Ólympíuleikar 2024 í París

Fréttamynd

Grunar vinstri­öfga­menn um græsku

Innanríkisráðherra Frakklands segir að grunur beinist að herskáum hópum vinstriöfgamanna vegna skemmdarverka sem voru unnin á hraðlestakerfi fyrir opnunarhátíð Ólympíuleikanna í París. Frekari skemmdarverk voru unnin í gær.

Erlent
Fréttamynd

Ís­lenska íþróttafólkið fékk gefins síma og smokka

Það kostar blóð, svita og tár að vinna sér sæti á Ólympíuleikunum og það er alltaf að verða erfiðara og erfiðara að komast þangað. Það er þó ekki bara heiðurinn sem fylgir því að keppa á stærsta íþróttamóti heims. Það eru ýmis fríðindi sem fylgja því líka.

Sport
Fréttamynd

Djokovic lagði leirkónginn Nadal

Novak Djokovic tók skref í átt að sínu fyrsta Ólympíugulli þegar risaviðureign fór fram á Roland Garros-vellinum í París í dag. Djokovic sló Rafael Nadal, konung leirsins, úr keppni.

Sport
Fréttamynd

Ólympíu­meistarinn al­gjör­lega ó­huggandi

Hin japanska Uta Abe varð Ólympíumeistari í júdó á síðustu Ólympíuleikunum og ætlaði sér mikið á leikunum í París í ár. Það var því mikil áfall fyrir hana þegar hún datt úr leik strax í annarri umferð í gær.

Sport
Fréttamynd

„Við erum ekki svindlarar“

Kanadíska kvennalandsliðið í knattspyrnu er búið að vinna tvo fyrstu leiki sína á Ólympíuleikunum í París en liðið er samt með ekkert stig.

Fótbolti
Fréttamynd

„Fyrir­gefðu, elskan mín“

Ítalski hástökkvarinn Gianmarco Tamberi átti mjög sérstakt kvöld á setningarhátíðinni á Ólympíuleikunum í París. Honum var þar sýndur mikill heiður með því að vera fánaberi Ítala en kvöldið hans endaði ekki nógu vel.

Sport