Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Fréttamynd

Heimsfaraldur - hvað tekur við?

Nú þegar við erum komin með bóluefni fyrir covid-19 þá ríkir von um að við séum að sigrast á þessum heimsfaraldri í eitt skipti fyrir öll. Við vonum öll að önnur bylgja heimsfaraldurs skelli ekki á okkur en það er þó önnur bylgja sem við verðum að tækla, sem er óumflýjanleg að sigrast á, til að líf okkar geti haldið áfram

Skoðun
Fréttamynd

Enn að jafna sig á Covid-19

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segist enn vera að jafna sig á Covid-19 sjúkdómnum sem hann fékk seinni hluta nóvember. Hann segist ekki óska neinum að smitast af kórónuveirunni.

Innlent
Fréttamynd

Hálf milljón punkta á forsíðunni, einn fyrir hvert tapað líf

Hátt í hálf milljón hefur látið lífið í Bandaríkjunum af völdum covid-19 frá því við upphaf faraldursins þar í landi. Stórblaðið New York Times birti af þessu tilefni hálfa milljón svartra punkta á forsíðu sinni, sem tákn fyrir hvern þann sem látið hefur lífið af völdum sjúkdómsins í landinu.

Erlent
Fréttamynd

„Mesta furða hvað fólk ber sig vel“

Guðbjörg Kristmundsdóttir, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur (VSFK), segir Suðurnesjamenn bjartsýna og bera sig almennt nokkuð vel þrátt fyrir að atvinnuástandið þar sé það versta á landinu. Atvinnuleysi á Suðurnesjum mældist 24,5 prósent í janúar en þar að auki eru margir sem hafa verið þvingaðir í lægra starfshlutfall.

Innlent
Fréttamynd

Von á tilslökunum á næstu dögum

Heilbrigðisráðherra býst við að fá drög að næstu sóttvarnaraðgerðum frá sóttvarnarlækni í dag. Hún gerir ráð fyrir talsverðum tilslökunum. Ekki er búið að ákveða hvort íslenskir ríkisborgarar sem koma til landsins án neikvæðs PCR-prófs verði sektaðir.

Innlent
Fréttamynd

Mót­mæltu fyrir­huguðum bólu­setningum

Mótmælendur komu saman í borgum víða um Ástralíu í dag og mótmæltu bólusetningum gegn Covid-19, en stefnt er að því að hefja bólusetningar á mánudag með bóluefni Pfizer. Mótmælin voru að mestu friðsæl en nokkrir voru þó handteknir í Melbourne samkvæmt staðarmiðlum.

Erlent
Fréttamynd

Talsverður gangur í sölu á flugi til Tenerife

Flugsæti eru að seljast upp í ferðir til Tenerife nú um páskana. Harðar aðgerðir á borð við skimanir, sóttkví og neikvætt próf gegn Covid19 virðist lítil áhrif hafa haft á bókanir, segir Þráinn Vigfússon, framkvæmdastjóri Vita.

Innlent
Fréttamynd

Úr penna hjúkrunarfræðings

Nú í febrúar markar ár frá því að Covid-19 veiran skall á Ísland. Faraldurinn hefur tekið sinn toll og markað sín spor á þjóðina sem og heimsbyggðina alla. Eins átakanlegt og árið hefur verið fyrir land og þjóð þá má einnig draga lærdóm af því sem á undan er gengið.

Skoðun
Fréttamynd

Reyndu að fá bólu­setningu í dular­gervi eldri kvenna

Tveimur konum í Flórída-ríki í Bandaríkjunum var vísað frá bólusetningu á miðvikudag eftir að í ljós kom að þær voru ekki eldri borgarar. Konurnar höfðu reynt að klæða sig upp sem eldri konur og voru með sólgleraugu, hanska og silkihúfur.

Erlent
Fréttamynd

Hundrað þúsund dánir í Afríku vegna Covid-19

Fjöldi þeirra sem hafa dáið vegna Covid-19 í Afríku er kominn yfir hundrað þúsund, svo vitað sé. Ráðamönnum heimsálfunnar hefur verið hrósað fyrir góð viðbrögð við upphaflegu flóðbylgju heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19, en ný bylgja virðist nú ganga þar yfir.

Erlent