Erlendar Tallin komið yfir TVMK Tallin hefur náð 1-0 forystu gegn FH í leik liðanna í forkeppni meistaradeildarinnar. Markið kom úr vítaspyrnu á 60. mínútu leiksins og gefur eistneska liðinu eflaust byr undir báða vængi, en Hafnfirðingar eru þó enn yfir í einvíginu á mörkum skoruðum á útivelli. Sport 19.7.2006 20:30 Jafnt í Kaplakrika í hálfleik Staðan í leik FH og TVMK Tallin í forkeppni meistaradeildar Evrópu er 0-0 þegar flautað hefur verið til hálfleiks í síðari leik liðanna í Kaplakrika. FH hefur því enn yfir 3-2 samanlagt í einvíginu og er í ágætum málum. Eistarnir hafa átt besta færið í leiknum til þessa, en Hafnfirðingar virðast þó hafa góð tök í leiknum sem sýndur er beint á Sýn. Sport 19.7.2006 20:01 Portsmouth að kaupa Manuel Fernandes Enska úrvalsdeildarliðið Portsmouth er mikið í fréttunum þessa dagana. Í dag gekk Rússinn Alexandre Gaydamak frá kaupum á félaginu og nú berast þær fregnir frá breska sjónvarpinu að félagið sé við það að ganga frá kaupum á portúgalska miðjumanninum Manuel Fernandes frá Benfica fyrir 10 milljónir punda. Sport 19.7.2006 18:39 FH - Tallin í beinni á Sýn í kvöld Síðari leikur FH-inga og eistnesku meistaranna TVMK Tallin í forkeppni meistaradeildar Evrópu fer fram í Kaplakrika í kvöld og verður sýndur beint á Sýn. Hafnfirðingar unnu frækinn 3-2 sigur ytra í fyrri leiknum og eru því í góðri stöðu fyrir hinn síðari í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:15. Sport 19.7.2006 18:12 Renault hefur áhuga á Raikkönen Forráðamenn Renault-liðsins í formúlu 1 segja það ekkert leyndarmál að þeir hafi mikinn áhuga á að fá finnska ökuþórinn Kimi Raikkönen til liðs við sig á næsta keppnistímabili þegar heimsmeistarinn Fernando Alonso gengur í raðir McLaren. Formúla 1 19.7.2006 18:03 Luke Young framlengir hjá Charlton Enski landsliðsmaðurinn Luke Young hefur framlengt samning sinn við enska úrvalsdeildarliðið Charlton til fjögurra ára. Young er 26 ára gamall og er fyrirliði liðsins. Hann fór fram á að verða seldur frá félaginu í vor, en eftir fund með nýráðnum knattspyrnustjóra félagsins, Ian Dowie, ákvað Young að feta í fótspor Darren Bent og vera áfram í herbúðum Lundúnaliðsins. Sport 19.7.2006 17:55 Parreira segir af sér Carlos Alberto Parreira hefur sagt af sér sem landsliðsþjálfari Brasilíu eftir að liðinu mistókst að verja heimsmeistaratitil sinn í knattspyrnu. Parreira er 63 ára gamall og hafði stýrt brasilíska liðinu í fjögur ár. Hann segist ætla að verja meiri tíma með fjölskyldu sinni í framtíðinni líkt og svo margir þjálfarar sem láta af störfum í nútímaknattspyrnu. Parreira stýrði Brössum til sigurs á HM í Bandaríkjunum árið 1994 og er nú að láta af störfum hjá landsliðinu í þriðja sinn á ferlinum. Sport 19.7.2006 17:50 Gaydamak kaupir Portsmouth Rússneski milljónamæringurinn Alexandre Gaydamak hefur gengið frá kaupum á enska úrvalsdeildarfélaginu Portsmouth. Gaydamak eignaðist helmingshlut í félaginu fyrir nokkrum mánuðum, en hefur nú keypt Milan Mandaric að fullu út úr félaginu og er orðinn aðaleigandi þess. Mandaric hefur verið stjórnarformaður félagsins til þessa, en lætur af þeirri stöðu nú, þó hann verði áfram í stjórn félagsins. Sport 19.7.2006 15:24 Í sjö mánaða bann fyrir neyslu