Kópavogur

Fréttamynd

Árekstur á Hafnarfjarðarvegi olli töfum

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á sautjánda tímanum í dag vegna olíuleka á Hafnarfjarðarvegi við Hamraborg í Kópavogi. Töluverðar tafir urðu á umferð til vesturs.

Innlent
Fréttamynd

Einfaldar líf sitt eftir að hafa lent á vegg

Hannes Steindórsson fasteignasali og fyrrverandi bæjarfulltrúi Kópavogs stendur á tímamótum í lífinu eftir að hann lenti á vegg og féll eftir ellefu ár af edrúmennsku. Hann hefur ákveðið að einfalda líf sitt og einbeita sér að því sem skiptir hann hvað mestu máli; fjölskyldunni og starfinu sem fasteignasali.

Lífið
Fréttamynd

Verð hús­næðis lækkaði á höfuð­borgar­svæðinu

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 1,1 prósent milli maí og júní. Vísitalan hækkaði um 0,7 prósent í mánuðinum á undan og hafði þá farið upp fjóra mánuði í röð. Tölfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) segir að heilt yfir sé íbúðaverð tiltölulega stöðugt.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Æstir for­eldrar með frammí­köll fá bleika spjaldið

Tæplega þrjú þúsund stelpur keppa á Símamótinu sem hefst í kvöld og fer fram um helgina. Áhersla verður lögð á framkomu foreldra á mótinu og verður þeim foreldrum sem sýna vanvirðingu á hliðarlínunni veitt áminning með svokölluðu bleiku spjaldi. 

Innlent
Fréttamynd

Hönnunar­perla Elmu í Icewear til sölu

Elma Björk Bjart­mars­dótt­ir, markaðsstjóri Icewe­ar, og Orri Pétursson eig­inmaður henn­ar hafa sett einbýlishús sitt við Grundarsmára 9 í Kópavogi til sölu. Ásett verð fyrir eignina eru 199 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Ekki tekið á­kvörðun um að á­frýja í Vatns­enda­máli

Kópa­vogs­bær hefur ekki tekið á­kvörðun um að á­frýja á­kvörðun Héraðs­dóms Reykja­ness sem gert hefur bænum að greiða Magnúsi Pétri Hjalte­sted, syni Þor­steins Hjalte­sted heitins, 1,4 milljarða króna á­samt vöxtum í deilum um Vatns­enda­land. Bærinn hefur undan­farin ár verið með var­úðar­færslur vegna málsins í bókum sínum.

Innlent
Fréttamynd

Komið að þol­mörkum leik­skólans

Tilkynning um breytt skipulag og starfsumhverfi í leikskólum Kópavogsbæjar í síðustu viku hefur vakið sterk viðbrögð í samfélaginu. Samþykkt hefur verið að bjóða öllum leikskólabörnum í Kópavogi sex klukkustunda gjaldfrjálsan dvalartíma og að dvalargjöld umfram sex klukkustundir fari stigvaxandi með auknum dvalartíma.

Skoðun
Fréttamynd

Ung­lingar játuðu að partíið væri vand­ræða­legt

Í gærkvöldi barst lögreglu tilkynning um tvö til þrjú hundruð manna unglingapartí í Guðmundarlundi í Kópavogi. Þegar lögreglu bar að garði var rólegt yfir öllu og ungmenninn höfðu sjálf orð á að um væri að ræða „heldur vandræðalegt partí.“

Innlent
Fréttamynd

Hannes segir sig úr bæjar­stjórn Kópa­vogs

Hann­es Stein­dórs­son, fast­eigna­sali, ætl­ar að segja af sér sem bæj­ar­full­trúi í Kópa­vogs­bæ á bæj­ar­stjórn­ar­fundi á morg­un til að einbeita sér að fasteignasölu og barnauppeldi. Fyrr í mánuðinum seldi hann allan hlut sinn í fasteignasölunni Lind.

Innlent
Fréttamynd

Bakkaði bát niður Reykja­nes­brautina

Bíl­stjóri flutninga­bíls með bát með­ferðis olli tölu­verðum töfum á um­ferð á Reykja­nes­brautinni í morgun. Bíllinn komst ekki undir brúna við gatna­mót Breið­holts­brautar og Reykja­nes­brautar og varð að bakka að Lindum í Kópa­vogi með að­stoð lög­reglu.

Innlent
Fréttamynd

Ung­menni til vand­ræða í Kópa­vogi

Töluverður erill var hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt. Meðal 97 skráðra mála voru tvö atvik þar sem ungmenni voru til vandræða við skóla í Kópavogi og/eða Breiðholti.

Innlent
Fréttamynd

Kaupa hlut Hannesar í Lind fast­eigna­sölu

Stærstu hlut­hafar fast­eigna­sölunnar RE/Max, þeir Gunnar Sverrir Harðar­son og Þórarinn Arnar Sæ­vars­son undir for­merkjum fjár­festingar­fé­lagsins IREF, hafa keypt hlut Hannesar Stein­dórs­sonar í fast­eigna­sölunni Lind.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Þetta er rosa mikil óvissa og ótrúlega leiðinlegt fyrir okkur“

„Dans er líka íþrótt,“ segja nemendur listdansskólans Plié sem mótmæltu og sýndu um leið listir sínar á Austurvelli í morgun. Greint var frá gjaldþroti dansskólans á mánudag en hann hefur verið starfræktur síðan 2014. Stjórnendur skólans segja framtíð listdansskóla á Íslandi í hættu fái þau ekki viðeigandi styrki frá hinu opinbera líkt og aðrar íþróttir og tómstundir. Nemendur skólans eru á leið á heimsmeistaramót eftir tæpan mánuð og segja óvissuna erfiða. 

Innlent
Fréttamynd

Arnarnesvegur gæti orðið 1,3 milljörðum króna dýrari

Vegagerðin hefur hafnað tveimur lægstu tilboðum sem bárust í gerð Arnarnesvegar um Vatnsendahæð og þess í stað ákveðið að ganga til samninga við þann sem átti þriðja lægsta boð, sem var 1.333 milljónum króna hærra en það lægsta. Lægstbjóðandi, fyrirtækin Óskatak ehf. og Háfell ehf, hefur kært ákvörðunina til Kærunefndar útboðsmála.

Viðskipti innlent