Bensín og olía

Fréttamynd

Stjórnar­myndunar­við­ræður í fullum gangi í Noregi

Þrír flokkra af vinstri væng og miðju norskra stjórnmála koma saman til síns fyrsta fundar til að ræða mögulega stjórnarmyndun í dag. Framtíð olíuiðnaðarins, skattamál og samskiptin við Evrópusambandið eru talin helstu ágreiningsmál flokkanna.

Erlent
Fréttamynd

Olían á ekki upp á pallborðið hjá stjórnmálaflokkunum

Nær allir stjórnmálaflokkarnir sem bjóða fram á landsvísu til Alþingiskosninganna eru sammála um að útiloka ætti leit og vinnslu á olíu í íslenskri lögsögu. Aðeins Flokkur fólksins og Miðflokkurinn segjast ekki tilbúnir að slá jarðefnaeldsneytisvinnslu alveg út af borðinu.

Innlent
Fréttamynd

Stórveldin, Ísrael og olían

Staðhæfingin um að Ísraelsríki hafi verið „búið til“ af utanaðkomandi öflum – ýmist af Bandaríkjamönnum, Bretum eða Sameinuðu þjóðunum – heyrist ósjaldan þegar málefni Mið-Austurlanda bera á góma.

Skoðun
Fréttamynd

Bensíni með blýi útrýmt í heiminum

Ekkert land í heiminum notar lengur bensín með blýi til að knýja bifreiðar eftir að síðustu dropar þess kláruðust í Alsír í júlí. Blýi var blandað út í bensíni í hátt í heila öld þrátt fyrir að það mengaði loft, jarðveg og vatn.

Erlent
Fréttamynd

Danir mynda bandalag til að stöðva olíu- og gasvinnslu

Stjórnvöld í Danmörku og Kosta Ríka vinna nú saman að því að mynda bandalag þjóða sem eru viljug til að hætta olíu- og gasvinnslu og hætta að gefa út ný leyfi til leitar. Ekki er hægt að ráðast í ný verkefni í jarðefnaeldsneyti ef markmið Parísarsamkomulagsins eiga að nást.

Erlent
Fréttamynd

Hættir sem for­stjóri Olís

Jón Ólafur Halldórsson, framkvæmdastjóri Olíuverzlunar Íslands ehf. (Olís), hefur óskað eftir að láta af störfum hjá félaginu og hafa hann og stjórn gengið frá samkomulagi þar að lútandi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Auka olíuframleiðslu til að lækka verð

OPEC-ríkin og bandamenn þeirra undir forystu Rússlands hafa ákveðið að auka framleiðslu hráolíu um tvær milljónir tunna á dag fyrir árslok. Þetta er gert til að mæta aukinni eftirspurn þegar áhrif Covid-19 á hagkerfi heimsins dvína.

Erlent
Fréttamynd

Grænlendingar stöðva gas- og olíuleit

Ríkisstjórn Grænlands hefur ákveðið að hætta allir olíu- og jarðgasleit vegna umhverfisverndarsjónarmiða. Ríkisstjórnin segir þetta náttúrulegt skref þar sem hún taki veðurfarsbreytingar af mannavöldum alvarlega.

Erlent
Fréttamynd

Skeljungur eykur umsvif sín í lyfsölu

Fjölorkufélagið Skeljungur verður meirihlutaeigandi í apótekakeðjunni Lyfsalanum og Lyfjavali með viðskiptum sem tilkynnt var um í dag. Kaupin eru sögð liður í að minnka vægi eldsneytissölu í rekstri Skeljungs.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Nýr olíu­akur ógnar lífi 130 þúsund fíla

Tugir þúsunda afrískra fíla eru í hættu vegna áforma um að bora fyrir olíu á svæði sem talið er meðal síðustu ósnertu svæða í álfunni. Ætlunin er að olíuakurinn teygi sig frá Namibíu yfir til Botnsvana, sem myndi koma öllu lífríki, og samfélögum, á svæðinu úr jafnvægi.

Erlent
Fréttamynd

Shell dæmt til að draga hressi­lega úr út­blæstri

Dómstóll í Haag í Hollandi dæmdi í dag hollenska olíurisann Shell til að draga verulega úr útblæstri sínum á gróðurhúsalofttegundum. Shell á samkvæmt dómunum að draga úr útblæstri félagsins um 45 prósent fyrir árið 2030, miðað við útblástur árið 2019.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hægt að fá vín á N1 á sunnudegi

Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins tilkynnti um metár í rekstri sínum í ársskýrslu í gær, með yfir 50 milljarða veltu. Á sama tíma hafa fleiri en 1.000 vínpantanir þegar borist Arnari Sigurðssyni vínkaupmanni, sem hóf á dögunum að reka vefverslun með áfengi í gegnum franskt fyrirtæki, sem er þó með lager á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Fleiri velja vist­væn öku­tæki

Flest heimili munar um 110.000 kr. á ári. Það er ýmislegt hægt að gera fyrir þá upphæð. Það er um það bil sú upphæð sem sparast í eldsneytiskostnaði við að færa sig úr dísel- eða bensínbifreið yfir í rafmagnsbifreið.

Skoðun