kókaíns Shaun Newton, leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins West Ham, hefur verið dæmdur í sjö mánaða keppnisbann eftir að hafa neitt kókaíns. Upp komst um eiturlyfjaneyslu leikmannsins þegar hann var tekinn í lyfjapróf eftir leik West Ham og Middlesbrough í vor. Sport 19.7.2006 14:02 Portsmouth gerir tilboð í Nicolas Anelka Franski framherjinn Nicolas Anelka segir að enska úrvalsdeildarfélagið Portsmouth hafi gert liði sínu Fenerbahce kauptilboð í sig upp á rúmar 8 milljónir punda. Hann segir ennfremur að Bolton og Blackburn hafi sýnt sér áhuga, en enn sem komið er sé Portsmouth eina liðið sem gert hafi formlegt tilboð. Sport 19.7.2006 13:32 Tilboði Real Madrid í Nistelrooy hafnað Sir Alex Ferguson staðfesti í kvöld að Manchester United hefði neitað kauptilboði spænska stórliðsins Real Madrid í framherjann Ruud Van Nistelrooy. Fyrr í kvöld gengu þær fréttir fjöllum hærra að framherjinn gengi í raðir Real Madrid á morgun, en nú er útlit fyrir að ekkert verði af því. Fótbolti 18.7.2006 21:57 Tottenham lagði Celta Vigo Tottenham lagði spænska liðið Celta Vigo 2-0 í æfingaleik liðanna í kvöld. Framherjinn knái Jermain Defoe kom inn í lið Tottenham sem varamaður í hálfleik og skoraði bæði mörk liðsins. Þetta var þriðji sigur Tottenham í jafn mörgum leikjum á undirbúningstímabilinu. Sport 18.7.2006 21:33 Manchester United lagði Kaizer Chiefs Manchester United lagði í kvöld lið Kaizer Chiefs 1-0 í æfingaleik í Höfðaborg í Suður-Afríku þar sem enska liðið er í æfingabúðum um þessar mundir. United gekk illa að brjóta sterka vörn heimamanna á bak aftur, en það var að lokum Kínverjinn Dong Fangzhou sem braut ísinn á 83. mínútu og tryggði United sigur. Sport 18.7.2006 21:02 Mourning áfram hjá Miami Miðherjinn Alonzo Mourning hefur undirritað eins árs framlengingu á samningi sínum við NBA-meistara Miami Heat. Samningurinn verður upp á algjöra lágmarksupphæð og sagðist Mourning byggja ákvörðun sína á því hversu vænt honum þætti um stuðningsmenn liðsins. Sport 18.7.2006 17:18 Áfrýjun hefst 22. júlí Juventus, Lazio, Fiorentina og AC Milan munu hefja áfrýjunarmál sitt fyrir dómstóli frá og með laugardeginum 22. júlí að sögn breska sjónvarpsins. Milan mun áfrýja ákvörðun dóms um stigafrádrátt sinn í A-deild á næsta ári, en hin liðin þrjú áfrýja stigafrádrætti og því að vera felld niður um deild. Ólíklegt er talið að Milan hafi nægan tíma til að áfrýja banninu á þáttöku í meistaradeildinni og verði því að sætta sig við að taka ekki þátt á næstu leiktíð. Fótbolti 18.7.2006 17:06 Engin útsala fyrirhuguð Forráðamenn ítalska stórliðsins AC Milan hafa gefið það út að engar af stórstjörnum félagsins verði settar á sölulista þó ljóst þyki að liðið eigi litla möguleika á að vinna meistaratitilinn á næstu leiktíð eftir að hafa fengið stigarefsinguna á dögunum. Liðið fær ekki heldur að taka þátt í meistaradeildinni, en það þýðir ekki að árar verði lagðar í bát í Mílanó. Fótbolti 18.7.2006 16:57 Javier Clemente ráðinn landsliðsþjálfari Serbneska knattspyrnusambandið hefur gengið frá tveggja ára ráðningarsamningi við þjálfarann Javier Clemente, sem áður stýrði meðal annars spænska landsliðinu. Clemente er fyrsti útlendingurinn sem ráðinn