Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Líst vel á að hópur fólks beri ábyrgð á tillögum til ráðherra
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að sér lítist vel á að fjölskipuð farsóttarnefnd muni bera ábyrgð á að skila tillögum til ráðherra um opinberar sóttvarnaráðstafanir vegna samfélagslega hættulegra sjúkdóma.

Tölvan segir nei – í tvígang
„Þótt svona stjórnsýsla hafi í áranna rás verið hugmyndauppspretta höfunda ódauðlegra listaverka eins og „Yes Minister“ eða „Little Britain“, finnst fyrirtækjum sem hljóta þessa meðferð hún yfirleitt ekki fyndin.“

Ákvæði um verðtryggingu í samningi Bandaríkjanna um Paxlovid
Bandarísk stjórnvöld munu greiða 530 dollara, um 68 þúsund krónur, fyrir hverja meðferð af Paxlovid, lyfjameðferð Pfizer gegn Covid-19. Verðið mun hins vegar lækka ef annað stórveldi nær hagstæðari samningum við lyfjarisann.

1.379 greindust innanlands
1.379 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 49 á landamærum.

Svona var 197. upplýsingafundurinn vegna Covid-19
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar í dag klukkan 11.

27 sjúklingar nú á Landspítala með Covid-19
27 sjúklingjar liggja á Landspítala með COVID-19. Þrír eru á gjörgæslu, tveir þeirra í öndunarvél.

Guðni í smitgát og Elísa í sóttkví eftir að sonur þeirra greindist
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er kominn í smitgát og Eliza Reid forsetafrú í sóttkví eftir að sonur þeirra hjóna greindist með kórónuveiruna.

Harðar takmarkanir á Tonga vegna kórónuveirusmita
Harðar sóttvarnaaðgerðir hafa verið settar í gang í eyríkinu Tonga eftir að kórónuveiran greindist í höfuðborg ríkisins, Nuku'alofa.

Rússíbanareið Rogans: Úr bardagahringnum í eitt vinsælasta hlaðvarp heims
Síðastliðna viku hefur Bandaríkjamaðurinn Joe Rogan verið milli tannanna á fólki eftir að tónlistarmaðurinn Neil Young auk annarra ákváðu að láta fjarlægja tónlist sína af Spotify. Ástæðan er falsupplýsingar um bóluefni gegn Covid-19 í hlaðvarpi Rogan, The Joe Rogan Experience.

Skoða hvort hægt sé að ráðast í frekari tilslakanir á föstudaginn
Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, segir að hann muni nýta næstu daga til að ræða við sóttvarnalækni og forsvarsmenn heilbrigðisstofnana um hvort hægt verði að ráðast í frekari tilslakanir á sóttvarnaraðgerðum vegna Covid-19 næstkomandi föstudag.

Flugumferð nálgast það sem var fyrir faraldurinn
Flugumferð yfir Norður-Atlantshafið er farin að nálgast það sem var áður en kórónuveirufaraldurinn tók að breiðast út. Isavia auglýsir nú í fyrsta sinn, frá því fyrir faraldur, eftir umsækjendum í flugumferðarstjóranám.

Danir felldu grímuna á miðnætti þegar öllum takmörkunum var aflétt
Danir köstuðu af sér grímunum á miðnætti þegar öllum samkomutakmörkum var aflétt þar í landi. Bareigandi sagðist spenntur að fá að taka á móti fólki á ný og segir Íslendingur að háskólanemar ætli að djamma fram á nótt. Sóttvarnalæknir vill ekki fara sömu leið og Danir.

Norðmenn stíga stórt skref í átt að takmarkaleysi
Norðmenn áætla að vera búnir að afnema allar takmarkanir vegna kórónuveirunnar þann 17. febrúar næstkomandi. Strax í kvöld verður stórum hluta takmarkana þó aflétt.

Sýndi fram á meintan fáránleika aðgerða í beinni
Framkvæmdastjóri Senu kallar eftir því að stjórnvöld afnemi eins metra fjarlægðarreglu á skipulögðum viðburðum. Hann er gagnrýninn á að ekki megi selja áfengi á viðburðum, meðan fólk geti farið gagngert á barinn til þess að drekka áfengi.

Forsætisráðherra í smitgát á afmælisdaginn
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er í smitgát vegna kórónuveirunnar, eftir að sonur hennar fékk jákvæða niðurstöðu úr heimaprófi. Frá þessu greinir Katrín á Facebook, en hún á afmæli í dag.

