
Skipaflutningar

Enn við höfn nokkrum mánuðum eftir að hafa strandað
Flutningaskipið Wilson Skaw sem strandaði á Húnaflóa í apríl er enn í höfn við Akureyri. Skipið verður dregið úr landi á næstu dögum en ekki verður gert að fullu við skipið fyrr en það er komið úr landi.

Spá því að tekjur Controlant brjóti hundrað milljarða múrinn innan fárra ára
Gangi áætlanir Controlant eftir, sem boðar mikinn vöxt í Bandaríkjunum, þá munu tekjur íslenska hátæknifyrirtækisins margfaldast og fara vel yfir 100 milljarða króna á allra næstu árum. Lífeyrissjóðurinn Gildi hyggst leggja félaginu til nærri þrjá milljarða í aukið hlutafé til að styðja við þann vöxt en verðmiðinn á Controlant um þessar mundir jafngildir rétt ríflega væntum árlegum rekstrarhagnaði samkvæmt spám stjórnenda.

Lífeyrissjóðir færast nær því að fjárfesta í Controlant fyrir milljarða
Sumir af stærri lífeyrissjóðum landsins eru langt komnir í viðræðum um samanlagt meira en fimm milljarða króna fjárfestingu í Controlant sem er að auka hlutafé sitt og eins að sækja lán hjá erlendum sjóðum til að hraða enn frekar vaxtaráætlunum félagsins. Á aðalfundi síðar í vikunni verður stokkað upp í stjórn hátæknifyrirtækisins og til stendur að fyrrverandi forstjóri Maersk, stærsta skipaflutningafélags í heimi, komi þar nýr inn og muni síðar taka við stjórnarformennsku í Controlant.

Gámasiglingar Eimskips eru „langtum arðsamari“ og vaxið á kostnað miðlunar
Stærri hluti af starfsemi Eimskips hverfist nú um gámasiglingar en fyrir Covid-19 heimsfaraldurinn. Gámasiglingarnar eru „langtum arðsamari“ heldur en flutningsmiðlunin, að sögn hlutabréfagreinanda.

Fyrsti áttæringurinn frá bátasmiðum í heila öld
Bátasmiðir voru í dag að leggja lokahönd á fyrsta áttæringinn sem smíðaður hefur verið á Íslandi í meira en öld. Máttarviðir bátsins eru afrakstur íslenskrar skógræktar.

Hjörvar Blær tekur við sem forstöðumaður útflutnings hjá Eimskip
Hjörvar Blær Guðmundsson hefur verið ráðinn forstöðumaður útflutningsdeildar hjá Eimskip.

Ríkisstjórn Noregs setur skipagöngin í biðstöðu
Norska ríkisstjórnin hefur sett undirbúning fyrstu skipaganga heims í biðstöðu. Til stóð að hefja verkið á þessu ári en núna hefur ákvörðun um framhaldið verið vísað til fjárlagagerðar næsta árs.

Lögmaður hjá Skattinum hlaut verðlaun fyrir árangur í skipstjórn
Fjölmennasta útskrift í sögu Tækniskólans fór fram í gær. Meðal útskrifaðra var Thelma Þorbjörg Sigurðardóttir, sem hlaut verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í skipstjórnargreinum. Hún er lögfræðingur frá Háskóla Íslands, með lögmannsréttindi og starfar hjá Skattinum.

Wilson Skaw dregið úr Steingrímsfirði á næstu dögum
Áhöfnin á varðskipinu Freyju hefur lokið störfum í Steingrímsfirði þar sem áhöfn skipsins hefur verið undanfarna daga og unnið að björgun flutningaskipsins Wilson Skaw sem strandaði í Húnaflóa fyrir tæpum tveimur vikum. Gert er ráð fyrir því að Freyja fari af svæðinu síðar í dag og að Wilson Skaw verði dregið á brott á næstu dögum.