er til starfa í sögu serbneska landsliðsins og mun nú stýra því fram yfir EM árið 2008. Sport 18.7.2006 16:50 Magath framlengir samning sinn Þýskalandsmeistarar Bayern Munchen hafa framlengt samning þjálfarans Felix Magath um eitt ár og mun hann því stýra liðinu út árið 2008. Magath hefur náð frábærum árangri með liðið síðan hann tók við því árið 2004 og hefur stýrt því til sigurs í bæði deild og bikar bæði tímabilin sem hann hefur verið við stjórn. Fótbolti 18.7.2006 16:43 Hættur að leika með landsliðinu Króatíski framherjinn Dado Prso hjá Glasgow Rangers hefur tilkynnt að hann sé hættur að leika með landsliðinu, 32 ára að aldri. Umboðsmaður leikmannsins sagði skjólstæðing sinn ætla að einbeita sér að félagsliði sínu á næstunni, því álagið sem fylgi því að spila á öllum vígstöðvum sé orðið of mikið. Sport 18.7.2006 16:36 Hefur ekki áhyggjur af álaginu Nýráðinn landsliðsþjálfari Ítala, hinn 43 ára gamli Roberto Donadoni, segist ekki hafa áhyggjur af þeirri pressu sem fylgi því að taka við nýkrýndum heimsmeistununum. Sport 18.7.2006 16:32 Darren Bent framlengir við Charlton Framherjinn ungi Darren Bent hjá Charlton hefur nú bundið enda á vangaveltur um framtíð sína með því að undirrita nýjan fjögurra ára samning við félagið. Bent var einn heitasti framherjinn í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og var um tíma í enska landsliðshópnum. Sport 18.7.2006 16:27 Skjálfti í stuðningsmönnum Samtök stuðningsmanna Manchester United hafa miklar áhyggjur af rekstri félagsins um þessar mundir, en skuldir eigenda þess vegna yfirtökunnar á sínum tíma nema um 660 milljónum punda. Eigendur United segja áhyggjur þessar óþarfar. Sport 18.7.2006 16:18 Denny Landzaat kominn til Wigan Wigan gekk í dag frá kaupum á hollenska landsliðsmanninum Denny Landzaat frá AZ Alkmaar í Hollandi. Landzaat hefur skrifað undir þriggja ára samning við Wigan og er kaupverðið sagt vera um 2,5 milljónir punda. Landzaat er þrítugur miðjumaður og var í liði Hollendinga á HM. Sport 18.7.2006 15:34 Engin tilboð komin í Torres Forseti spænska félagsins Atletico Madrid segir að sér hafi engin tilboð borist í framherjann sterka Fernando Torres, þrátt fyrir þrálátan orðróm um að félög á borð við Manchester United séu á höttunum eftir honum. Hinn 22 ára gamli Torres hefur verið talinn einn besti og efnilegasti framherji í Evrópu um árabil og er reglulega orðaður hvert stórliðið á fætur öðru. Fótbolti 18.7.2006 15:15 Quedrue í viðræðum við Fulham Franski bakvörðurinn Franck Quedrue hjá Middlesbrough á nú í viðræðum við Chris Coleman og félaga í Fulham, en hann hefur gefið það upp að hann vilji fara frá Boro. Nokkur lið í Frakklandi hafa einnig sett sig í samband við leikmanninn, en sem stendur er Fulham hvað líklegast til að landa honum. Quedrue hefur leikið með Boro í fjögur ár og var áður hjá franska liðinu Lens. Sport 18.7.2006 15:10 Við höfum ekki efni á leikmönnum Juventus Arsene Wenger gefur lítið út á þann orðróm að Arsenal sé á höttunum eftir einhverjum af stórstjörnum Juventus sem væntanlega munu yfirgefa ítalska félagið á næstu mánuðum, því hann segir að Arsenal hafi einfaldlega ekki efni á að borga þeim laun. Fótbolti 18.7.2006 14:58 Nistelrooy fer ekki á