Boðað til upplýsingafundar á morgun
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hefur boðað til upplýsingafundar á morgun, miðvikudaginn 2. febrúar, klukkan ellefu.

Landspítalinn færður af neyðarstigi
Landspítalinn hefur verið færður af neyðarstigi á hættustig. Þetta er til marks um að betri stöðu í baráttunni við kórónuveiruna.

Leggja til að sóttvarnalæknir verði skipaður af ráðherra
Lagt er til að sóttvarnalæknir verði skipaður af ráðherra líkt og landlæknir og heyri því beint undir yfirstjórn ráðherra en ekki landlækni í nýju frumvarpi að sóttvarnalögum.

Nýtt undirafbrigði ómíkron sagt smitast auðveldar manna á milli
Danskir vísindamenn segja nýtt undir-afbrigði ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar sem greinst hefur þar í landi smitast enn auðveldar manna á milli. Undirafbrigðið nefnist BA.2 og vísindamennirnir segja það vera um þriðjungi líklegra til að smitast manna á milli en BA.1.

Af neyðarstigi niður á hættustig
Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við sóttvarnalækni ákveðið að færa almannavarnastig úr neyðarstigi niður á hættustig vegna Covid-19. Neyðarstigi var lýst yfir 11. janúar síðastliðinn.

Ari Eldjárn frestar aftur: Sóttvarnahringekjan heldur áfram að koma á óvart
Áramótaskopi Ara Eldjárns hefur verið frestað aftur. Ari segir þetta miður en ekki sé hægt með góðu móti að uppfylla sóttvarnir í salnum. Þá segir hann sóttvarnahringekjuna halda áfram að koma öllum á óvart.

Bið eftir niðurstöðu úr sýnatöku lengist
Til skoðunar er að aflétta neyðarstigi almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins. Sóttvarnalæknir segir verið að kalla eftir upplýsingum til að meta hvort það sé tímabært. Þá hefur bið eftir niðurstöðu úr sýnatöku lengst.

Vilja fá heimild fyrir notkun bóluefnisins meðal barna yngri en 5 ára
Pfizer og BioNTech munu fara þess á leit við Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna í þessari viku, jafnvel strax í dag, að stofnunin heimili notkun bóluefnis fyrirtækjanna til að bólusetja börn 5 ára og yngri.

Sætir harðri gagnrýni samflokksmanna en er hólpinn um sinn
„Niðurstaðan var afdráttarlaus en ekki persónuleg, gagnrýnin hnitmiðuðu en almenn,“ segir Laura Kuenssberg, pólitískur ritstjóri BBC um svokallaða Gray-skýrslu, sem birt var í gær.

Karlmaður á áttræðisaldri lést af völdum Covid-19 í Sunnuhlíð
Karlmaður á áttræðisaldri lést af völdum Covid-19 á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi um helgina.

1.421 greindist innanlands í gær
1.421 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 36 á landamærum.

31 liggur inni með Covid-19 og þrír á gjörgæslu
Landspítalinn er enn á neyðarstigi en 31 sjúklingur liggur nú inni með Covid-19, þar af þrír á gjörgæslu. Tveir þeirra eru í öndunarvél.

Vakandi fólk, virkt lýðræði
Að ytri ásýnd stendur lýðræðið óhaggað: Við erum með löggjafarþing, ríkisstjórn og dómstóla, stjórnarskrárfestu, lög sem verja eignarrétt, mannréttindasáttmála, fjölmiðla sem státa sig af mikilvægu lýðræðislegu hlutverki og sennilega eitt hæsta hlutfall lögfræðinga miðað við höfðatölu.

Veita fullvissu um að skýrslan verði birt í heild sinni
Talsmenn Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, hafa nú fullvissað þingmenn Íhaldsflokksins um að skýrsla Sue Gray, sem rannsakaði partýstand á ríkisstjórninni og starfsmönnum Downingstrætis 10 á tímum kórónuveirunnar, verði birt í heild sinni að lokinni lögreglurannsókn.

Danir kveðja grímuna, „kórónupassann“ og fjöldatakmarkanir
Covid-19 er ekki lengur skilgreindur sem sjúkdómur sem ógnar dönsku samfélagi frá deginum í dag og hefur það í för með sér víðtækar afléttingar.