Ekki unnt að draga Wilson Skaw til Akureyrar að sinni
Skoðun á vegum eigenda flutningaskipsins Wilson Skaw í gærkvöldi leiddi í ljós að ekki væri unnt að draga skipið til Akureyrar líkt og fyrirhugað var. Mat þeirra er að nauðsynlegt sé að ráðast í bráðabirgðaviðgerð á skipinu áður en hægt verður að draga það til hafnar.

Gera ráð fyrir að ferðin til Akureyrar taki sólarhring
Búist er við því að síðar í dag verði hægt verði að taka flutningaskipið Wilson Skaw, sem strandaði í Húnaflóa á þriðjudag, í tog til Akureyrar. Unnið er að því að dæla olíu frá skipinu.

Senda kafara til að kanna hugsanlegar skemmdir
Hollenska flutningaskipið Wilson Skaw sem strandaði á Húnaflóa á þriðjudaginn og varðskipið Freyja liggja nú úti á Steingrímsfirði á Ströndum. Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir aðgerðir hingað til hafa gengið vel.

„Við þurftum að fara svolítið varlega“
Flutningaskipinu Wilson Skaw var komið á flot í morgun. Skipherra á Freyju segir að björgunaraðgerðir hafi gengið hratt og vel. Nú sé skipið í rólegu togi þar til hægt verður að skoða það betur í skjóli. Það líti þó vel út eins og er.

Wilson Skaw komið á flot
Flutningaskipinu Wilson Skaw var komið á flot á tíunda tímanum í morgun. Varðskipið Freyja fikrar sig nú hægt áfram með skipið en nokkuð er um blindsker á svæðinu.

2.000 tonn af salti og 195 tonn af olíu um borð
Engin merki eru um olíuleka frá flutningaskipinu Wilson Skaw sem strandaði við Ennishöfða í Húnaflóa í gær. Tæplega tvö þúsund tonn af salti og 195 af olíu eru um borð í skipinu. Útlit er fyrir að létta þurfi skipið áður en ráðist verður í björgun þess og ljóst er að það verður ekki fært strax.

Kafarar könnuðu ástand skipsins
Kafarar Landhelgisgæslunnar könnuðu í gærkvöldi ástand flutningaskipsins Wilson Skaw sem strandaði á Húnaflóa í gær. Varðskipið Freyja er á staðnum en skipið er strand við Ennishöfða. Stefnt er að því að losa skipið í dag.

Skipið virðist hafa siglt óhefðbundna leið
Erlent flutningaskip strandaði við Ennishöfða í Húnaflóa fyrr í dag. Að sögn upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslu virðist skipið hafa siglt óhefðbundna siglingarleið. Allar aðgerðir snúa að því að tryggja umhverfi sem best.

Skip strandaði á Húnaflóa
Erlent flutningaskip strandaði við Ennishöfða í Húnaflóa fyrr í dag. Varðskipið Freyja er á leiðinni að strandstað sem og þyrla Landhelgisgæslunnar. Líðan áhafnarinnar er góð.

Samskip fá vetnisknúin flutningaskip
Samskip hafa samið um smíði á tveimur vetnisknúnum flutningaskipum. Um er að ræða skip sem ætluð eru til notkunar á skemmri siglingaleiðum í Evrópu. Félagið segir að samningurinn sé skref í átt að útblásturlausum skipaflutningum.

Segir Finnafjörð fastan í þagnarmúr ríkisstjórnar
Framgangur hugmynda um stórskipahöfn í Finnafirði við Langanes tafðist vegna covid-faraldursins. Áform um að taka upp þráðinn á ný eru sögð stranda á því að engin áheyrn fáist hjá íslenska ríkinu.

Segir að þetta hús lyfti upp norðanverðum Vestfjörðum
Stærsta og afkastamesta laxvinnsla landsins rís núna í Bolungarvík á vegum Arctic Fish og á hún að taka til starfa í júní. Ráðamenn fyrirtækisins gera ráð fyrir að bara á síðari helmingi þessa árs verði unninn þar lax fyrir yfir fimmtán milljarða króna.

Vill að Grænlendingar flytji fiskinn út í gegnum Ísland
Ísland gæti leikið lykilhlutverk í fiskútflutningi Grænlendinga í framtíðinni. Þetta segir Verner Hammeken, forstjóri Royal Arctic Line, skipafélags landsstjórnar Grænlands.

Löndun hvalkjöts lokið í Japan án vandkvæða
Norska frystiskipið Silver Copehagen lét úr höfn í Japan í morgun eftir að hafa landað 2.600 tonnum af íslensku hvalkjöti. Engar fregnir hafa borist af því að andstæðingar hvalveiða hafi reynt að trufla affermingu skipsins. Þá virðist 49 daga sigling skipsins frá Íslandi hafa gengið vandræðalaust.

Andstæðingar kvikmynduðu komu hvalkjötsins til Japans
Hvalverndarsamtök sem fylgjast með löndun íslenska hvalkjötsins í Japan segja nær enga eftirspurn eftir kjötinu þar í landi og fullyrða að óseldar birgðir hafi endað sem hundafóður. Á sömu slóðum fagnaði íslenskt kvikmyndatökulið sjötugsafmæli söngvarans Egils Ólafssonar í dag.

Hvalkjöt fyrir 2,8 milljarða króna til kaupenda í Japan
Um 2.600 tonn af íslensku hvalkjöti eru væntanleg með skipi til Japans um miðja þessa viku og er þetta mesta magn hvalaafurða sem flutt hefur verið út frá Íslandi í 35 ár. Útflutningsverðmætið nemur um 2,8 milljörðum króna, samkvæmt tölum Hagstofunnar.

Leiguskip Eimskips vélarvana vestur af Reykjanesi
Uppfært: Vélar flutningaskipsins eru komnar í gang og siglir það nú fyrir eigin vélarafli. Landhelgisgæslan hefur létt á viðbúnaði sínum en dráttarbáturinn Magni mun fylgja skipinu áleiðis til hafnar í Reykjavík.

Stefnir í metár í komu skemmtiferðaskipa
Greinileg vaxtarleitni hefur verið í umferð skemmtiferðaskipa hér við land á síðustu árum, þótt Covid-faraldurinn hafi auðvitað þýtt tímabundna niðursveiflu. Í ár má gera ráð fyrir um um helmingi fleiri komum skemmtiferðaskipa í íslenskar hafnir en í fyrra og að farþegum fjölgi um allt að 80 prósent. Því er ekki ofmælt að stefni í afgerandi metár í þessari grein ferðaþjónustu.

Landtenging muni spara 750 tonn af losun gróðurhúsalofttegunda
Landtenging flutningaskipa Eimskips við Sundahöfn var tekin í notkun í gær þegar gámaskipið Dettifoss var formlega tengt við rafmagn í Sundahöfn. Um er að ræða tímamótaverkefni á sviði loftlagsmála á Íslandi þar sem unnið er að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda og loftmengandi efna frá flutningastarfsemi.

Árið 2021 var „alger sprengja“ í rekstri Eimskips en árið í ár er „enn betra“
Rekstrarhagnaður Eimskips af gámasiglingum meira en tvöfaldaðist milli ára á fyrstu níu mánuðum ársins. Á sama tíma jókst magn í gámasiglingum einungis um tæp sjö prósent. Trúlega hafa verðhækkanir á flutningum á sjó á milli Evrópu og Bandaríkjanna stuðlað að afkombatanum. Samkvæmt upplýsingum frá Drewry Supply Chain Advisors hefur flutningaverð á leiðinni í ár hækkað um ellefu prósent til Rotterdam frá Bandaríkjunum og um 21 prósent til New York frá Rotterdam.

Færeyska skipaútgerðin með átján starfsmenn í Þorlákshöfn
Færeyska skipaútgerðin Smyril Line er komin með átján starfsmenn í Þorlákshöfn. Þar segja menn að lesa megi æðaslátt efnahagslífsins úr flutningunum. Ráðmenn sveitarfélagsins vonast til að það styttist í farþegaferju til Evrópu.