útsöluverði Sir Alex Ferguson segir að Manchester United hafi enn ekki fengið formlegt tilboð í sóknarmanninn Ruud Van Nistelrooy, en bendir á að hann muni ekki fara á neinu útsöluverði þó hann hafi farið fram á að verða seldur frá félaginu. Sport 18.7.2006 14:05 Ribery verður ekki seldur Forseti franska knattspyrnufélagsins Marseille segir að vængmaðurinn Franck Ribery verði alls ekki seldur í sumar, sama hve hátt verði boðið. Ribery er samningsbundinn félaginu næstu fjögur ár og vill forsetinn byggja upp sterkt lið í kring um landsliðsmennina Ribery og Djibril Cisse, sem nýverið kom til heimalandsins sem lánsmaður frá Liverpool. Lið eins og Arsenal, Manchester United og Lyon höfðu sýnt leikmanninum áhuga að undanförnu. Sport 18.7.2006 14:39 AC Milan þykir líklegast til að hreppa Zambrotta Eins og búast mátti við í kjölfar ófara Juventus á síðustu dögum, hafa stórlið Evrópu nú rennt hýru auga til bestu leikmanna félagsins. Hinn fjölhæfi Gianluca Zambrotta er þar engin undantekning, en Sky-sjónvarpsstöðin heldur því fram að AC Milan sé líklegasta félagið til að landa honum. Fótbolti 18.7.2006 14:29 Kobe Bryant líklega út úr myndinni Nokkur skörð hafa verið höggvin í bandaríska landsliðshópinn í körfubolta sem undirbýr sig nú fyrir heimsmeistaramótið í Japan sem hefst í lok næsta mánaðar. Kobe Bryant mun að öllum líkindum missa af keppninni eftir að hafa þurft að gangast undir minniháttar aðgerð á hné, en áður höfðu þeir JJ Redick (bakmeiðsli), Lamar Odom (persónulegar ástæður) og Paul Pierce (uppskurður á öxl) dregið sig úr hópnum. Sport 18.7.2006 14:18 « ‹ 138 139 140 141 142 143 144 145 146 … 264 ›
Tallin komið yfir TVMK Tallin hefur náð 1-0 forystu gegn FH í leik liðanna í forkeppni meistaradeildarinnar. Markið kom úr vítaspyrnu á 60. mínútu leiksins og gefur eistneska liðinu eflaust byr undir báða vængi, en Hafnfirðingar eru þó enn yfir í einvíginu á mörkum skoruðum á útivelli. Sport 19.7.2006 20:30
Jafnt í Kaplakrika í hálfleik Staðan í leik FH og TVMK Tallin í forkeppni meistaradeildar Evrópu er 0-0 þegar flautað hefur verið til hálfleiks í síðari leik liðanna í Kaplakrika. FH hefur því enn yfir 3-2 samanlagt í einvíginu og er í ágætum málum. Eistarnir hafa átt besta færið í leiknum til þessa, en Hafnfirðingar virðast þó hafa góð tök í leiknum sem sýndur er beint á Sýn. Sport 19.7.2006 20:01
Portsmouth að kaupa Manuel Fernandes Enska úrvalsdeildarliðið Portsmouth er mikið í fréttunum þessa dagana. Í dag gekk Rússinn Alexandre Gaydamak frá kaupum á félaginu og nú berast þær fregnir frá breska sjónvarpinu að félagið sé við það að ganga frá kaupum á portúgalska miðjumanninum Manuel Fernandes frá Benfica fyrir 10 milljónir punda. Sport 19.7.2006 18:39
FH - Tallin í beinni á Sýn í kvöld Síðari leikur FH-inga og eistnesku meistaranna TVMK Tallin í forkeppni meistaradeildar Evrópu fer fram í Kaplakrika í kvöld og verður sýndur beint á Sýn. Hafnfirðingar unnu frækinn 3-2 sigur ytra í fyrri leiknum og eru því í góðri stöðu fyrir hinn síðari í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:15. Sport 19.7.2006 18:12
