Aðgerðir sem bitna á láglaunafólki Lenya Rún Taha Karim skrifar 1. júní 2023 14:31 Í kjölfar kynningu fasteignamats fyrir árið 2024 fannst mér tilvalið að skrifa nokkur orð um áfallið sem fasteignamarkaðurinn á Íslandi er. Til að draga stuttlega saman niðurstöður fasteignamatsins fyrir árið 2024, þá er um að ræða 11,7% hækkun frá fasteignamati fyrir 2023 og fasteignamat íbúðarhúsnæðis hækkar um 13,7% á milli ára, sem er gott og blessað enda um minni hækkun að ræða en í fyrra. Við tökum litlu sigrunum. Hins vegar er ástandið sem blasir við á húsnæðismarkaðnum ekki að skána. Húsnæðisverð er vissulega að hækka sem skilar sér vel á pappír fyrir þau sem eiga íbúðir og hyggjast endurfjármagna lánin sín. Það er hins vegar annað mál hvað þau gera ef þau ákveða að selja eignina sína og raungera ágóðann þar sem allt annað húsnæði hefur þá hækkað sömuleiðis og umræddur ágóði núllast út frekar hratt. Einnig er vert að nefna að fasteignamat er notað sem stofn til álagningar fasteignaskatts á allar fasteignir hér á landi, sem þýðir einfaldlega að með hærra fasteignamati fylgir hærri fasteignaskattur. Ástandið á húsnæðismarkaðnum Til að byrja með, þykir mér varhugavert að ríkisstjórnin sé ekki að grípa til neinna markvissra aðgerða til að ná tökum á ástandinu á húsnæðismarkaðnum. Það verður því sífellt erfiðara að safna sér fyrir fyrstu útborguninni og dvölin á leigumarkaði, þar sem leigan hækkar með hverju nýju fasteignamati, lengist bara og lengist. Ekki bætir síðan úr skák að Seðlabankinn hækki stýrivexti og hafi ákveðið að þrengja frekar að fyrstu kaupendum með því að krefja þá um 15% af kaupverði eignar í útborgun, í stað 10% áður. Loks er vert að nefna hertari skilyrði greiðslumats, sem gerir kröfu um hærri tekjur til að taka jafn hátt lán á sömu kjörum og voru í boði fyrir þessa breytingu. Þetta á auðvitað að kæla fasteignamarkaðinn, en fyrir fjölmörgum þjóðfélagshópum var fasteignamarkaðurinn þegar í frosti. Hvort sem það eru fyrstu kaupendur, námsmenn eða lágtekjufólk þá hafa stórir hópar fólks orðið úti. Ég þarf ekki að fara út í smáatriðin um vítahringinn sem skapast þegar menn festast á almennum leigumarkaði í tíma og ótíma en ég skal segja eitt: Staðan er alvarleg. Bæði fyrir fólk sem hafði tök á því að kaupa sér íbúð áður en markaðurinn rauk upp, enda hefur greiðslubyrðin á venjulegum lánum aukist um tvöfalt frá því lánin voru sem lægst, þ.e. í mars 2021, og annars vegar fyrir fólk sem er fast á leigumarkaði því það hefur einfaldlega ekki tök á því að ganga að skilyrðunum sem eru sett fyrir greiðslumati. Lausnir? En hvernig ætlar ríkisstjórnin að leysa þennan gífurlega húsnæðisvanda? Það er almennt mjög óljóst. Við þurfum að byggja mjög margar íbúðir á næstunni til þess að mæta eftirspurn, og eins og við vitum vel er verðbólga að miklu leyti drifin áfram af hækkandi húsnæðisverði – ýmsar greiningar hagfræðinga hafa sýnt fram á þetta trekk í trekk. Það er hægt að leysa verðbólgu á tvo vegu: annars vegar með því að framleiða meira af varningi eða hins vegar með því að minnka eftirspurn fyrir varningi. Nú eru stýrivaxtaaðgerðir Seðlabankans miðaðar að því að takmarka lánaframboð, gera fólki erfiðara fyrir með að fá lán fyrir íbúð, en er það nóg? Hvar lenda stýrivextir? Til að byrja með er verðbólgan búin að lenda á fólki með verðtryggð lán. Þegar stýrivextir eru hækkaðir lendir sú hækkun á lánum fólks með breytilega vexti - og í þessu tilfelli er hækkun á stýrivöxtum viðbrögð við verðbólgu þannig að það má í raun segja að lán á breytilegum vöxtum séu ekkert annað en verðtryggð lán, þegar allt kemur til alls, bara með aðeins meiri fínstillingum. Stýrivaxtaaðgerðir snúa að eftirspurnarhliðinni – en aukin uppbygging á húsnæðismarkaði er hin hliðin, og það er sú hlið sem hefur verið vanrækt síðasta áratug, ef ekki lengur aftur í tímann. Að lokum þá er nauðsynlegt að nefna að þessi húsnæðisvandi hefur orðið til undir forystu þriggja flokka sem hafa ekki gripið til neinna markvissa aðgerða til að auka framboð á húsnæðismarkaði. Núverandi ástand sem blasir við ungu fólki, fyrstu kaupendum og lágtekjufólki er á ábyrgð þessarar ríkisstjórnar. Höfundur er varaþingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lenya Rún Taha Karim