Umferðaröryggi

Fréttamynd

„Þarf ekki að kunna að keyra til að leigja bílaleigubíl?“

„Þarf ekki að kunna að keyra til að leigja bílaleigubíl?“ spyr Sirrý Arnardóttir, rithöfundur og kennari við Háskólann á Bifröst, sem sat heillengi föst fyrir aftan bílaleigubíl sem kínverskur ferðamaður hafði leigt ásamt fjölskyldu sinni. Sá virtist ekki kunna að skipta um gír, aka út í kant eða keyra í hringtorgi. 

Innlent
Fréttamynd

Lækka há­marks­hraða um gjör­valla Reykja­víkur­borg

Hámarkshraði verður lækkaður um alla Reykjavíkurborg á næsta ári. Götur, þar sem hámarkshraði var áður 50 kílómetra hraði á klukkustund, fer ýmist niður í 30 eða 40 kílómetra hraða. Umhverfis- og skipulagsráð samþykkti breytingarnar í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Ók á veg­far­enda, hjól­reiða­mann og hund og fær fjögurra mánaða dóm

Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli karlmanns sem ók í veg fyrir annan bíl og í kjölfarið á gangandi vegfarenda, hjólreiðamann og hund hans. Landsréttur sýknaði manninn af ákæru um að hafa verið óhæfur til að stjórna bílnum vegna áhrifa slævandi lyfja og sagði almannahættu ekki hafa stafað af.

Innlent
Fréttamynd

Mikil hálka á höfuðborgarsvæðinu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biðlar til fólks að fara sérstaklega varlega í umferðinni í kvöld vegna mikillar hálku á höfuðborgarsvæðinu. Bíll fór út af Hellisheiðinni síðdegis í dag.

Innlent
Fréttamynd

Minntust fórnarlamba í umferðinni í skugga banaslyssins í gærkvöldi

Alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa er haldinn í dag, 20. nóvember. Minningarathöfn hefst við þyrlupallinn við Landspítalann í Fossvogi klukkan 14 og verður sýnd beint á Vísi. Forseti Íslands og heilbrigðisráðherra flytja erindi og þá verður sögð reynslusaga af banaslysi sem varð fyrir þrjátíu árum.

Innlent
Fréttamynd

Bana­slysið setur svip sinn á minningar­daginn

Karlmaður á þrítugsaldri lést þegar hópferðabifreið var ekið á hann á horni Barónsstígs og Grettisgötu í gærkvöldi. Sérfræðingur hjá Samgöngustofu segir að slysið muni lita dagskrá alþjóðlegs minningardags um fórnarlömb umferðarslysa sem fer fram í dag.

Innlent
Fréttamynd

Leita að vitnum að slysinu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af vitnum að umferðarslysi sem varð á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Háaleitisbrautar í Reykjavík í morgun. 

Innlent
Fréttamynd

Teymi frá Veðurstofu metur hvort hættan sé liðin hjá

Enn er óvíst hvenær hægt verður að senda mannskap til að hreinsa aurinn sem liggur yfir Grenivíkurveg eftir að stærðarinnar skriða féll á veginn í gærmorgun. Teymi sérfræðinga frá Veðurstofu Íslands er á vettvangi og reynir að meta hvort hættan sé liðin hjá.

Innlent
Fréttamynd

Ó­við­unandi á­stand fyrir Norð­lendinga

Bæjarstjórn Fjallabyggðar segir ástand vegarins milli Siglufjarðar og Fljóta í Skagafirði vera óviðunandi fyrir íbúa svæðisins. Byggja þurfi Fljótagöng sem fyrst. Þá þurfi innviðaráðherra að setja fjármuni í rannsóknir á æskilegri legu nýrra ganga milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur. 

Innlent
Fréttamynd

Dauðhrædd um börnin sín á Háaleitisbraut

Móðir í Háaleitishverfi segir umferðaröryggismálum við Háaleitisbraut alvarlega ábótavant. Hún þorir ekki að senda barn sitt eitt yfir götuna og kallar eftir heildarendurskoðun á gatnamótum. Litlu mátti muna að illa færi þegar barn hjólaði yfir götuna á dögunum.

Innlent
Fréttamynd

Lækka hámarkshraða í Múlunum og Háaleitisbraut

Hámarkshraði verður lækkaður í Múlunum og Háaleitisbraut samkvæmt tillögu sem var samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar í gær. Lækkunin er sögð í samræmi við hámarkshraðaáætlun borgarinnar sem á að bæta umferðaröryggi og koma í veg fyrir alvarleg slys á fólki.

Innlent
Fréttamynd

Tekist á um vit­neskju um há­marks­hraða raf­hlaupa­hjóls

Tekist var á um það í Héraðsdómstól Norðurland eystra á dögunum hvort að eigandi rafhlaupahjóls á Akureyri hafi mátt vita að rafhlaupahjól hennar kæmist á meiri hraða en 25 km/klst og væri þar af leiðandi skráningarskylt. Í prófunum lögreglu mældist hámarkshraði hjólsins á yfir 50 km/klst. Héraðsdómur taldi þó ekki sannað að eigandanum hafi mátt vera ljóst um þennan hámarkshraða.

Innlent
Fréttamynd

Sviptir réttindum í tíð eldri laga þurfa ekki að sitja nám­skeið

Ökumenn sem voru sviptir ökuréttindum áður en umferðarlögum var breytt fyrir þremur árum þurfa ekki lengur að sitja námskeið hjá Samgöngustofu til að geta fengið réttindin aftur eftir að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu breytti lagatúlkun sinni. Innviðaráðuneytið vísaði frá kæru vegna slíks máls.

Innlent
Fréttamynd

Segjast hafa Húnvetninga í vinnu til að halda friðinn

Húnvetningar sjá fram á miklar samgöngubætur með fimmtán kílómetra vegagerð í Refasveit. Þetta er stærsta verk sem unnið er að á Norðurlandi vestra um þessar mundir, upp á einn og hálfan milljarð króna. Það eru hins vegar Skagfirðingar sem annast vegagerðina.

Innlent
Fréttamynd

„Það má næstum kalla þetta bara dauðagildru“

Gatnamót tengja Vogabyggð við Langholtshverfi líkjast dauðagildru að sögn íbúa. Margir óttist að senda börnin sín yfir Sæbraut þar sem umferðin sé þung og bílstjórar sýni lítið tillit til gangandi vegfarenda. Innviðir og samgöngur í hverfinu séu ekki í takt við þau loforð sem kaupendur hafi fengið á sínum tíma. 

Innlent