Renault hefur áhuga á Raikkönen Forráðamenn Renault-liðsins í formúlu 1 segja það ekkert leyndarmál að þeir hafi mikinn áhuga á að fá finnska ökuþórinn Kimi Raikkönen til liðs við sig á næsta keppnistímabili þegar heimsmeistarinn Fernando Alonso gengur í raðir McLaren. Formúla 1 19.7.2006 18:03
Luke Young framlengir hjá Charlton Enski landsliðsmaðurinn Luke Young hefur framlengt samning sinn við enska úrvalsdeildarliðið Charlton til fjögurra ára. Young er 26 ára gamall og er fyrirliði liðsins. Hann fór fram á að verða seldur frá félaginu í vor, en eftir fund með nýráðnum knattspyrnustjóra félagsins, Ian Dowie, ákvað Young að feta í fótspor Darren Bent og vera áfram í herbúðum Lundúnaliðsins. Sport 19.7.2006 17:55
Parreira segir af sér Carlos Alberto Parreira hefur sagt af sér sem landsliðsþjálfari Brasilíu eftir að liðinu mistókst að verja heimsmeistaratitil sinn í knattspyrnu. Parreira er 63 ára gamall og hafði stýrt brasilíska liðinu í fjögur ár. Hann segist ætla að verja meiri tíma með fjölskyldu sinni í framtíðinni líkt og svo margir þjálfarar sem láta af störfum í nútímaknattspyrnu. Parreira stýrði Brössum til sigurs á HM í Bandaríkjunum árið 1994 og er nú að láta af störfum hjá landsliðinu í þriðja sinn á ferlinum. Sport 19.7.2006 17:50
Gaydamak kaupir Portsmouth Rússneski milljónamæringurinn Alexandre Gaydamak hefur gengið frá kaupum á enska úrvalsdeildarfélaginu Portsmouth. Gaydamak eignaðist helmingshlut í félaginu fyrir nokkrum mánuðum, en hefur nú keypt Milan Mandaric að fullu út úr félaginu og er orðinn aðaleigandi þess. Mandaric hefur verið stjórnarformaður félagsins til þessa, en lætur af þeirri stöðu nú, þó hann verði áfram í stjórn félagsins. Sport 19.7.2006 15:24
Í sjö mánaða bann fyrir neyslu kókaíns Shaun Newton, leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins West Ham, hefur verið dæmdur í sjö mánaða keppnisbann eftir að hafa neitt kókaíns. Upp komst um eiturlyfjaneyslu leikmannsins þegar hann var tekinn í lyfjapróf eftir leik West Ham og Middlesbrough í vor. Sport 19.7.2006 14:02
Portsmouth gerir tilboð í Nicolas Anelka Franski framherjinn Nicolas Anelka segir að enska úrvalsdeildarfélagið Portsmouth hafi gert liði sínu Fenerbahce kauptilboð í sig upp á rúmar 8 milljónir punda. Hann segir ennfremur að Bolton og Blackburn hafi sýnt sér áhuga, en enn sem komið er sé Portsmouth eina liðið sem gert hafi formlegt tilboð. Sport 19.7.2006 13:32
Tilboði Real Madrid í Nistelrooy hafnað Sir Alex Ferguson staðfesti í kvöld að Manchester United hefði neitað kauptilboði spænska stórliðsins Real Madrid í framherjann Ruud Van Nistelrooy. Fyrr í kvöld gengu þær fréttir fjöllum hærra að framherjinn gengi í raðir Real Madrid á morgun, en nú er útlit fyrir að ekkert verði af því. Fótbolti 18.7.2006 21:57
Tottenham lagði Celta Vigo Tottenham lagði spænska liðið Celta Vigo 2-0 í æfingaleik liðanna í kvöld. Framherjinn knái Jermain Defoe kom inn í lið Tottenham sem varamaður í hálfleik og skoraði bæði mörk liðsins. Þetta var þriðji sigur Tottenham í jafn mörgum leikjum á undirbúningstímabilinu. Sport 18.7.2006 21:33
Manchester United lagði Kaizer Chiefs Manchester United lagði í kvöld lið Kaizer Chiefs 1-0 í æfingaleik í Höfðaborg í Suður-Afríku þar sem enska liðið er í æfingabúðum um þessar mundir. United gekk illa að brjóta sterka vörn heimamanna á bak aftur, en það var að lokum Kínverjinn Dong Fangzhou sem braut ísinn á 83. mínútu og tryggði United sigur. Sport 18.7.2006 21:02
Mourning áfram hjá Miami Miðherjinn Alonzo Mourning hefur undirritað eins árs framlengingu á samningi sínum við NBA-meistara Miami Heat. Samningurinn verður upp á algjöra lágmarksupphæð og sagðist Mourning byggja ákvörðun sína á því hversu vænt honum þætti um stuðningsmenn liðsins. Sport 18.7.2006 17:18
Áfrýjun hefst 22. júlí Juventus, Lazio, Fiorentina og AC Milan munu hefja áfrýjunarmál sitt fyrir dómstóli frá og með laugardeginum 22. júlí að sögn breska sjónvarpsins. Milan mun áfrýja ákvörðun dóms um stigafrádrátt sinn í A-deild á næsta ári, en hin liðin þrjú áfrýja stigafrádrætti og því að vera felld niður um deild. Ólíklegt er talið að Milan hafi nægan tíma til að áfrýja banninu á þáttöku í meistaradeildinni og verði því að sætta sig við að taka ekki þátt á næstu leiktíð. Fótbolti 18.7.2006 17:06
Engin útsala fyrirhuguð Forráðamenn ítalska stórliðsins AC Milan hafa gefið það út að engar af stórstjörnum félagsins verði settar á sölulista þó ljóst þyki að liðið eigi litla möguleika á að vinna meistaratitilinn á næstu leiktíð eftir að hafa fengið stigarefsinguna á dögunum. Liðið fær ekki heldur að taka þátt í meistaradeildinni, en það þýðir ekki að árar verði lagðar í bát í Mílanó. Fótbolti 18.7.2006 16:57
Javier Clemente ráðinn landsliðsþjálfari Serbneska knattspyrnusambandið hefur gengið frá tveggja ára ráðningarsamningi við þjálfarann Javier Clemente, sem áður stýrði meðal annars spænska landsliðinu. Clemente er fyrsti útlendingurinn sem ráðinn er til starfa í sögu serbneska landsliðsins og mun nú stýra því fram yfir EM árið 2008. Sport 18.7.2006 16:50
Magath framlengir samning sinn Þýskalandsmeistarar Bayern Munchen hafa framlengt samning þjálfarans Felix Magath um eitt ár og mun hann því stýra liðinu út árið 2008. Magath hefur náð frábærum árangri með liðið síðan hann tók við því árið 2004 og hefur stýrt því til sigurs í bæði deild og bikar bæði tímabilin sem hann hefur verið við stjórn. Fótbolti 18.7.2006 16:43
Hættur að leika með landsliðinu Króatíski framherjinn Dado Prso hjá Glasgow Rangers hefur tilkynnt að hann sé hættur að leika með landsliðinu, 32 ára að aldri. Umboðsmaður leikmannsins sagði skjólstæðing sinn ætla að einbeita sér að félagsliði sínu á næstunni, því álagið sem fylgi því að spila á öllum vígstöðvum sé orðið of mikið. Sport 18.7.2006 16:36
Hefur ekki áhyggjur af álaginu Nýráðinn landsliðsþjálfari Ítala, hinn 43 ára gamli Roberto Donadoni, segist ekki hafa áhyggjur af þeirri pressu sem fylgi því að taka við nýkrýndum heimsmeistununum. Sport 18.7.2006 16:32
Darren Bent framlengir við Charlton Framherjinn ungi Darren Bent hjá Charlton hefur nú bundið enda á vangaveltur um framtíð sína með því að undirrita nýjan fjögurra ára samning við félagið. Bent var einn heitasti framherjinn í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og var um tíma í enska landsliðshópnum. Sport 18.7.2006 16:27
Skjálfti í stuðningsmönnum Samtök stuðningsmanna Manchester United hafa miklar áhyggjur af rekstri félagsins um þessar mundir, en skuldir eigenda þess vegna yfirtökunnar á sínum tíma nema um 660 milljónum punda. Eigendur United segja áhyggjur þessar óþarfar. Sport 18.7.2006 16:18
Denny Landzaat kominn til Wigan Wigan gekk í dag frá kaupum á hollenska landsliðsmanninum Denny Landzaat frá AZ Alkmaar í Hollandi. Landzaat hefur skrifað undir þriggja ára samning við Wigan og er kaupverðið sagt vera um 2,5 milljónir punda. Landzaat er þrítugur miðjumaður og var í liði Hollendinga á HM. Sport 18.7.2006 15:34
Engin tilboð komin í Torres Forseti spænska félagsins Atletico Madrid segir að sér hafi engin tilboð borist í framherjann sterka Fernando Torres, þrátt fyrir þrálátan orðróm um að félög á borð við Manchester United séu á höttunum eftir honum. Hinn 22 ára gamli Torres hefur verið talinn einn besti og efnilegasti framherji í Evrópu um árabil og er reglulega orðaður hvert stórliðið á fætur öðru. Fótbolti 18.7.2006 15:15
Quedrue í viðræðum við Fulham Franski bakvörðurinn Franck Quedrue hjá Middlesbrough á nú í viðræðum við Chris Coleman og félaga í Fulham, en hann hefur gefið það upp að hann vilji fara frá Boro. Nokkur lið í Frakklandi hafa einnig sett sig í samband við leikmanninn, en sem stendur er Fulham hvað líklegast til að landa honum. Quedrue hefur leikið með Boro í fjögur ár og var áður hjá franska liðinu Lens. Sport 18.7.2006 15:10
Við höfum ekki efni á leikmönnum Juventus Arsene Wenger gefur lítið út á þann orðróm að Arsenal sé á höttunum eftir einhverjum af stórstjörnum Juventus sem væntanlega munu yfirgefa ítalska félagið á næstu mánuðum, því hann segir að Arsenal hafi einfaldlega ekki efni á að borga þeim laun. Fótbolti 18.7.2006 14:58
Nistelrooy fer ekki á útsöluverði Sir Alex Ferguson segir að Manchester United hafi enn ekki fengið formlegt tilboð í sóknarmanninn Ruud Van Nistelrooy, en bendir á að hann muni ekki fara á neinu útsöluverði þó hann hafi farið fram á að verða seldur frá félaginu. Sport 18.7.2006 14:05
Ribery verður ekki seldur Forseti franska knattspyrnufélagsins Marseille segir að vængmaðurinn Franck Ribery verði alls ekki seldur í sumar, sama hve hátt verði boðið. Ribery er samningsbundinn félaginu næstu fjögur ár og vill forsetinn byggja upp sterkt lið í kring um landsliðsmennina Ribery og Djibril Cisse, sem nýverið kom til heimalandsins sem lánsmaður frá Liverpool. Lið eins og Arsenal, Manchester United og Lyon höfðu sýnt leikmanninum áhuga að undanförnu. Sport 18.7.2006 14:39
AC Milan þykir líklegast til að hreppa Zambrotta Eins og búast mátti við í kjölfar ófara Juventus á síðustu dögum, hafa stórlið Evrópu nú rennt hýru auga til bestu leikmanna félagsins. Hinn fjölhæfi Gianluca Zambrotta er þar engin undantekning, en Sky-sjónvarpsstöðin heldur því fram að AC Milan sé líklegasta félagið til að landa honum. Fótbolti 18.7.2006 14:29
Kobe Bryant líklega út úr myndinni Nokkur skörð hafa verið höggvin í bandaríska landsliðshópinn í körfubolta sem undirbýr sig nú fyrir heimsmeistaramótið í Japan sem hefst í lok næsta mánaðar. Kobe Bryant mun að öllum líkindum missa af keppninni eftir að hafa þurft að gangast undir minniháttar aðgerð á hné, en áður höfðu þeir JJ Redick (bakmeiðsli), Lamar Odom (persónulegar ástæður) og Paul Pierce (uppskurður á öxl) dregið sig úr hópnum. Sport 18.7.2006 14:18