Fasteignamarkaður Seðlabankinn Fjármál heimilisins Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Í kjölfar kynningu fasteignamats fyrir árið 2024 fannst mér tilvalið að skrifa nokkur orð um áfallið sem fasteignamarkaðurinn á Íslandi er. Til að draga stuttlega saman niðurstöður fasteignamatsins fyrir árið 2024, þá er um að ræða 11,7% hækkun frá fasteignamati fyrir 2023 og fasteignamat íbúðarhúsnæðis hækkar um 13,7% á milli ára, sem er gott og blessað enda um minni hækkun að ræða en í fyrra. Við tökum litlu sigrunum. Hins vegar er ástandið sem blasir við á húsnæðismarkaðnum ekki að skána. Húsnæðisverð er vissulega að hækka sem skilar sér vel á pappír fyrir þau sem eiga íbúðir og hyggjast endurfjármagna lánin sín. Það er hins vegar annað mál hvað þau gera ef þau ákveða að selja eignina sína og raungera ágóðann þar sem allt annað húsnæði hefur þá hækkað sömuleiðis og umræddur ágóði núllast út frekar hratt. Einnig er vert að nefna að fasteignamat er notað sem stofn til álagningar fasteignaskatts á allar fasteignir hér á landi, sem þýðir einfaldlega að með hærra fasteignamati fylgir hærri fasteignaskattur. Ástandið á húsnæðismarkaðnum Til að byrja með, þykir mér varhugavert að ríkisstjórnin sé ekki að grípa til neinna markvissra aðgerða til að ná tökum á ástandinu á húsnæðismarkaðnum. Það verður því sífellt erfiðara að safna sér fyrir fyrstu útborguninni og dvölin á leigumarkaði, þar sem leigan hækkar með hverju nýju fasteignamati, lengist bara og lengist. Ekki bætir síðan úr skák að Seðlabankinn hækki stýrivexti og hafi ákveðið að þrengja frekar að fyrstu kaupendum með því að krefja þá um 15% af kaupverði eignar í útborgun, í stað 10% áður. Loks er vert að nefna hertari skilyrði greiðslumats, sem gerir kröfu um hærri tekjur til að taka jafn hátt lán á sömu kjörum og voru í boði fyrir þessa breytingu. Þetta á auðvitað að kæla fasteignamarkaðinn, en fyrir fjölmörgum þjóðfélagshópum var fasteignamarkaðurinn þegar í frosti. Hvort sem það eru fyrstu kaupendur, námsmenn eða lágtekjufólk þá hafa stórir hópar fólks orðið úti. Ég þarf ekki að fara út í smáatriðin um vítahringinn sem skapast þegar menn festast á almennum leigumarkaði í tíma og ótíma en ég skal segja eitt: Staðan er alvarleg. Bæði fyrir fólk sem hafði tök á því að kaupa sér íbúð áður en markaðurinn rauk upp, enda hefur greiðslubyrðin á venjulegum lánum aukist um tvöfalt frá því lánin voru sem lægst, þ.e. í mars 2021, og annars vegar fyrir fólk sem er fast á leigumarkaði því það hefur einfaldlega ekki tök á því að ganga að skilyrðunum sem eru sett fyrir greiðslumati. Lausnir? En hvernig ætlar ríkisstjórnin að leysa þennan gífurlega húsnæðisvanda? Það er almennt mjög óljóst. Við þurfum að byggja mjög margar íbúðir á næstunni til þess að mæta eftirspurn, og eins og við vitum vel er verðbólga að miklu leyti drifin áfram af hækkandi húsnæðisverði – ýmsar greiningar hagfræðinga hafa sýnt fram á þetta trekk í trekk. Það er hægt að leysa verðbólgu á tvo vegu: annars vegar með því að framleiða meira af varningi eða hins vegar með því að minnka eftirspurn fyrir varningi. Nú eru stýrivaxtaaðgerðir Seðlabankans miðaðar að því að takmarka lánaframboð, gera fólki erfiðara fyrir með að fá lán fyrir íbúð, en er það nóg? Hvar lenda stýrivextir? Til að byrja með er verðbólgan búin að lenda á fólki með verðtryggð lán. Þegar stýrivextir eru hækkaðir lendir sú hækkun á lánum fólks með breytilega vexti - og í þessu tilfelli er hækkun á stýrivöxtum viðbrögð við verðbólgu þannig að það má í raun segja að lán á breytilegum vöxtum séu ekkert annað en verðtryggð lán, þegar allt kemur til alls, bara með aðeins meiri fínstillingum. Stýrivaxtaaðgerðir snúa að eftirspurnarhliðinni – en aukin uppbygging á húsnæðismarkaði er hin hliðin, og það er sú hlið sem hefur verið vanrækt síðasta áratug, ef ekki lengur aftur í tímann. Að lokum þá er nauðsynlegt að nefna að þessi húsnæðisvandi hefur orðið til undir forystu þriggja flokka sem hafa ekki gripið til neinna markvissa aðgerða til að auka framboð á húsnæðismarkaði. Núverandi ástand sem blasir við ungu fólki, fyrstu kaupendum og lágtekjufólki er á ábyrgð þessarar ríkisstjórnar. Höfundur er varaþingmaður Pírata.
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun