Reykjavík

Fréttamynd

Fyrsta al­þjóð­lega barokkhátíðin í Reykja­vík

Reykjavík Early Music Festival er nafnið á nýrri tónlistarhátíð sem haldin verður í Hörpu í næstu viku dagana 26.-28. mars. Fram munu koma íslenskir og erlendir flytjendur sem sérhæfa sig í upprunaflutningi barokktónlistar. Meðal þeirra sem koma fram er fiðlustjarnan Rachel Podger, sem heldur einnig meistaranámskeið fyrir tónlistarnemendur.

Menning
Fréttamynd

Ráðist á nemanda Valhúsaskóla í Haga­skóla

Lögregla hefur líkamsárás á sameiginlegu skólaballi Valhúsaskóla og Hagaskóla, sem haldið var í síðarnefnda skólanum í gærkvöldi, til rannsóknar. Óttast var að nemandi við Valhúsaskóla hefði handleggsbrotnað eftir árásina en við nánari skoðun reyndist það ekki rétt.

Innlent
Fréttamynd

Tímamótavika hjá Bjögga Takefusa og Sól­veigu

Björgólfur Takefusa, fyrrum atvinnumaður í knattspyrnu, og Sólveig Heimisdóttir viðskiptafræðingur eignuðust sitt fyrsta barn saman 14. mars síðastliðinn. Auk þess hefur Sólveig sett sjarmerandi eign sína í miðbæ Reykjavíkur á sölu.

Lífið
Fréttamynd

Súrrealískt að djamma með Zöru Lars­son

„Ég var á einhverju bleiku skýi, þetta er alveg besta kvöld lífs míns,“ segir plötusnúðurinn Guðbjörg Ýr, jafnan þekkt sem DJ Gugga. Gugga átti heldur betur ævintýralegt kvöld síðastliðinn laugardag á flöskuborði með sænsku stórstjörnunni Zöru Larsson. 

Tónlist
Fréttamynd

Vam­píra vann Músík­til­raunir

Hljómsveitin Vampíra stóð uppi sem sigurvegari í Músíktilraunum sem lauk í kvöld að loknum fjórum undankvöldum í Hörpu. Eló hafnaði í öðru sæti og Chögma í því þriðja.

Tónlist
Fréttamynd

For­sætis­ráð­herra lét bændur heyra það

Forsætisráðherra sá ástæðu til að skamma íslenska bændur við setningu Búnaðarþings þar sem hún gerði alvarlegar athugasemdir við merkingar eða réttara sagt engar merkingar á íslenskum landbúnaðarafurðum.

Innlent
Fréttamynd

Hjól­barði undan strætó hafnaði á húsi

Nóttin var nokkuð róleg hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt dagbók sneru útköll að mestu að hefðbundnum ölvunar-og hávaðatilkynningum. Þó var eitthvað um fremur óvenjuleg verkefni, til dæmis losnaði hjólbarði undan strætisvagni og endaði á nærliggjandi húsi eftir að hafa farið utan í nokkra kyrrstæða bíla.

Innlent
Fréttamynd

Glæsi­legt eftirpartý Lauf­eyjar á Edition

Tónlistarkonan og Grammy-verðlaunahafinn Laufey Lín Jónsdóttir fagnaði með fjölskyldu og vinum í eftirpartýi á skemmtistaðnum Sunset á lúxushótelinu Edition við Reykjavíkurhöfn á sunnudagskvöld eftir þriggja daga tónleikahald í Eldborgarsal Hörpu. 

Lífið
Fréttamynd

Fimm­tíu milljónir ár­lega í rekstur bílastæða við HÍ

Gjaldtaka á bílastæðum við Háskóla Íslands hefst í haust. Rektor háskólans segir tilganginn að draga úr bílaumferð um svæðið og auka kostnaðarvitund starfsfólks og nemenda um bílastæðin en Háskólinn hefur borgað fimmtíu milljónir árlega fyrir rekstur stæðanna.

Innlent
Fréttamynd

Gjald­taka hefst á bíla­stæðum HÍ í haust

Gjaldtaka mun hefjast á bílastæðum við Háskóla Íslands í haust. Gjald verður tekið fyrir notkun bílastæða milli átta og fjögur á virkum dögum og verður bílastæðum skipt í tvö gjaldsvæði.

Innlent
Fréttamynd

Sam­fé­lags­miðla­stjörnur og skák­goð­sagnir á Reykja­víkur­skák­mótinu

Reykjavíkurskákmótið 2024 hefst á föstudaginn í Hörpu. 414 keppendur frá 49 löndum eru skráðir til leiks, en þar af eru 93 íslenskir. Aldrei hafa fleiri keppendur verið skráðir, en loka þurfti fyrir skráningu vegna plássleysis í Hörpu, slík var aðsóknin. Gamla metið frá í fyrra var 401 keppandi. 28 keppendur eru stórmeistarar, átta þeirra íslenskir.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er ekki beint það sem fólk kaus“

Breiðhyltingur, sem átti tillögu að skilti sem býður fólk velkomið í hverfið í hugmyndakeppninni Hverfið mitt í fyrra og var samþykkt, segir miður að endanleg hönnun skiltisins sé ekki í anda Breiðholtsins. Allan karakter vanti í útlit þess. 

Innlent
Fréttamynd

Spyr hvers vegna maðurinn sé enn hér á landi

Maðurinn sem er í haldi lögreglu vegna stunguárásar í Valshverfinu hefur staðið í hótunum við fjölda aðila síðustu ár. Vararíkissaksóknari, sem er eitt af fórnarlömbum mannsins, spyr hvers vegna maðurinn sé enn hér á landi.

Innlent