og öryggismál nægjanlega alvarlega. Þá bendir hann á að þau lönd innan NATO sem eru í Evrópusambandinu fjármagni aðeins tuttugu prósent af því fjármagni sem varið er til varnarmála innan Atlantshafsbandalagsins. „Það er gott að ESB ríkin ætli að efla sinn hermátt til varnar- og öryggismála. Það er hins vegar rétt að benda á hversu langt er í land fyrir þau að fjármagna varnir Evrópu. Það mun væntanlega taka áratugi,“ segir hann. Minni á aðdragandann að fyrstu umsókn Njáll Trausti segir vert að dýpka og efla umræðu um öryggis og varnarmál þjóðarinnar en að mikilvægt sé að umræðan sé upplýst um það hvernig málum er háttað. „Nú talar Samfylkingin og formaður flokksins um að Ísland eigi að ganga í ESB og tengja innrás í Úkraínu við slíka umsókn. Þetta hljómar eins og aðildarumsóknin vinstri stjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna eftir bankahrunið. Þetta er ódýr hræðsluáróður og pólitík af hálfu formanns Samfylkingar,“ segri Njáll Trausti að lokum. Samfylkingin Evrópusambandið Sjálfstæðisflokkurinn Utanríkismál Innrás Rússa í Úkraínu Öryggis- og varnarmál NATO Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði í ræðu á flokkstjórnarþingi Samfylkingarinnnar í morgun að tilefni væri til að setja umsókn um aðild að Evrópusambandinu aftur á dagskrá í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. „Í ljósi þess að Evrópusambandið hefur tekið sér vaxandi hlutverk í varnar og öryggismálum í kjölfar innrásarinnar, í þeim tilgangi að tryggja betur lýðræði og frið í Evrópu, er enn meiri ástæða en áður til að Ísland gerist fullgildur aðili í þessu samstarfi lýðræðisríkja,“ sagði hann. Þetta segir Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður íslandsdeildar NATO-þingsins, vera ódýra hræðslupólitík. Hann svaraði ummælum Loga á Facebook áðan. Í samtali við Vísi segir Njáll Trausti að hann hafi fengið góða innsýn í varnarmál landsins eftir að hafa setið á NATO-þinginu í fjögur ár. „Þannig að mér finnst þetta svolítið léttvæg nálgun, að búa til þennan hræðsluáróður. Ég held að það sé margt annað að ræða í þessu máli en þetta,“ segir hann. Þá segir hann þingmenn Samfylkingar og Viðreisnar hafa hampað Evrópusambandinu í þinginu frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst og segja rétta tímann nú vera til inngöngu í sambandið. Njáll segist ekki hafa orðið var við það að sú umræða hafi hlotið mikinn hljómgrunn í þinginu. Evrópusambandið fjármagni lítinn hluta NATO Njáll Trausti segist fagna því að Evrópusambandið bregðist við innrásinni enda hafi sambandið ekki tekið varnar- og öryggismál nægjanlega alvarlega. Þá bendir hann á að þau lönd innan NATO sem eru í Evrópusambandinu fjármagni aðeins tuttugu prósent af því fjármagni sem varið er til varnarmála innan Atlantshafsbandalagsins. „Það er gott að ESB ríkin ætli að efla sinn hermátt til varnar- og öryggismála. Það er hins vegar rétt að benda á hversu langt er í land fyrir þau að fjármagna varnir Evrópu. Það mun væntanlega taka áratugi,“ segir hann. Minni á aðdragandann að fyrstu umsókn Njáll Trausti segir vert að dýpka og efla umræðu um öryggis og varnarmál þjóðarinnar en að mikilvægt sé að umræðan sé upplýst um það hvernig málum er háttað. „Nú talar Samfylkingin og formaður flokksins um að Ísland eigi að ganga í ESB og tengja innrás í Úkraínu við slíka umsókn. Þetta hljómar eins og aðildarumsóknin vinstri stjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna eftir bankahrunið. Þetta er ódýr hræðsluáróður og pólitík af hálfu formanns Samfylkingar,“ segri Njáll Trausti að lokum.
Samfylkingin Evrópusambandið Sjálfstæðisflokkurinn Utanríkismál Innrás Rússa í Úkraínu Öryggis- og varnarmál NATO Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira