Innlendar Njarðvík hafði betur í grannaslagnum Njarðvík endurheimti toppsætið í Iceland-Express deild karla í kvöld með góðum útisigri á grönnum sínum og erkifjendum í Keflavík, 70-83. Þá vann Skallagrímur öruggan sigur á Haukum í Borgarnesi, 122-106, og tryggði stöðu sína í þriðja sæti deildarinnar. Körfubolti 23.2.2007 21:05 KR tapaði naumlega fyrir Rosenborg KR tapaði naumlega fyrir norsku meisturunum í Rosenborg, 1-0, á æfingamóti á La Manga í dag. Eftir því sem fram kemur á vef Nettavisen í Noregi áttu KR-ingar fínan leik og hefðu vel getað skorað mörk í leiknum. Það var Alexander Banor Tettey sem skoraði mark Rosenborg. Fótbolti 23.2.2007 14:46 Afrekskvennasjóður með fyrstu úthlutunina í dag Í dag var í fyrsta sinn úthlutað styrkjum úr nýstofnuðum afrekskvennasjóði Glitnis og ÍSÍ en sjóðurinn hefur það markmið að styðja við bak afrekskvenna í íþróttum. Stofnframlagið var 20 milljónir króna og voru knattspyrnukonur, skylmingakonur og sundkonur handhafar fyrstu framlaga sjóðsins í dag. Sport 20.2.2007 14:07 Fín tilþrif á bikarmótinu í fimleikum Bikarmót fimleikasambands Íslands í hópfimleikum fór fram í Seljaskóla í gær. Þar mátti sjá stórglsæileg tilþrif. Mótið var tvískipt, fimm lið kepptu í kvennaflokki í TeamGym en tvö lið í blönduðum flokki karla og kvenna þar sem keppt er eftir Evrópureglum. Sport 18.2.2007 15:05 Nýr framkvæmdastjóri KSÍ Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum í dag að veita Geir Þorsteinssyni, nýjum formanni sambandsins, heimild til að ráða Þóri Hákonarson í stöðu framkvæmdastjóra. Fótbolti 16.2.2007 17:45 Njarðvík vann Snæfell í toppslagnum Njarðvík heldur sínu striki í Iceland Express-deild karla í körfubolta og í toppslag kvöldsins vann liðið góðan sigur á Snæfelli, 77-67, í ljónagryfjunni í Reykjanesbæ. KR og Skallagrímur unnu einnig leiki sína í kvöld og eru skammt undan Njarðvíkingum í toppbaráttunni. Körfubolti 11.2.2007 21:45 Valur og HK unnu bæði leiki sína Staða efstu liða í DHL-deild karla í handbolta breyttist ekkert eftir leiki dagsins því Valur og HK unnu bæði leiki sína í dag. Valsarar höfðu betur gegn Íslandsmeisturum Fram í Safamýrinni, 27-26, og í Digranesinu vann HK ungt lið ÍR með sannfærandi hætti, 36-31. Handbolti 11.2.2007 17:43 Stjarnan upp í 3. sæti eftir sigur á Haukum Stjarnan lagði Hauka af velli, 31-28, í viðureign liðanna í DHL-deild karla í handbolta sem fram fór í Garðabænum í kvöld. Með sigrinum er Stjarnan komið upp í 3. sæti deildarinnar, aðeins tveimur stigum á eftir toppliði Vals. Síðarnefnda liðið á reyndar leik til góða gegn Fram á morgun. Handbolti 10.2.2007 19:38 Mikilvægur sigur Fylkis Fylkir vann mjög mikilvægan en jafnframt sannfærandi sigur á Akureyri í DHL-deild karla í handbolta í Árbænum í dag, 29-23. Fylkismenn hafa endurheimt Guðlaug Arnarson, Heimi Örn Árnason og Agnar Jón Arnarsson, og munaði miklu um þá í leiknum í dag. Handbolti 10.2.2007 17:48 Stjarnan heldur sínu striki Stjarnan heldur sínu striki í DHL-deild kvenna í handbolta en í dag vann liðið öruggan sigur á FH, 39-15. Stjarnan hefur fjögurra stiga forskot á Valsstúlkur sem unnu góðan sigur, 24-22, á Haukum. Stjarnan hefur hlotið 24 stig eftir 14 leiki en Valur 20 stig eftir 13 leiki. Handbolti 10.2.2007 17:33 Geir boðar breytingar hjá KSÍ Geir Þorsteinsson, nýkjörinn formaður KSÍ, boðar breytingar hjá knattspyrnusambandinu nú þegar hann tekur við starfi Eggerts Magnússonar. “Vitanlega munum við sjá breytingar á komandi tímum. Ég er allt annar maður en Eggert Magnússon,” sagði Geir eftir að úrslitin lágu ljós fyrir. Ítarlegt viðtal við Geir, sem og aðra frambjóðendur, verður sýnt í kvöldfréttum Stöðvar 2 kl. 18:50. Fótbolti 10.2.2007 17:09 Geir sigraði með miklum yfirburðum Geir Þorsteinsson var í dag kjörinn nýr formaður KSÍ. Geir hlaut yfirburðakosningu í kjörinu eða alls 86 atkvæði. Jafet Ólafsson hlaut 29 atkvæði en Halla Gunnarsdóttir hlaut 3 atkvæði. Geir tekur við starfi formanns af Eggerti Magnússyni, sem nú stígur af stóli eftir 18 ára langa setu. Fótbolti 10.2.2007 14:12 Liðum fjölgar í efstu deild karla og kvenna 12 lið verða í Landsbankadeild karla og 10 lið verða í Landsbankadeild kvenna frá og með tímabilinu 2008, en breytingartillaga þess efnis var samþykkt á ársþingi KSÍ í dag. Þá var Eggert Magnússon kosinn heiðursforseti KSÍ. Fótbolti 10.2.2007 13:58 Eggert: Þakklæti er mér efst í huga Eggert Magnússon, fráfarandi formaður KSÍ, fór um víðan völl í upphafsræðu sinni á ársþingi KSÍ sem sett var á Hótel Loftleiðum í morgun. Eggert sagði að sér væri fyrst og fremst þakklæti í huga að hafa fengið að starfa að sínu stóra áhugamáli í þau 18 ár sem hann hefur gegnt starfi formanns. Fótbolti 10.2.2007 13:47 Haukar steinláu í Vesturbænum KR-ingar unnu yfirburðasigur á Haukum í kvöld, 105-67, og komust þannig við hlið Njarðvíkur á toppi Iceland-Express deildar karla á ný. Einn annar leikur var á dagskrá í kvöld, Skallagrímur vann Fjölni með 100 stigum gegn 89. Körfubolti 9.2.2007 20:57 Margrét Lára fer til Vals Margrét Lára Viðarsdóttir mun samkvæmt heimildum fréttastofu skrifa undir tveggja ára samning við Val nú síðdegis. Margrét Lára hefur leikið með Valsstúlkum síðustu tvö sumur og þekkir því vel til aðstæðna á Hlíðarenda. Ekki þarf að fjölyrða um hversu mikill liðsstyrkur Margrét Lára er fyrir Val, en hún var langbesti leikmaður Landsbankadeildar kvenna á síðustu leiktíð. Fótbolti 9.2.2007 12:19 Íslandsmótið í bekkpressu í Laugardalshöll á morgun Það má gera ráð fyrir hrikalegum átökum í Laugardalshöllinni á morgun, en þar reyna bestu bekkpressarar landsins með sér á Íslandsmótinu. Fjörið hefst klukkan 14 og á meðal keppenda verða Skaga-Kobbi, Ísleifur "Sleifur" Árnason, Ingvar Jóel "Ringo" og Svavar Hlöllahlunkur svo einhverjir molar séu nefndir. Sport 2.2.2007 15:16 Munu ekki skiptast á upplýsingum Bræðurnir Pétur og Jón Arnar Ingvarssyni ætla ekkert að ræða íslenskan körfubolta á meðan þeir eru að þjálfa lið í sömu deild. Á sunnudagskvöldið komu þeir sínum liðum óvænt í bikarúrslitaleikinn. Körfubolti 29.1.2007 21:29 Keflavík í bikarúrslit Keflavíkurstúlkur tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitaleik bikarkeppnis Lýsingar og KKÍ þar sem mótherjar liðsins verða Haukastúlkur. Keflavík vann öruggan sigur á Hamar á heimavelli í kvöld, 104-80. Haukar tryggðu sæti í úrslitunum í gær með því að leggja Grindavík af velli. Körfubolti 29.1.2007 21:28 ÍR og Hamar/Selfoss mætast í bikarúrslitum Það verða lið Hamars/Selfoss og ÍR sem leiða saman hesta sína í úrslitaleik bikarkeppni Lýsingar og KKÍ í körfubolta karla. Hamar/Selfoss lagði Keflavík í kvöld og ÍR vann Grindavík í undanúrslitunum sem fram fóru í kvöld. Í kvennaflokki eru Haukar komnir í úrslit þar sem þeir mæta annaðhvort Keflavík eða Hamar, sem mætast annað kvöld. Körfubolti 28.1.2007 21:16 Nýtt Íslandsmet í 200 metra hlaupi karla Sveinn Elías Elíasson, spretthlaupari úr Fjölni, bætti í dag eigið Íslandsmet í 200 metra hlaupi karla á Meistaramóti Íslands 15-22 ára sem nú stendur yfir í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Sveinn Elías kom í mark á 21,96 sekúndum. Sport 28.1.2007 16:20 Þorvaldur vann Keppt var á afmælismóti Júdósambands Íslands á laugardaginn. Þar fagnaði Þorvaldur Blöndal sigri í opnum flokki karla en hann vann einnig í +90 kg flokki. Gígja Guðbrandsdóttir vann keppni í opnum flokki kvenna. Sport 21.1.2007 22:04 Hermannsmótið fór fram um helgina Um helgina fór fram Hermannsmótið í alpagreinum skíðaíþrótta í Hlíðarfjalli við Akureyri, en mótið er liður í bikarkeppni Skíðasambands Íslands. Þorsteinn Ingason tryggði sér Hermannsbikarinn en Salome Tómasdóttir sigraði í keppnini um Helgubikarinn. Sport 21.1.2007 20:13 Íslendingar Evrópumeistarar B-þjóða í badminton Ragna Ingólfsdóttir og Tinna Helgadóttir tryggðu nú fyrir stundu íslenska badmintonlandsliðinu Evrópumeistaratitil B-liða með sigri á Írum í tvíliðaleik kvenna. Ragna og Tinna sigruðu leikinn nokkuð örugglega í tveimur hrynum, 21-16 og 21-16. Sport 21.1.2007 13:45 Frábær árangur hjá íslenska badmintonfólkinu Íslenska badminton landsliðið lagði það svissneska í undanúrslitum evrópukeppni B-þjóða í Laugardalshöll nú undir kvöldið og tryggði sér þar með þátttökuréttinn í Evrópukeppni A-þjóða. Enn og aftur var það sigur í lokaleiknum sem réði úrslitum. Sport 20.1.2007 18:23 Ísland lagði Króata Íslenska landsliðið í badminton vann í dag góðan 4-1 sigur á því króatíska í fyrsta leik sínum á Evrópumóti B-þjóða sem fram fer í TBR húsinu. Magnús Helgason tapaði leik sínum í einliðaleik karla, en Ragna Ingólfsdóttir sigraði andstæðing sinn í einliðaleik kvenna. Þá vann liðið sigra í tvíliðaleikjum karla- og kvenna og svo í tvenndarleik. Sport 17.1.2007 19:09 Andri Stefan ristarbrotinn Handboltakappinn Andri Stefan, leikmaður Hauka, gengur um á hækjum þessa dagana enda er hann ristarbrotinn. Það er bót í máli fyrir Hauka að Andri skuli meiðast meðan frí er í DHL-deildinni vegna heimsmeistarakeppninnar í handbolta. Handbolti 15.1.2007 19:32 20 milljónir til kvennaíþrótta Menningarsjóður Glitnis hefur lagt fram 20 milljónir króna til að stofna Afrekskvennasjóð Glitnis og ÍSÍ en Sjóðstjórnin tók við styrknum á Nýárshófi Glitnis. Sport 15.1.2007 19:32 Tveggja marka sigur á Tékkum Íslendingar höfðu betur gegn Tékkum í æfingaleik þjóðanna í handbolta sem fram fór í Laugardalshöllinni í dag. Lokatölur urðu 34-32 og náðu íslensku strákarnir þar með að hefna fyrir tapið fyrir Tékkum í gær. Handbolti 14.1.2007 17:37 Ísland með forystu í hálfleik Ísland hefur fjögurra marka forystu, 18-14, gegn Tékkum þegar flautað hefur verið til hálfleiks í æfingaleik liðanna í Laugardalshöllinni. Íslenska liðið er að spila mun betur en það gerði í viðureign liðanna í gær. Handbolti 14.1.2007 16:52 « ‹ 33 34 35 36 37 38 39 40 41 … 75 ›
