Verslun

Finna ekki fólk til að selja áfengi
Opnunartími Vínbúðarinnar á Djúpavogi í Múlaþingi hefur verið takmarkaður og verður hún nú aðeins opin þrisvar í viku, tvær klukkustundir í senn. Illa gengur að manna Vínbúðina.

Rammagerðin hlutskörpust í útboði á Keflavíkurflugvelli
Rammagerðin átti hagstæðasta tilboðið í samkeppni um rekstur á verslun sem selur gjafavöru á Keflavíkurflugfelli. Rammagerðin mun því opna nýja og endurbætta verslun síðar á þessu ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia.

Festi undirritaði samning um kaup á Lyfju
Samningur um kaup smásölufyrirtækisins Festi á öllu hlutafé í Lyfju var undirritaður í dag. Í kaupunum er heildarvirði Lyfju metið á 7,8 milljarða króna en endanlegt heildarvirði og kaupverð mun ráðast af skuldastöðu Lyfju við afhendingu ásamt gengi hlutabréfa í Festi á þeim tíma.

Penninn og Ólavía og Oliver einu sem bættu ekki verðmerkingarnar
Neytendastofa hefur sektað barnavöruverslunina Ólavíu og Oliver í Glæsibæ og Pennann í Mjódd um 50 þúsund krónur hvor vegna ófullnægjandi verðmerkinga.

Aftur mistókst Sante að fá nafni Fríhafnarinnar breytt
Fríhöfnin braut ekki gegn ákvæðum laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu með notkun sinni á heitunum Duty Free og Fríhöfn í tengslum við auglýsingar og sölu á áfengi og tóbaki.

Slær á putta Nettós vegna verðmerkinga
Neytendastofa hefur slegið á putta Samkaupa vegna verðmerkinga í vefverslun Nettós þar sem einingarverð vantaði á fjölda vara á vefsíðunni. Þeim fyrirmælum hefur verið beint til félagsins að koma einingaverðum í rétt horf, ellegar sæta dagsektum.

Sektaði Birtu CBD fyrir að brjóta lög með fullyrðingum sínum
Neytendastofa sektaði Birtu CBD um 100 þúsund krónur vegna fullyrðinga um lyfjavirkni snyrtivara sem stofnunin telur hafa brotið lög. Fyrirtækið flytur inn og selur vörur sem innihalda CBD, einnig þekkt sem kannabídíól unnið úr kannabisplöntum.

Kaupa um tvöfalt meira af lyfjum, heilsu- og snyrtivörum erlendis
Íslendingar versluðu í erlendum netverslunum fyrir 2,6 milljarða króna í maímánuði sem nemur 31,4% aukningu milli ára. Tæplega helmingur af innkaupunum eða rúmlega 1,2 milljarðar króna voru verslaðar í erlendum fataverslunum á netinu.

„Maður notar hádegishléin, pissupásurnar, kvöldin og helgarnar í þessa vinnu“
„Við Elfa höfum þekkst frá því í grunnskóla en fórum í raun ekki að vera mikið saman fyrr en í háskólanum, um og uppúr 2014. Sigrúnu þekkti ég síðan úr fimleikunum í gamla daga,“ segir Vilborg Ásta Árnadóttir til að útskýra tengslin á milli hennar og meðeigenda hennar að visteyri.is, þeim Elfu Rós Helgadóttur og Sigrúnu Dís Hauksdóttur.

Verslanir Iceland munu brátt heyra sögunni til á Íslandi
Verslanir sem reknar eru undir merkjum Iceland munu hverfa af markaðnum hér á landi á næstu mánuðum.

„Við höfum ekkert að fela“
Forstjóri Húsasmiðjunnar hafnar því að vörur hafi verið hækkaðar í verði til þess eins að telja neytendum trú um að afsláttur á sumarútsölu væri meiri. Valdar vörur í sumarbæklingi hafi farið á almennt listaverð í nokkra daga áður en allsherjarútsala hófst. Fyrirtækið hafi ekkert að fela.

Vörur á mesta afslættinum voru hækkaðar í verði í vikunni
Verkefnastjóri verðlagseftirlits hjá ASÍ kom sér upp sjálfvirkum gagnagrunni verðlags hjá hinum ýmsu fyrirtækjum á dögunum. Á innan við viku nappaði hann stórfyrirtæki sem hækkaði verð fjölda vara til þess eins að blása til útsölu þremur dögum seinna.

Hagar högnuðust um tæplega 700 milljónir
Hagnaður Haga á fyrsta fjórðingi ársins var 653 milljónir króna, tæplega þrjú hundruð milljónum króna minni en á síðasta ári. Forstjórinn segir starfsemi félagsins heilt yfir hafa gengið vel.

Allt að helmings verðmunur áfengis í vefbúðum
Sante Wines og Costco bjóða oftast upp á lægsta verðið á áfengi samkvæmt óformlegri könnun Vísis. Fjölgar þeim stöðugt vefverslununum sem bjóða upp á áfenga drykki.

