Seðlabankinn

Fréttamynd

Vikan framundan: AGS uppfærir spá sína um hagvöxt í heimshagkerfinu

Í vikunni mun Seðlabankinn meðal annars birta nýjar mánaðartölur um kortaveltu en á liðnu sumri var heildarvelta erlendra greiðslukorta í hæstu hæðum. Á erlendum vettvangi ber hæst að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn mun á morgun, þriðjudag, koma með uppfærða hagspá sína. Fastlega er gert ráð fyrir að þar verði boðaður enn minni hagvöxtur á heimsvísu en áður var spáð og eins meiri verðbólgu.  

Innherji
Fréttamynd

33 prósenta hækkun en aðrir í verri stöðu

Augljóst er að einhverjir munu ekki ráða við þá auknu greiðslubyrði sem fylgir sífellt hækkandi vöxtum að sögn varaformanns Hagsmunasamtaka heimilanna. Þess eru dæmi að mánaðarleg greiðsla fólks sé að hækka um meira en hundrað þúsund krónur.

Innlent
Fréttamynd

Þarf „einbeittan brotavilja ef þetta á að fara illa“

Seðlabankastjóri segist ekki treysta sér til að leggja mat á hvað séu „ásættanlegar“ launahækkanir fyrir komandi kjarasamninga á almennum vinnumarkaði út frá verðstöðugleika á tímum þegar verðbólgan mælist yfir níu prósent. Þumalfingurreglan segi hins vegar að til lengdar sé svigrúm til árlegra launahækkana á heildina litið ekki meira en um 4 prósent.

Innherji
Fréttamynd

„Mér hlýtur að finnast það alveg skelfilegt“

Formaður Starfsgreinasambandsins segir það skelfilegt að seðlabankastjóri skuli beina þeim skilaboðum til aðila vinnumarkaðarins að leggja sitt af mörkum til að hemja verðbólguna. Eina tækifæri launafólks í vaxtaumhverfinu nú til að rétta sín kjör sé þegar kjarasamningar eru lausir.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta gæti orðið eitthvað högg“

Konráð S. Guðjónsson, aðalhagfræðingur Stefnis og efnahagsráðgjafi Samtaka atvinnulífsins, segir hætt við að seðlabankastjóri geri sig líklegan til að hækka áfram vexti ef stjórnvöld og vinnumarkaður leggi ekki sitt af mörkum til að knýja niður verðbólguna. Þar á hann við að lítið svigrúm sé til launahækkana eins og venjulega.

Innlent
Fréttamynd

Ekki tíminn núna fyrir arðgreiðslur hjá bönkunum, segir seðlabankastjóri

Umrót á erlendum fjármála- og lánamörkuðum þýðir að meiri ástæða en ella er fyrir íslensku viðskiptabankanna að gæta betur að lausafjárstöðu sinni. Eftir mikla útlánaþenslu eru merki um að bankarnir séu farnir að draga úr lánum sínum til fyrirtækja en þrátt fyrir að þeir standi afar sterkt, með betri eiginfjárstöðu en flestir evrópskir bankar, þá verða þeir að „leggja áherslu á gætni“ við þessar aðstæður, að sögn seðlabankastjóra.

Innherji
Fréttamynd

Hlut­verk verka­lýðs­hreyfingarinnar að tryggja mann­sæmandi kjör

Hagfræðingur BSRB segir það hlutverk Seðlabankans og ríkisstjórnar að bera ábyrgð á efnahagsstjórn landsins en verkalýðshreyfingarinnar að tryggja mannsæmandi kjör fyrir launafólk. Seðlabankastjóri skoraði á aðila vinnumarkaðarins að taka þátt í að halda verðbólgu í skefjum í dag.

Innlent
Fréttamynd

„Maður heyrir nánast peningastefnunefndina andvarpa af létti“

Greiðslubyrði margra fasteignalána hefur næstum tvöfaldast síðan Seðlabankinn hóf að hækka stýrivexti í maí í fyrra. Bankinn hækkaði stýrivexti í níunda skipti á tímabilinu í morgun. Seðlabankastjóri vonar að þetta sé síðasta hækkunin, nú þurfi aðrir að taka við boltanum

Innlent
Fréttamynd

Fjárfestar telja að Seðlabankanum takist að kæla hagkerfið

Verðbólguálagið á skuldabréfamarkaði hefur komið hratt niður síðan peningastefnunefnd kom saman í ágúst, bæði í gegnum lækkun á óverðtryggðu kröfunni og hækkun á þeirri verðtryggðu. Það er lýsandi fyrir væntingar fjárfesta um að Seðlabankanum sé að takast að kæla hagkerfið með aðgerðum sínum. 

Innherji
Fréttamynd

Lífeyrissjóðir með þriðjung allra nýrra óverðtryggðra íbúðalána

Ný óverðtryggð lán lífeyrissjóðanna til heimila nema samanlagt rúmlega 49 milljörðum króna á fyrstu átta mánuðum ársins. Lífeyrissjóðirnir eru að ryðja sér aftur til rúms á íbúðalánamarkaði, samhliða því að bankarnir eru að draga hratt úr sínum umsvifum, en markaðshlutdeild þeirra þegar kemur að veitingu nýrra óverðtryggðra íbúðalána í samanburði við bankanna er um þriðjungur frá áramótum.