Njarðvík hafði betur í grannaslagnum Njarðvík endurheimti toppsætið í Iceland-Express deild karla í kvöld með góðum útisigri á grönnum sínum og erkifjendum í Keflavík, 70-83. Þá vann Skallagrímur öruggan sigur á Haukum í Borgarnesi, 122-106, og tryggði stöðu sína í þriðja sæti deildarinnar. Körfubolti 23.2.2007 21:05
KR tapaði naumlega fyrir Rosenborg KR tapaði naumlega fyrir norsku meisturunum í Rosenborg, 1-0, á æfingamóti á La Manga í dag. Eftir því sem fram kemur á vef Nettavisen í Noregi áttu KR-ingar fínan leik og hefðu vel getað skorað mörk í leiknum. Það var Alexander Banor Tettey sem skoraði mark Rosenborg. Fótbolti 23.2.2007 14:46
Afrekskvennasjóður með fyrstu úthlutunina í dag Í dag var í fyrsta sinn úthlutað styrkjum úr nýstofnuðum afrekskvennasjóði Glitnis og ÍSÍ en sjóðurinn hefur það markmið að styðja við bak afrekskvenna í íþróttum. Stofnframlagið var 20 milljónir króna og voru knattspyrnukonur, skylmingakonur og sundkonur handhafar fyrstu framlaga sjóðsins í dag. Sport 20.2.2007 14:07
Fín tilþrif á bikarmótinu í fimleikum Bikarmót fimleikasambands Íslands í hópfimleikum fór fram í Seljaskóla í gær. Þar mátti sjá stórglsæileg tilþrif. Mótið var tvískipt, fimm lið kepptu í kvennaflokki í TeamGym en tvö lið í blönduðum flokki karla og kvenna þar sem keppt er eftir Evrópureglum. Sport 18.2.2007 15:05
Nýr framkvæmdastjóri KSÍ Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum í dag að veita Geir Þorsteinssyni, nýjum formanni sambandsins, heimild til að ráða Þóri Hákonarson í stöðu framkvæmdastjóra. Fótbolti 16.2.2007 17:45
Njarðvík vann Snæfell í toppslagnum Njarðvík heldur sínu striki í Iceland Express-deild karla í körfubolta og í toppslag kvöldsins vann liðið góðan sigur á Snæfelli, 77-67, í ljónagryfjunni í Reykjanesbæ. KR og Skallagrímur unnu einnig leiki sína í kvöld og eru skammt undan Njarðvíkingum í toppbaráttunni. Körfubolti 11.2.2007 21:45
Valur og HK unnu bæði leiki sína Staða efstu liða í DHL-deild karla í handbolta breyttist ekkert eftir leiki dagsins því Valur og HK unnu bæði leiki sína í dag. Valsarar höfðu betur gegn Íslandsmeisturum Fram í Safamýrinni, 27-26, og í Digranesinu vann HK ungt lið ÍR með sannfærandi hætti, 36-31. Handbolti 11.2.2007 17:43
Stjarnan upp í 3. sæti eftir sigur á Haukum Stjarnan lagði Hauka af velli, 31-28, í viðureign liðanna í DHL-deild karla í handbolta sem fram fór í Garðabænum í kvöld. Með sigrinum er Stjarnan komið upp í 3. sæti deildarinnar, aðeins tveimur stigum á eftir toppliði Vals. Síðarnefnda liðið á reyndar leik til góða gegn Fram á morgun. Handbolti 10.2.2007 19:38
Mikilvægur sigur Fylkis Fylkir vann mjög mikilvægan en jafnframt sannfærandi sigur á Akureyri í DHL-deild karla í handbolta í Árbænum í dag, 29-23. Fylkismenn hafa endurheimt Guðlaug Arnarson, Heimi Örn Árnason og Agnar Jón Arnarsson, og munaði miklu um þá í leiknum í dag. Handbolti 10.2.2007 17:48
Stjarnan heldur sínu striki Stjarnan heldur sínu striki í DHL-deild kvenna í handbolta en í dag vann liðið öruggan sigur á FH, 39-15. Stjarnan hefur fjögurra stiga forskot á Valsstúlkur sem unnu góðan sigur, 24-22, á Haukum. Stjarnan hefur hlotið 24 stig eftir 14 leiki en Valur 20 stig eftir 13 leiki. Handbolti 10.2.2007 17:33
Geir boðar breytingar hjá KSÍ Geir Þorsteinsson, nýkjörinn formaður KSÍ, boðar breytingar hjá knattspyrnusambandinu nú þegar hann tekur við starfi Eggerts Magnússonar. “Vitanlega munum við sjá breytingar á komandi tímum. Ég er allt annar maður en Eggert Magnússon,” sagði Geir eftir að úrslitin lágu ljós fyrir. Ítarlegt viðtal við Geir, sem og aðra frambjóðendur, verður sýnt í kvöldfréttum Stöðvar 2 kl. 18:50. Fótbolti 10.2.2007 17:09
Geir sigraði með miklum yfirburðum Geir Þorsteinsson var í dag kjörinn nýr formaður KSÍ. Geir hlaut yfirburðakosningu í kjörinu eða alls 86 atkvæði. Jafet Ólafsson hlaut 29 atkvæði en Halla Gunnarsdóttir hlaut 3 atkvæði. Geir tekur við starfi formanns af Eggerti Magnússyni, sem nú stígur af stóli eftir 18 ára langa setu. Fótbolti 10.2.2007 14:12
Liðum fjölgar í efstu deild karla og kvenna 12 lið verða í Landsbankadeild karla og 10 lið verða í Landsbankadeild kvenna frá og með tímabilinu 2008, en breytingartillaga þess efnis var samþykkt á ársþingi KSÍ í dag. Þá var Eggert Magnússon kosinn heiðursforseti KSÍ. Fótbolti 10.2.2007 13:58
Eggert: Þakklæti er mér efst í huga Eggert Magnússon, fráfarandi formaður KSÍ, fór um víðan völl í upphafsræðu sinni á ársþingi KSÍ sem sett var á Hótel Loftleiðum í morgun. Eggert sagði að sér væri fyrst og fremst þakklæti í huga að hafa fengið að starfa að sínu stóra áhugamáli í þau 18 ár sem hann hefur gegnt starfi formanns. Fótbolti 10.2.2007 13:47
Haukar steinláu í Vesturbænum KR-ingar unnu yfirburðasigur á Haukum í kvöld, 105-67, og komust þannig við hlið Njarðvíkur á toppi Iceland-Express deildar karla á ný. Einn annar leikur var á dagskrá í kvöld, Skallagrímur vann Fjölni með 100 stigum gegn 89. Körfubolti 9.2.2007 20:57
Margrét Lára fer til Vals Margrét Lára Viðarsdóttir mun samkvæmt heimildum fréttastofu skrifa undir tveggja ára samning við Val nú síðdegis. Margrét Lára hefur leikið með Valsstúlkum síðustu tvö sumur og þekkir því vel til aðstæðna á Hlíðarenda. Ekki þarf að fjölyrða um hversu mikill liðsstyrkur Margrét Lára er fyrir Val, en hún var langbesti leikmaður Landsbankadeildar kvenna á síðustu leiktíð. Fótbolti 9.2.2007 12:19
Íslandsmótið í bekkpressu í Laugardalshöll á morgun Það má gera ráð fyrir hrikalegum átökum í Laugardalshöllinni á morgun, en þar reyna bestu bekkpressarar landsins með sér á Íslandsmótinu. Fjörið hefst klukkan 14 og á meðal keppenda verða Skaga-Kobbi, Ísleifur "Sleifur" Árnason, Ingvar Jóel "Ringo" og Svavar Hlöllahlunkur svo einhverjir molar séu nefndir. Sport 2.2.2007 15:16
Munu ekki skiptast á upplýsingum Bræðurnir Pétur og Jón Arnar Ingvarssyni ætla ekkert að ræða íslenskan körfubolta á meðan þeir eru að þjálfa lið í sömu deild. Á sunnudagskvöldið komu þeir sínum liðum óvænt í bikarúrslitaleikinn. Körfubolti 29.1.2007 21:29
Keflavík í bikarúrslit Keflavíkurstúlkur tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitaleik bikarkeppnis Lýsingar og KKÍ þar sem mótherjar liðsins verða Haukastúlkur. Keflavík vann öruggan sigur á Hamar á heimavelli í kvöld, 104-80. Haukar tryggðu sæti í úrslitunum í gær með því að leggja Grindavík af velli. Körfubolti 29.1.2007 21:28