Tekjur móðurfélags Heimkaupa drógust saman um fjórðung
Tekjur Wedo, móðurfélags Heimkaupa, Hópkaupa og Bland.is, drógust saman um 26 prósent á milli ára og námu 2,3 milljörðum króna árið 2022. Minni sölu má rekja til þess að neytendur keyptu í auknum mæli í hefðbundum verslunum eftir faraldurinn, segir stjórn félagsins.

„Fólk á ekki að láta bjóða sér svona dellu“
Eyjólfur Ármannsson, þingmaður Flokks fólksins, segir áfengissölu Costco algera lögleysu og hann væri búinn að klippa Costco-kortið sitt – ef hann ætti það.

Icewear Garnlínan slær í gegn
Nýlega opnaði Icewear glæsilega garnverslun í Fákafeni 9 í tengslum við nýjustu framleiðslulínu fyrirtækisins, Icewear Garn.

Bensínstöðin sem ferðamenn míga við verður færð
Sveitarfélagið Múlaþings hefur ákveðið að færa bensínstöð N1 á Djúpavogi út fyrir íbúabyggðina. Ferðamenn kasta af sér vatni við stöðina íbúum til ama og fyrirtækin á svæðinu vilja ekki kosta salernisaðstöðu.

Vefverslun Klukkunnar slær í gegn
Verslunin Klukkan hefur í nær hálfa öld selt landsmönnum skartgripi, úr og ýmsa gjafavöru.

„Glæsilegt“ að Costco selji nú áfengi
Dómsmálaráðherra segir löngu tímabært að endurskoða áfengislöggjöfina hér á landi. Hins vegar hafi gengið illa að koma frumvörpum um áfengi út úr ríkisstjórn. Viðskiptavinir Costco virðast flestir hlynntir sölu áfengis í versluninni.

Alþingi taki hausinn úr sandinum í áfengismálum
Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir Alþingi verða að hætta að stinga höfðinu í sandinn þegar kemur að þróuninni á áfengismarkaði. Taka þurfi áfengislöggjöfina algjörlega í gegn þar sem hún hindri samkeppnishæfi innlendra fyrirtækja.

Skoðar að selja áfengi til matvöruverslana
Forstjóri Ölgerðarinnar segir að fyrirtækið geti ekki annað en skoðað það hvort hægt verði að selja áfengi til matvöruverslana í kjölfar yfirlýsingar ráðherra um lögmæti sölunnar. Ölgerðin hefur hingað til ekki selt áfengi til netverslana vegna óvissu um lögmæti hennar.

Aukið aðgengi að áfengi ekki framfaraskref
Ögmundur Jónasson, fyrrverandi innanríkisráðherra Vinstri Grænna, segir að netverslun á áfengi sé ekki framfaraskref og spyr hvert Íslendingar stefni í áfengismálum.

Gott frelsisskref – svo þarf að stíga fleiri
Ákvörðun Costco um að hefja sölu áfengis til einstaklinga er í takti við þróunina á íslenzkum áfengismarkaði undanfarin ár og mætir óskum og þörfum neytenda. Hún knýr jafnframt á um að stjórnvöld taki af skarið varðandi breytingar á áfengislöggjöfinni.

Hagkaup bætist í hóp verslana sem selja áfengi
Hagkaup stefnir að því að hefja netverslun áfengis á næstu misserum. Verslunin mun þá bætast í hóp með Costco, Heimkaupum og fjölda smærri netverslana. Dómsmálaráðherra segist ekki getað dregið aðra ályktun en að vefverslun með áfengi sé lögmæt.

Costco opnar á sölu áfengis til einstaklinga
Verslunarrisinn Costco er kominn í samkeppni við Vínbúðina og netverslanir í sölu á áfengi á netinu. Einstaklingar geta nú pantað áfengi á vefsíðu Costco og sótt í verslunina í Kauptúni.

Optical Studio opnar í Kringlunni
Nýlega fagnaði gleraugnaverslunin Optical Studio þeim áfanga að hafa opnað glæsilega verslun í Kringlunni.

Segir verðbreytingar eðlilegar og til marks um mikla samkeppni
Framkvæmdastjóri Krónunnar hafnar því að matvöruverslanir hafi samræmt vöruverð eftir að ný verðgátt fór í loftið. Verðbreytingar séu eðlilegar og til marks um mikla samkeppni. Samkeppniseftirlitið mun fylgjast með framvindu mála.

Alvarleg staða ríki á fákeppnismarkaði
Alvarleg staða ríkir á fákeppnismarkaði og samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja lítil að sögn formanns VR sem segir vísbendingar um að matvöruverslanir hafi samræmt vöruverð sitt nokkrum dögum áður en ný verðgátt var opnuð almenningi, óásættanlegar. Auka verði samkeppni.

Tók eftir lækkunum samkeppnisaðila í aðdraganda Verðgáttar
Framkvæmdastjóri Bónus segist hafa tekið eftir verðbreytingum hjá samkeppnisaðilum í aðdraganda birtingu Verðgáttar. Rekstrarstjóri Nettó vísar ásökununum á bug.