Reykjavík

Fréttamynd

Stærsta gjöf sem Reykja­víkur­borg hefur þegið

Dóttir listakonunnar Nínu Tryggvadóttur hefur ánafnað Reykjavíkurborg á annað þúsund listaverk eftir móður sína og allar eigur sínar eftir hennar dag. Verkin verða sett upp í fyrsta listasafni Reykjavíkur sem kennt verður við íslenska listakonu.

Innlent
Fréttamynd

Borgar­ráð sam­þykkir stofnun Jafn­­launa­­stofu

Borgarráð samþykkti í dag einróma að setja á fót sjálfstæða starfseiningu á sviði jafnlaunamála. Starfseiningin ber heitið Jafnlaunastofa og verður einingin sameignarfélag í eigu Reykjavíkurborgar og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Innlent
Fréttamynd

Gefur Reykvíkingum meira en þúsund listaverk eftir móður sína

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Una Dóra Copley, dóttir Nínu Tryggvadóttur listakonu, undirrituðu í dag samning um stofnun Listasafns Nínu Tryggvadóttur. Safnið verður fyrsta myndlistasafn Reykjavíkurborgar sem kennt verður við og tileinkað íslenskri listakonu.

Innlent
Fréttamynd

Of seint fyrir Gústa að að­lagast náttúrunni og sam­búðin versni þegar hann þroskast

„Gústi refur hefur verið í fjölmiðlum að undanförnu og þá sérstaklega „eigandi“ hans Tiktok stjarnan Ágúst Beinteinn Árnason. Refur þessi er haldinn að því er virðist í miðborg Reykjavíkur þar sem hann er í tjóðri eiganda síns honum til skemmtunar. Það þarf að sjálfsögðu ekki að fjölyrða um að hér er um lögbrot að ræða, enda refir villt dýr sem ekki má halda án sérstaks leyfis.“

Innlent
Fréttamynd

Reyndu að taka refinn og koma honum í Hús­dýra­garðinn

Refurinn Gústi Jr. hefur vakið talsverða lukku á samfélagsmiðlinum TikTok en það er Ágúst Beinteinn Árnason, sem á hann. Á miðlinum hefur hann birt fjölda myndbanda af sér og refnum á flakki um bæinn. Matvælastofnun er ekki eins hrifin af uppátækinu, hefur reynt að taka refinn af Ágústi og segir málið vera í ferli hjá héraðsdýralækni.

Innlent
Fréttamynd

Ekki færri íbúðir í byggingu síðan 2017

Áframhaldandi samdráttur er í byggingu nýrra íbúða á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í nýrri greiningu Samtaka iðnaðarins (SI). Ekki hafa verið færri íbúðir í byggingu á höfuðborgarsvæðinu síðan í mars 2017.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eldur í íbúðablokk við Háaleitisbraut

Tilkynning barst um eldsvoða í íbúðablokk við Háaleitisbraut í Reykjavík um klukkan sjö í kvöld. Þegar slökkvilið kom á staðinn kom í ljós að eldur hafi kviknað í þvottahúsi út frá þurrkara.

Innlent
Fréttamynd

Lét öllum illum látum á slysa­deild

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út eftir að tilkynnt var um mjög æstan mann á slysadeild Landspítalans. Hann var handtekinn og vistaður í fangaklefa.

Innlent
Fréttamynd

Skot­svæðinu í Álfs­nesi lokað fyrir­vara­laust

Skotfélagi Reykjavíkur var í dag gert að stöðva alla starfsemi á skotvelli félagsins í Álfsnesi þegar í stað. Úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála hefur fellt úr gildi starfsleyfi sem gefið var út í mars síðastliðnum.

Innlent
Fréttamynd

Þrír handteknir vegna líkamsárásar í Árbæ

Þrír karlmenn voru handteknir á tólfta tímanum í gærkvöldi grunaðir um líkamsárás í Árbæ. Mennirnir eru nú vistaðir í fangageymslum lögreglu fyrir rannsókn málsins. Einn maður var fluttur á slysadeild til aðhlynningar fyrir vistun en ekki er vitað um áverka.

Innlent
Fréttamynd

Lokatölur úr Reykjavík norður: Ásmundur Einar þingmaður í Reykjavík

Ásmundur Einar Daðason er nýr þingmaður Reykvíkinga eftir eftir stórbætingu flokksins frá því í kosningunum fyrir fjórum árum. Framsókn fékk 5,3 prósenta fylgi í kjördæminu fyrir fjórum árum en 12,3 prósent í ár. Um er að ræða langþráðan þingmann flokksins í kjördæminu. Píratar náðu tveimur mönnum inn á þing í kjördæminu.

Innlent