ÍR og Hamar/Selfoss mætast í bikarúrslitum Það verða lið Hamars/Selfoss og ÍR sem leiða saman hesta sína í úrslitaleik bikarkeppni Lýsingar og KKÍ í körfubolta karla. Hamar/Selfoss lagði Keflavík í kvöld og ÍR vann Grindavík í undanúrslitunum sem fram fóru í kvöld. Í kvennaflokki eru Haukar komnir í úrslit þar sem þeir mæta annaðhvort Keflavík eða Hamar, sem mætast annað kvöld. Körfubolti 28.1.2007 21:16
Nýtt Íslandsmet í 200 metra hlaupi karla Sveinn Elías Elíasson, spretthlaupari úr Fjölni, bætti í dag eigið Íslandsmet í 200 metra hlaupi karla á Meistaramóti Íslands 15-22 ára sem nú stendur yfir í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Sveinn Elías kom í mark á 21,96 sekúndum. Sport 28.1.2007 16:20
Þorvaldur vann Keppt var á afmælismóti Júdósambands Íslands á laugardaginn. Þar fagnaði Þorvaldur Blöndal sigri í opnum flokki karla en hann vann einnig í +90 kg flokki. Gígja Guðbrandsdóttir vann keppni í opnum flokki kvenna. Sport 21.1.2007 22:04
Hermannsmótið fór fram um helgina Um helgina fór fram Hermannsmótið í alpagreinum skíðaíþrótta í Hlíðarfjalli við Akureyri, en mótið er liður í bikarkeppni Skíðasambands Íslands. Þorsteinn Ingason tryggði sér Hermannsbikarinn en Salome Tómasdóttir sigraði í keppnini um Helgubikarinn. Sport 21.1.2007 20:13
Íslendingar Evrópumeistarar B-þjóða í badminton Ragna Ingólfsdóttir og Tinna Helgadóttir tryggðu nú fyrir stundu íslenska badmintonlandsliðinu Evrópumeistaratitil B-liða með sigri á Írum í tvíliðaleik kvenna. Ragna og Tinna sigruðu leikinn nokkuð örugglega í tveimur hrynum, 21-16 og 21-16. Sport 21.1.2007 13:45
Frábær árangur hjá íslenska badmintonfólkinu Íslenska badminton landsliðið lagði það svissneska í undanúrslitum evrópukeppni B-þjóða í Laugardalshöll nú undir kvöldið og tryggði sér þar með þátttökuréttinn í Evrópukeppni A-þjóða. Enn og aftur var það sigur í lokaleiknum sem réði úrslitum. Sport 20.1.2007 18:23
Ísland lagði Króata Íslenska landsliðið í badminton vann í dag góðan 4-1 sigur á því króatíska í fyrsta leik sínum á Evrópumóti B-þjóða sem fram fer í TBR húsinu. Magnús Helgason tapaði leik sínum í einliðaleik karla, en Ragna Ingólfsdóttir sigraði andstæðing sinn í einliðaleik kvenna. Þá vann liðið sigra í tvíliðaleikjum karla- og kvenna og svo í tvenndarleik. Sport 17.1.2007 19:09
Andri Stefan ristarbrotinn Handboltakappinn Andri Stefan, leikmaður Hauka, gengur um á hækjum þessa dagana enda er hann ristarbrotinn. Það er bót í máli fyrir Hauka að Andri skuli meiðast meðan frí er í DHL-deildinni vegna heimsmeistarakeppninnar í handbolta. Handbolti 15.1.2007 19:32
20 milljónir til kvennaíþrótta Menningarsjóður Glitnis hefur lagt fram 20 milljónir króna til að stofna Afrekskvennasjóð Glitnis og ÍSÍ en Sjóðstjórnin tók við styrknum á Nýárshófi Glitnis. Sport 15.1.2007 19:32
Tveggja marka sigur á Tékkum Íslendingar höfðu betur gegn Tékkum í æfingaleik þjóðanna í handbolta sem fram fór í Laugardalshöllinni í dag. Lokatölur urðu 34-32 og náðu íslensku strákarnir þar með að hefna fyrir tapið fyrir Tékkum í gær. Handbolti 14.1.2007 17:37
Ísland með forystu í hálfleik Ísland hefur fjögurra marka forystu, 18-14, gegn Tékkum þegar flautað hefur verið til hálfleiks í æfingaleik liðanna í Laugardalshöllinni. Íslenska liðið er að spila mun betur en það gerði í viðureign liðanna í gær. Handbolti 14.1.2007 16:52
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent