Reykjavík

Fréttamynd

Efna til garðveislu að evrópskri fyrirmynd í Laugardalnum

Tónlistar og matarhátíðin Garden Party verður haldin í fyrsta skipti á grasbala Þróttara í Laugardal þann 14. ágúst. Hátíðin, sem stendur yfir frá hádegi til 21:30, er hugsuð sem lítil bæjarhátíð fyrir Reykjavík þar sem öll fjölskyldan getur komið saman og skemmt sér í öruggu og hlýlegu umhverfi.

Lífið
Fréttamynd

Druslugangan handan við hornið

Druslugangan verður gengin í tíunda skiptið laugardaginn 24. júlí. Gengið verður af stað klukkan 14 frá Hallgrímskirkju niður á Austurvöll þar sem ræður og tónlistaratriði taka við.

Lífið
Fréttamynd

Bílvelta við Rauðavatn í nótt

Tveir voru fluttir á slysadeild Landspítalans í nótt eftir að bíll valt á Suðurlandsvegi nærri Rauðavatni rétt fyrir klukkan þrjú í nótt. Greint var frá slysinu í fréttaskeyti lögregunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Þeramín­spil í Máli og menningu

Dúettinn Huldumaður og víbrasjón hefur verið á tónleikaferðalagi um norður- og vesturhluta landsins undanfarinn mánuð en sveitin hefur þá sérstöðu að nota hljóðfærið þeramín í tónlistinni.

Tónlist
Fréttamynd

Verða með „björgunar­línu“ í bólu­setningu meðan á fríinu stendur

Búist er við um 1.700 manns í endurbólusetningu með bóluefni Moderna í Laugardalshöll í dag, síðasta bólusetningardaginn fyrir sumarfrí Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þá hafa 2.000 manns verið boðaðir í bólusetningu með AstraZeneca, en búist er við einhverjum afföllum úr þeim hópi. Þrátt fyrir frí verður ekki ómögulegt að fá bólusetningu á höfuðborgarsvæðinu í sumar.

Innlent
Fréttamynd

Ó­­sáttir ná­grannar leiddu til hóp­­upp­­­sagnar á hálfu starfsliði

Rekstur fyrir­tækisins Vöku er í hálf­gerðu upp­námi og hefur meira en helmingi starfs­fólks þess verið sagt upp eftir að úr­skurðar­nefnd um­hverfis- og auð­linda­mála lét Heil­brigðis­eftir­lit Reykja­víkur draga starfs­leyfi þess við Héðinsgötu 2 til baka. Þó nefndin setji sig aðallega upp á móti því að Vaka taki við bíl­hræjum á svæðinu hefur öll þjónusta fyrir­tækisins í hús­næðinu verið stöðvuð.

Innlent
Fréttamynd

„Algjör sprenging“ í einkafluginu

Sprenging hefur orðið í komum einkaflugvéla á Reykjavíkurflugvöll frá mánaðamótum, að sögn rekstrarstjóra á vellinum. Reiknað er með meiri umferð nú í júlímánuði en í júlí 2019, sem var einn besti mánuður fyrirtækisins frá upphafi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Meðferðarkjarninn á stærð við tvo knattspyrnuvelli

Heildarkostnaður við byggingu nýs Landspítala við Hringbraut hefur aukist um ríflega sextán milljarða króna. Húsnæðið verður eitt það stærsta sem byggt hefur verið hér á landi og mun kosta hartnær áttatíu milljarða króna.

Innlent
Fréttamynd

Hafna því að standa sig ekki í að finna fötluðu fólki heimili

Velferðarsvið Reykjavíkurborgar hafnar því að borgin standi sig ekki nægilega vel í uppbyggingu húsnæðis fyrir fatlað fólk. Margir þeirra geðfötluðu einstaklinga sem borgin sinni hafi haft lögheimili í öðrum sveitarfélögum við komuna á geðdeild en breyti um lögheimili til að auka líkur á að fá viðeigandi húsnæði eða þjónustu sem fyrst.

Innlent
Fréttamynd

Halda loks opnunarpartí eftir tveggja ára lokun

Skemmti- og tónleikastaðurinn Húrra í Tryggvagötu í miðbæ Reykjavíkur opnar dyr sínar aftur fyrir gestum í opnunarpartíi á föstudaginn. Á dagskrá er djamm, og það er opið til hálffimm eins og áður fyrr.

Lífið
Fréttamynd

Týndi tíu vikna gömlum hvolpi á djamminu

Lýst var eftir tíu vikna gamla hvolpinum Karítas um helgina. Í ljós kom að eigandinn hafði tekið hvolpinn með sér á djammið á föstudagskvöld og óttast var að eigandinn hefði gert honum mein. Eftir langa leitarhelgi er hvolpurinn kominn í öruggar hendur þökk sé Hundasveitinni svokölluðu.

Innlent
Fréttamynd

Tveir fluttir á bráða­deild eftir rafs­kútu­slys

Rétt upp úr miðnætti í nótt barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um umferðaróhapp í Hlíðahverfi, þar sem einstaklingur hafði fallið af rafhlaupahjóli, eða rafskútu. Viðkomandi var talinn fótbrotinn og var fluttur á bráðadeild til skoðunar.

Innlent
Fréttamynd

„Til skammar fyrir íslensk stjórnvöld“

Mótmælendur fylktu liði frá Austurvelli að lögreglustöðinni á Hverfisgötu í dag og gagnrýndu framferði lögreglu í húsnæði Útlendingastofnunar í síðustu viku. Þar hafi hælisleitendur verið beittir grófu ofbeldi sem sé til skammar fyrir íslensk stjórnvöld.

Innlent
Fréttamynd

„Það er hræði­legt að þurfa að fá nálgunar­bann á son sinn“

„Þetta er al­gjör harm­leikur og ég vil koma því á­leiðis til fólks að þetta getur gerst alls staðar. Fíknin er skelfileg og hún breytir fólki,“ segir Eva Dögg Sigur­geirs­dóttir. Hún og maður hennar, Bjarni Áka­son, segjast hafa lent í vægast sagt ó­skemmti­legu at­viki í gær þegar sonur Evu hafi gengið í skrokk á stjúpföður sínum, Bjarna, fyrir utan heimili þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Mótmælt á Austurvelli: „Út með Útlendingastofnun“

Baráttukonan Sema Erla Serdar vill að Útlendingastofnun verði lögð niður. Hún segir að í tíð sitjandi ríkisstjórnar hafi málefni flóttamanna og hælisleitenda færst til verri og ómannúðlegri vegar. Þeirri þróun og harðræði við hælisleitendur er mótmælt á Austurvelli í dag. 

Innlent
Fréttamynd

Hnífstunga á Hverfisgötu

Lögregla var kölluð til í mibænum í dag vegna hnífstungu. Sjónarvottar segja mann hafa verið stunginn á Hverfisgötu.

Innlent
Fréttamynd

Á­fram bongó­blíða fyrir austan

Austur­landið virðist ætla að vera rétti staðurinn til að vera á – alla­vega ef fólk er hrifið af sól og hita. Á­fram verður besta veðrið á landinu þar um helgina og út næstu viku. Einnig verður nokkuð gott veður á Akur­eyri í næstu viku, ef marka má nýjustu spá­kort Veður­stofunnar.

Veður
Fréttamynd

Tvær líkams­á­rásir í bænum í nótt

Til­kynnt var um tvær líkams­á­rásir við skemmti­staði í mið­bænum í nótt. Fyrir utan þetta fór nætur­líf mið­borgarinnar að mestu leyti vel fram, að sögn lög­reglunnar á höfuð­borgar­svæðinu.

Innlent