

Síðustu tónleikarnir í raunveruleikaþættinum Rock Star: Supernova verða í kvöld en þeir voru teknir upp á sunnudaginn. Magni var síðastur í röðinni að þessu sinni en hann flutti lögin Hush með Deep Purple og frumsamda lagið When the Time Comes. Magna tókst vel upp með flutning sinn og eru netverjar flestir mjög ánægðir með hann.
Magni Ásgeirsson komst í úrslitaþátt Rock Star: Supernova eftir að öll atkvæði höfðu verið talin. Magni var um tíma meðal þriggja neðstu eins og allir hinir fimm þátttakendurnir en þegar allt kom til alls var hann ekki í hættu.
Magni Ásgeirsson komst örugglega áfram í lokaþátt Rockstar:Supernova sem verður í næstu viku. Magni og hinn ástralski Toby voru öryggir frá byrjun og lentu aldrei í neðstu þremur sætunum. Þau sæti komu í hlut Lukasar, Dilönu og Storm en Supernova félagar ákváðu að senda Storm heim í gær.
Magni Ásgeirsson stóð sig að venju mjög vel í sjónvarpsþættinum Rock Star: Supernova. Magni söng fyrst bítlalagið U.S.S.R og svo lagið When the Time Comes sem er ensk útgáfa af Á móti Sól - laginu Þegar tíminn kemur. Kosningin hófst strax á eftir þættinum og lauk núna í morgun og má reikna með að fjöldi Íslendinga hafi lagt honum lið, reynt að koma honum í úrslitaþáttinn.
Rúmlega helmingi fleiri atkvæði atkvæði bárust í nótt í SMS-kosningu vegna raunveruleikaþáttarins Rockstar:Supernova en í síðustu viku að sögn Björns Sigurðssonar, dagskrárstjóra Skjá eins, sem sýnir þættina. Þess má geta að síðasta vika var algjör metvika.
Í kvöld er þrýst á um áframhaldandi þjóðarátak til að halda Magna Ásgeirssyni inni í harðvítugri lokabaráttu um að verða stjörnusöngvari rokksveitarinnar Supernova. Magni syngur frumsamið lag í kvöld ásamt bítlaslagarann Back in the USSR en fékk slaka dóma í liðinni viku fyrir texta sem hann samdi við nýtt Súpernóvulag.
Keppinautarnir Síminn og Og Vodafone hafa tekið höndum saman og hvetja stuðningsmenn Magna Ásgeirssonar að taka þátt í SMS-kosningunni vegna undanúrslitaþáttar RockStar Supernova aðfaranótt miðvikudagsins.
Sjónvarpsstöin Skjár verður með Magna - vöku á undan Rock Star: Supernova þættinum sem er á dagskrá annað kvöld. Spennan magnast með hverri mínútu enda eru nú einungis fimm keppendur eftir sem berjast um fjögur laus sæti í úrslitaþættinum.
Pönkgoðsögnin Patti Smith heldur tónleika í Háskólabíói á þriðjudaginn. Freyr Bjarnason ræddi m.a. við hana um Jimi Hendrix og þáttinn Rock Star: Supernova.
Björgvin Jóhann Hreiðarsson var upphaflegi söngvarinn í hljómsveitinni Á móti sól. Þegar Björgvin hætti tók Guðmundur Magni Ásgeirsson við en hann hefur slegið í gegn með hljómsveitinni sem og í sjónvarpsþættinum Rockstar:Supernova.
Magni Ásgeirsson var sá eini sem ekki var um tíma í einu af þremur neðstu sætunum í raunveruleikaþættinum Rockstar Supernova og stóð hann uppi með flest atkvæði eftir atkvæðagreiðsluna. Hópefli Íslendinga í kringum Magna Ásgeirsson virðist því hafa skilað árangri en mikill samhugur var hjá Íslendingum að styðja Magna með því að kjósa hann á netinu og með smáskilaboðum.
Magni Ásgeirsson var kosinn áfram í næstu umferð þáttanna Rockstar:Supernova í gærkvöldi. Kynnir þáttanna tilkynnti óvænt að Magni hefði fengið langflest atkvæði keppenda og væri því óhultur.
Svo virðist sem þjóðin hafi brugðist við áeggjan Skjás eins og stuðningsmanna Magna Ásgeirssonar söngvara og kosið hann í gríð og erg í raunveruleikaþættinum Rock Star : Supernova í nótt. Svo mikill var atgangurinn að netþjónar höfðu ekki undan að taka á móti atkvæðum á tímabili.
Frí var gefið í fyrsta tíma í Menntaskólanum á Egilsstöðum í morgun vegna þáttarins Rock Star Supernova sem var sýndur klukkan eitt í nótt.
Magni Ásgeirsson er í úlfakreppu. Í síðustu tveimur þáttum hefur hann verið meðal þriggja neðstu í raunveruleikaþættinum Rock Star: Supernova og hafa aðdáendur hans sent út fjöldapósta og hvatt almenning til að sýna honum stuðning sinn í verki og greiða söngvaranum atkvæði.
Tveir af vinsælustu viðburðum sumarsins í sjónvarpi, HM á Sýn og Rock Star Supernova á Skjá einum, hafa sogað til sín stóran hluta af auglýsingamarkaðnum yfir þennan rólegasta tíma ársins.
Magni "okkar" Ásgeirsson syngur lagið Smells Like a Teen Spirit eftir grunge-kónganna í Nirvana í Rock Star: Supernova þættinum sem sýndur verður í beinni útsendingu á Skjá einum í kvöld en Magni verður annar á sviðið.
Rokkbandið Supernova hefur ákveðið að fara í mál við nafna sína í sjónvarpsþættinum Rock Star: Supernova sem sýndur er á Skjá einum en þættirnir hafa notið mikilla vinsælda hér á landi enda Magni "okkar“ Ásgeirsson að gera góða hluti þar vestra.
Atkvæðaþáttur í Rock Star: Supernova fór fram í fyrrinótt og ótvíræður sigurvegari kvöldsins var Magni "okkar“ Ásgeirsson. Hljómsveitarmeðlimir Supernova voru svo hrifnir af flutningi Magna kvöldið áður að þeir báðu hann um að flytja lag sitt aftur, en það var rokkslagarinn The Dolphin's Cry með Live.
Eyrún Huld Haraldsdóttir og Marinó Bjarni Magnason, unnusta og sonur Magna Ásgeirssonar, vöktu mikla athygli áhorfenda sjónvarpsþáttanna Rock Star: Supernova í fyrrakvöld. Eins og frægt er orðið flugu þau til Los Angeles til að vera með Magna, íslenska keppenda þáttanna, og fylgjast með honum keppa.
Magni Ásgeirsson söng lagið Dolphin's Cry með hljómsveitinni Live í þættinum Rock Star: Supernova í nótt. Magni var einn á sviðinu og flutti lagið með nýjum Gibson-gítar en þeir tíu þátttakendur sem eftir eru fengu allir gefins slíkt hljóðfæri frá umboðinu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins tókst Magna að venju vel upp en Eyrún Huld, unnusta hans, var meðal áhorfenda í salnum.
Þrátt fyrir miklar vinsældlir Rock Star: Supernova hér á landi virðast Bandaríkjamenn ekki vera jafn hrifnir af hinum eitilhörðu rokkurum sem reyna að fá inni hjá rokksveitinni Supernova.
Magni Ásgeirsson komst áfram í kvöld í Rock Star: Supernova sem sýndur er á SkjáEinum. Magni var aldrei í hættu á að detta út á meðan atkvæðagreiðslu stóð síðastliðna nótt.
Lífið gengur sinn vanagang á Brekkubæ á Borgarfirði Eystra sem er æskuheimili Rokkstjörnunnar Magna Ásgeirssonar. Þegar blaðamaður og ljósmyndari Fréttablaðsins litu þar við um helgina var Ásgeir Arngrímsson, faðir Magna, á kafi í heyskap ásamt syninum Arngrími Viðari og barnabarninu Ásgeiri Boga Arngrímssyni.
Magni Ágeirsson hélt áfram að standa sig vel í þætti Rock Star Supernova í nótt og hélt uppi heiðri Íslands með glæsilegum hætti. Magni sem söng lagið Heroes eftir David Bowie, fékk misgóða dóma frá dómnefndinni í þetta skiptið.
Á miðnætti í kvöld heldur öskubuskuævintýri Magna Ásgeirssonar áfram þegar Rock Star: Supernova verður sýndur í beinni útsendingu Skjás eins. Tólf keppendur eru eftir en þrír eru farnir heim. Aðfaranótt fimmtudags kemur síðan í ljós hver af hinum tólf þarf að taka hatt sinn og staf.
Magni Ásgeirsson hefur heldur betur slegið í gegn í sjónvarpsþættinum Rock Star: Supernova sem sýndir eru á Skjá einum í beinni útsendingu.
Margir bíða eflaust spenntir eftir heimildarmyndinni um Ísmanninn ógurlega, Sigurð Pétursson, sem Lýður Árnason og Reynir Traustason eru með í burðarliðnum.
Magni Ásgeirsson, söngvarinn austfirski sem keppir nú um að komast í hljómsveitina Supernova, hlaut mikið hól fyrir frammistöðu sína í veruleikaþáttunum Rockstar Supernova í gærkvöldi og var aldrei á meðal þeirra fimm sem um tíma voru í hættu á að detta út.