Innherji
Fréttamynd

Ásgeir: Mögulega toppi náð í vaxtahækkunum

„Mögulega erum við komin á toppinn í þessu vaxtahækkunarferli.“ Þetta sagði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri á fundi í morgun þegar stýrivaxtaákvörðun var kynnt. „Mögulega, ef allt gengur eftir, erum við búin að gera nóg.“

Innherji
Fréttamynd

„Mögulega erum við búin að gera nóg“

Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir að 25 punkta hækkun stýrivaxta Seðlabankans nú sé vísbending um að Peningastefnunefnd sé ánægð með árangurinn sem náðst hefur með miklum hækkunum stýrivaxta síðustu misseri. Mögulegt sé að toppi stýrivaxtahækkana sé náð. Það ráðist þó af þróun hagkerfisins sem og niðurstöðu væntanlegrar kjarasamningalotu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Verðbólguskuldakreppa er hafin

Á meðan margir greinendur eru sammála um að komandi kreppa verði stutt og ekki of djúp hef ég varað við slíkum væntingum og bent á hættuna á langvarandi verðbólguskuldakreppu. Sá titringur sem við höfum séð á fjármálamörkuðum, meðal annar bæði skuldabréfa- og lánamörkuðum, hefur stutt þá trú mína að aðgerðir seðlabanka heimsins gegn verðbólgu munu orsaka hrun á bæði fjármálamörkuðum og heimshagkerfinu í heild.

Umræðan
Fréttamynd

Íbúðaverð fer víða lækkandi og hér á landi hafa líkur á „leiðréttingu“ aukist

Íbúðaverð í mörgum löndum er farið að lækka nokkuð hratt að raunvirði, meðal annars á hinum Norðurlöndunum, samhliða kólnandi markaði og hækkandi fasteignalánavöxtum. Veruleg hækkun íbúðaverðs á Íslandi umfram ákvarðandi efnahagslega þætti á síðustu mánuðum bendir til „mikils ójafnvægis“ á fasteignamarkaði, að mati Seðlabankans.

Innherji
Fréttamynd

Flýja hlutabréf vegna óvissu og lækkana á erlendum mörkuðum

Þótt efnahagshorfurnar hér á landi séu um margt betri en í okkar helstu viðskiptalöndum þá hafa verðlækkanir á íslenska hlutabréfamarkaðinum í mörgum tilfellum verið meiri en þekkist erlendis og er Úrvalsvísitalan niður um 15 prósent frá því um miðjan september. Áframhaldandi sala erlendra sjóða, aukin skortsala og hrina veðkalla gagnvart skuldsettum fjárfestum skýrir meðal annars þróunina að undanförnu, að sögn viðmælenda Innherja.

Innherji
Fréttamynd

Stöðutaka með krónunni tvöfaldast á árinu og nemur um 200 milljörðum

Áhugi fyrirtækja og fjárfesta til að verja sig fyrir gengisstyrkingu krónunnar hefur aukist verulega frá því að heimildir voru rýmkaðar á síðasta ári til eiga í afleiðuviðskiptum með gjaldmiðilinn. Umfang stöðutöku með krónunni hefur nær tvöfaldast frá áramótum sem þýðir að væntingar um innflæði gjaldeyris horft fram á við er þegar búið að hafa mikil áhrif á gengið.

Innherji
Fréttamynd

Markaðurinn klofinn um næstu vaxtaákvörðun

Skiptar skoðanir eru á því hvort hjöðnun verðbólgu og merki um viðsnúning á fasteignamarkaði gefi Seðlabanka Íslands nægt tilefni til að hægja verulega á vaxtahækkunum. Meira en helmingur markaðsaðila spáir því, samkvæmt könnun Innherja, að Seðlabankinn hækki vexti um 25 punkta á miðvikudaginn en aðrir telja að bankinn þurfi að hafa vaðið fyrir neðan sig og sjá því 50 punkta hækkun í kortunum.

Innherji
Fréttamynd

Staðan í Evrópu helsta ógnin við íslenskan efnahag

Íslensku efnahagslífi stafar helst ógn af mikilli óvissu í alþjóðamálum. Seðlabankastjóri telur að vaxtahækkanir og aðrar aðgerðir Seðlabankans séu farnar að skila árangri. Horft verði til þess við ákvörðun vaxta í næstu viku.

Innlent
Fréttamynd

Vaxta­hækkanir eiga eftir að bíta í 600 milljarða króna lána­stafla

Endurskoðun fastra vaxta á árunum 2023 til 2025 nær til tæplega 600 milljarða króna af óverðtryggðum íbúðalánum, eða sem nemur fjórðungi af heildarfjárhæð útlána til íbúðakaupa. Þetta kemur fram í Fjármálastöðugleika, riti sem fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands gaf út í morgun.

Innherji
Fréttamynd

Lán­þega­skil­yrðin komin til að vera en fyrstu kaup­endur gætu fengið af­slátt

Nýlegar reglur um hámark greiðslubyrðar á húsnæðislánum eru komnar til vera enda lítur fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands svo á að reglurnar séu til þess fallnar að draga úr sveiflum fasteignaverðs til lengri tíma litið. Hins vegar gæti nefndin ákveðið að slaka á kröfum sem gerðar eru til fyrstu kaupenda þegar fasteignamarkaðurinn hefur róast.

Innherji
Fréttamynd

Rannsóknin sé ítarleg og muni taka af allan vafa

Seðlabankastjóri segir að rannsókn Fjármálaeftirlits bankans á starfsháttum ráðgjafa fjármálafyrirtækja við sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka muni taka af allan vafa hvort innherjaupplýsingar hafi verið nýttar í tengslum við yfirvofandi útboð bankans. Allir þættir málsins verði skoðaðir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Öfugmæli að aðgerðir Seðlabankans komi heimilunum illa

Seðlabankastjóri segir að þeir sem gagnrýnt hafi aðgerðir Seðlabankans til að ná niður verðbólgu fari með öfugmælavísur. Verðbólga sé mesti óvinur þeirra verst settu í þjóðfélaginu og nú bendi margt til að aðgerðir til á ná henni niður séu farnar að virka.

Innlent