Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fréttamynd

Erfið staða Sjálf­stæðis­flokksins og Cybertruck mættur til Ís­lands

Flokkarnir sem mynda núverandi meirihluta í Reykjavík gætu myndað ríkisstjórn með ríflegum meirihluta samkvæmt nýlegri könnun Maskínu. Stjórnmálafræðingur segir Sjálfstæðisflokkinn þurfa að gera upp við sig hvert hann sækir tapað fylgi. Formaðurinn tekur fylgistapinu alvarlega. Við förum yfir stöðuna í pólitíkinni í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Innlent
Fréttamynd

Elds­voði á Höfðatorgi, Assange laus og af­mæli for­setans

Eldur kviknaði við veitingastað á jarðhæð turnsins á Höfðatorgi í dag og rýma þurfti bygginguna þar sem á annað þúsund manns starfa. Farið verður yfir atburðarásina og aðstæður á vettvangi brunans í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt við slökkviliðsstjóra í beinni.

Innlent
Fréttamynd

Þing- og goslok

Þingheimur keppist nú við að klára þau mál sem sett hafa verið á dagskrá fyrir sumarþinghlé. Við verðum í beinni útsendingu frá Alþingi.

Innlent
Fréttamynd

Loka­sprettur, hraunkæling og raðvígsla

Stór og umdeild þingmál verða sett til hliðar eftir að samkomulag náðist um afgreiðslu mála fyrir þingfrestun sem stefnt er að á morgun. Við verðum í beinni frá Alþingi í kvöldfréttum Stöðvar 2 og heyrum allt um lokasprettinn á þinginu.

Innlent
Fréttamynd

Niður­rif í Grinda­vík og fegnir leigu­bíl­stjórar

Grindvíkingar syrgja nýlegt íþróttahús bæjarins sem þarf að rífa en segja það einnig nauðsynlegt til að tryggja öryggi. Slökkvilið og verktakar hafa staðið í ströngu við að halda hraunflæði í skefjum við Svartsengi síðasta sólarhringinn.

Innlent
Fréttamynd

Upp­sagnir hjá Icelandair og borgar­stjóri í Parísarhjóli

Fimmtíu og sjö flugmönnum var sagt upp störfum hjá flugfélaginu Icelandair á föstudag. Áttatíu og tveimur starfsmönnum var sagt upp á skrifstofum félagsins í lok maí. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við Boga Nils Bogason forstjóra Icelandair í beinni útsendingu.

Innlent
Fréttamynd

Al­var­legt rútuslys og kona sem á níu­tíu þúsund servíettur

Rúta fór út af veginum yfir Öxnadalsheiði á sjötta tímanum. Tuttugu og tveir farþegar voru í rútunni auk ökumanns. Hópslysaáætlun og samhæfingarmiðstöð Almannavarna hafa verið virkjaðar. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar og tvær sjúkraflugvélar hafa verið sendar á staðinn og er byrjað að flytja slasaða frá vettvangi.

Innlent
Fréttamynd

Lögregluaðgerð og á­hyggju­fullir for­eldrar í Garða­bæ

Það er algjörlega fráleitt að ráðherrar reyni að beita sér gegn lögreglu og ráðherra sem það gerir þarf að sæta ábyrgð. Þetta segir þingmaður Viðreisnar. Ríkisstjórnin þurfi að sameinast um stefnu um verslun með áfengi, svo íslensk fyrirtæki sitji við sama borð og erlend.

Innlent
Fréttamynd

Efast um heimild ráð­herra til rann­sóknar

Barnamálaráðherra hafði ekki lagaheimild til að fela Gæða - og eftirlitsstofnun að rannsaka meðferðarheimili sem var á Laugalandi og Varpholti að mati Persónuverndar. Forstjóri stofnunarinnar segir miður þegar mál falla á formgalla. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Innlent
Fréttamynd

Ný ógn við ís­lensk fyrir­tæki og pönnukökumeistari krýndur

Svokallaðar iðnaðarnjósnir eru raunveruleg ógn við íslensk fyrirtæki að sögn forstjóra Samtaka iðnaðarins. Utanríkisráðherra lítur það mjög alvarlegum augum að hópar netþrjóta beiti njósnum gegn Íslandi. Netöryggismálin verða í öndvegi í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Innlent
Fréttamynd

Blóð­bað við björgun gísla og bein út­sending frá Grinda­víkur­vegi

Íslensk stjórnvöld hafa ekki lagaheimild til að beita einhliða viðskiptaþvingunum gegn Ísrael. Þetta segir utanríkisráðherra sem segir þó ljóst að Ísraelsher hafi gengið of langt í aðgerðum sínum á Gasa. Íslenskir mótmælendur kalla eftir róttækari aðgerðum. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við mótmælendur sem komu saman í fjölmennri kröfugöngu í miðborginni í dag.

Innlent
Fréttamynd

Krísufundur VG, ó­nýt stúka og tón­leikar í beinni

Stjórn Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs ákvað í dag að flýta landsfundi til þess að velja nýja forystu og móta nýja stefnu. Fylgi flokksins hefur verið í frjálsu falli og VG-liðar boða róttækari vinstristefnu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verðum við í beinni frá stjórnarfundi Vinstri Grænna og ræðum við flokksfélaga sem hafa áhyggjur af stöðunni.

Innlent
Fréttamynd

Loka­sprettur fyrir kosningar og um­ræða um kyn­bundið of­beldi

Undirbúningur er í fullum gangi fyrir forsetakosningarnar á morgun og víða verið að stilla upp kjörstöðum. Þátttaka í utankjörfundaratkvæðagreiðslu hefur verið minni en oft áður. Í kvöldfréttum verður rætt við almenning í landinu um morgundaginn og svo við sýslumanninn á höfuðborgarsvæðinu í beinni útsendingu um utankjörfundaratkvæðagreiðsluna.

Innlent