Verslun Guðsteins á Laugavegi lokar Jakob Bjarnar skrifar 1. mars 2024 16:57 Á Facebook-síðu verslunarinnar, þar sem tilkynnt var að rekstrinum við Laugaveg yrði hætt, ríkir mikil gremja og sorg en nú má segja að Laugavegurinn eins og hann var sé endanlega horfinn. Miðborgarbúar gráta Herrafataverslun Guðsteins á Laugavegi sem hefur staðið hefur af sér tískustrauma nú í hartnær heila öld. Hún lokar eftir rúma viku. Einn af síðustu móhíkönunum er að hverfa. Verslun Guðsteins þekkja flestir. Búðin sjálf fagnar 106 ára afmæli á þessu ári og rekur að auki búð við Ármúla 11. En Verslun Guðsteins hefur verið staðsett í þessu tiltekna húsi, við Laugaveg 34, frá því árið 1929. Sem þýðir að þar hefur verið rekstur í hartnær öld. Elmar Gísli er afgreiðslumaður og hann segir þetta vissulega tímamót. Hann minnir að verslunin hafi fyrsta kastið verið við Bergstaðastræti. „Já, þetta er síðasta vígið hér á Laugaveginum,“ segir Elmar og helst á honum að heyra að nú sé hann endanlega farinn, í þeirri mynd sem gamlir Reykvíkingar þekkja. Af hverju er verið að loka búðinni? „Það er nú bara af því að fólk er hætt að koma hingað.“ Eru menn þá að flýja túristana? „Njahh, það er erfitt aðgengi í miðbænum fyrir marga.“ Ljóst er að viðskiptavinir Guðsteins myndu gjarnan vilja mæta á bíl, þeir eru ekki líklegir til að vera að spássera niður göngugötu. Ljóst er að Elmar Gísli er ekki sáttur við það hvernig haldið hefur verið á málum varðandi göngugötuna, að lokað hafi verið fyrir bílaumferð og finni menn einhvers staðar stæði þá sé það á uppsprengdu verði. Elmar segir að fullt hafi verið út úr dyrum frá því að opnað var í morgun, en búðin lokar 9. mars. Þá færir starfsemin sig alfarið í Ármúla þar sem hún mun starfa áfram. „Um aldur og ævi,“ segir Elmar. Verslun Reykjavík Göngugötur Mest lesið Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Sjá meira
Verslun Guðsteins þekkja flestir. Búðin sjálf fagnar 106 ára afmæli á þessu ári og rekur að auki búð við Ármúla 11. En Verslun Guðsteins hefur verið staðsett í þessu tiltekna húsi, við Laugaveg 34, frá því árið 1929. Sem þýðir að þar hefur verið rekstur í hartnær öld. Elmar Gísli er afgreiðslumaður og hann segir þetta vissulega tímamót. Hann minnir að verslunin hafi fyrsta kastið verið við Bergstaðastræti. „Já, þetta er síðasta vígið hér á Laugaveginum,“ segir Elmar og helst á honum að heyra að nú sé hann endanlega farinn, í þeirri mynd sem gamlir Reykvíkingar þekkja. Af hverju er verið að loka búðinni? „Það er nú bara af því að fólk er hætt að koma hingað.“ Eru menn þá að flýja túristana? „Njahh, það er erfitt aðgengi í miðbænum fyrir marga.“ Ljóst er að viðskiptavinir Guðsteins myndu gjarnan vilja mæta á bíl, þeir eru ekki líklegir til að vera að spássera niður göngugötu. Ljóst er að Elmar Gísli er ekki sáttur við það hvernig haldið hefur verið á málum varðandi göngugötuna, að lokað hafi verið fyrir bílaumferð og finni menn einhvers staðar stæði þá sé það á uppsprengdu verði. Elmar segir að fullt hafi verið út úr dyrum frá því að opnað var í morgun, en búðin lokar 9. mars. Þá færir starfsemin sig alfarið í Ármúla þar sem hún mun starfa áfram. „Um aldur og ævi,“ segir Elmar.
Verslun Reykjavík Göngugötur Mest lesið Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Sjá meira