Ástin og lífið

Fréttamynd

Kristín Sif og Stefán Jak yfir sig ást­fangin

Kristín Sif Björgvinsdóttir, útvarpskona á K100, og Stefán Jak­obs­son, söngv­ari í Dimmu eru nýtt par en parið birti myndir af sér á Instagram í dag þar sem má sjá þau njóta lífsins saman í Berlín.

Lífið
Fréttamynd

Gaman að kyssa vinkonu sína

Fyrirsætan Cara Delevingne segir það hafa verið gaman að leika ástkonu vinkonu sinnar Selenu Gomez í þáttunum Only Murders in the Building. „Er einhver í heiminum sem myndi ekki vilja kyssa Selenu?“ Spyr hún einnig í viðtali við E!News. 

Lífið
Fréttamynd

Svala Björgvins komin á fast

Tónlistarkonan Svala Björgvinsdóttir er komin með nýjan kærasta, Alexander Egholm Alexandersson, og segist vera mjög hamingjusöm. Parið hefur verið að stinga saman nefjum í nokkrar vikur og eru nú komin á fast.

Lífið
Fréttamynd

„Við erum komin til þess að hafa mök“

Kyn­fræðing­ur­inn Sig­ríður Dögg Arn­ar­dótt­ir og Sæv­ar Eyj­ólfs­son gengu nýlega í hjónaband þar sem dragdrottning í New York gaf þau saman eftir að hafa byrjað sambandið sitt í gegnum Tinder reikning vinkonu Siggu Daggar sem „matchaði“ við hann.

Lífið
Fréttamynd

Ástarsaga Meryl Streep er betri en í bíómyndunum

Hin ofurglæsilega leikkona Meryl Streep fagnaði 73 ára afmæli sínu í gær, þann 22. júní. Oft hefur verið talað um Meryl sem bestu leikkonu sinnar kynslóðar en hún hefur ekki síður vakið mikla aðdáun fólks fyrir sterkan og einkar sjarmerandi persónuleika. 

Lífið
Fréttamynd

Rupert Murdoch og Jerry Hall skilja

Rupert Murdoch og eiginkona hans Jerry Hall, skilja eftir sex ára hjónaband. Murdoch er þekktur jöfur í miðlun en Hall er þekkt fyrir störf sín sem fyrirsæta og leikkona. Þetta er fjórða hjónaband Murdoch.

Lífið
Fréttamynd

Kossasjálfa og bannað að tala um börnin í fríinu

Athafna- og fjölmiðlakonan Guðbjörg Gissurardóttir keypti sér eldgamlan, rauðan húsbíl á Bland sem hún nefndi Runólf og ferðast um landið og ræktar sambandið með eiginmanni sínum Jóni Árnasyni en þau fóru meðal annars í brúðkaupsferðina sína á bílnum. 

Lífið
Fréttamynd

„Ég held að það sé ekki auðvelt að vera með mér“

„Já, já Dísa mín þú átt aldrei eftir að finna neinn betri en mig", segir Þórdís Björk Þorfinnsdóttir þegar hún minnist þess hvernig ástarsaga hennar og Júlí Heiðars Halldórssonar byrjaði. Júlí og Þórdís hafa nú verið saman í rúm tvö ár og segja frá sögu sinni í  hlaðvarpsþættinum Betri helmingurinn með Ása. 

Lífið
Fréttamynd

Linda Ben og Ragnar ætla að gifta sig á Ítalíu í haust

Áhrifavaldurinn og rithöfundurinn Linda Ben og unnusti hennar Ragn­ar Ein­ars­son ætla að gifta sig í haust úti á Ítalíu eftir þrettán ára ástarsamband og sex ára trúlofun. Saman eiga þau tvö börn og búa saman í Mosfellsbænum. 

Lífið
Fréttamynd

Borgar Búi kom ekki til greina

Milla Ósk Magnúsdóttir, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra og Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík létu skíra son sinn við fallega athöfn á þjóðhátíðardeginum í gær.

Lífið
Fréttamynd

Britney Spears og Sam áttu drauma brúðkaupsdag þrátt fyrir innbrotið

Poppstjarnan Britney Spears giftist ástinni sinni Sam Asghari í gær við athöfn sem fór fram á heimili hennar en líkt og greint hefur verið frá braust fyrrverandi eiginmaður hennar inn í brúðkaupið. Synir hennar Sean Preston og Jayden James voru ekki viðstaddir en gáfu út yfirlýsingu um að þeir væru ánægður fyrir hennar hönd.

Lífið
Fréttamynd

Rebel Wilson deilir mynd af nýju kærustunni

Leikkonan Rebel Wilson hefur nú gert opinbert hver nýja ástin í lífi hennar sé og er það Ramona Agruma. Hún hefur áður opnað sig um að hún væri komin í samband en var ekki tilbúin að segja með hvaða einstaklingi það væri.

Lífið
Fréttamynd

Hugrún Birta og fyrrum herra heimur nýtt par

Feg­urðardrottn­ing­in Hugrún Birta Egilsdóttir hefur fundið ástina með hinum enska Jack Hes­lewood. Þau kynntust í gegnum fegurðarsamkeppnina Miss world. Jack var kynnir á keppninni sem Hugrún keppti í fyrr á árinu og var sjálfur Herra heimur árið 2019.

Lífið
Fréttamynd

Jökull í Kaleo og Telma trúlofuð

Jökull Júlíusson söngvari Kaleo og kærasta hans til margra ára Telma Fann­ey Magnús­dótt­ir eru trúlofuð. Samkvæmt færslu frá Telmu á Instagram var stóra spurningin borin upp þann 24. maí og var svarið við henni auðvelt fyrir hana, já.

Lífið