Verðandi forstjóri segir hægt að aflétta hraðar Snorri Másson skrifar 2. febrúar 2022 20:35 Runólfur Pálsson tekur við sem forstjóri Landspítalans 1. mars. Vísir/Vilhelm Verðandi forstjóri Landspítalans kveðst talsmaður þess að aflétta samkomutakmörkunum eins hratt og kostur er. Hann er vongóður um að algert frelsi geti komið til fyrr en um miðjan mars - ýmislegt geti gerst á næstu tveimur vikum. Runólfur Pálsson hefur verið skipaður forstjóri Landspítala til fimm ára og tekur við embættinu 1. mars. Sem framkvæmdastjóri meðferðasviðs hefur hann á undanförnum mánuðum verið fulltrúi spítalans í ýmsum viðtölum og meðal annars lýst því að huga þurfi að heildarhagsmunum samfélagsins. Margir eigi enda um sárt að binda vegna sóttvarnaraðgerðanna, sem þó hafi verið nauðsynlegar. „Ég er talsmaður þess að aflétta eins hratt og kostur er því að við þurfum að huga að öðrum hagsmunum líka. En við þurfum líka að gæta að stöðu spítalans og heilbrigðisþjónustunnar, ekki bara hérna á Reykjavíkursvæðinu heldur líka úti á landi. Ógnin núna er að við missum of mikið af starfsfólkinu út,“ segir Runólfur. Næstu tvær vikur heilladrjúgar Mannekla sé helsti vandinn - ef allir fá Covid, fara allir í einangrun. Að öðru leyti sé staðan góð; sjúkrahúsið sé mjög lítið að fást við veikt fólk af völdum Covid-19. Allsherjaraflétting er engu að síður ekki boðuð fyrr en um miðjan mars en Runólfur kveðst vongóður um að þetta geti gengið mun hraðar fyrir sig. „Þetta er ekki langur tími sem ég vænti að líði þar til við getum aflétt að fullu. En gerum þetta skynsamlega,“ segir Runólfur. Hvað myndirðu skjóta á? „Það er erfitt að segja. Ég spái því að næstu tvær vikur verði heilladrjúgar og það getur ýmislegt gerst innan þess tímaramma.“ Í starfi forstjóra telur Runólfur að manneklan sé helsta viðfangsefnið fram undan en hann vill líka efla fræðslu- og vísindahlutverk spítalans. Þá hafi verkefnum sjúkrahússins fjölgað á undanförnum árum. „Ég vona að ég þurfi ekki að vera í fjölmiðlum reglulega að biðja um meiri peninga. En auðvitað er þetta mjög þrálát umræða sem snertir fjármögnun spítalans,“ segir Runólfur. „Mér líst ágætlega á þetta. Þetta er reyndar gríðarlega stór áskorun þetta starf en það eru líka mikil tækifæri sem eru fyrir hendi hérna á Landspítala.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Runólfur Pálsson hefur verið skipaður forstjóri Landspítala til fimm ára og tekur við embættinu 1. mars. Sem framkvæmdastjóri meðferðasviðs hefur hann á undanförnum mánuðum verið fulltrúi spítalans í ýmsum viðtölum og meðal annars lýst því að huga þurfi að heildarhagsmunum samfélagsins. Margir eigi enda um sárt að binda vegna sóttvarnaraðgerðanna, sem þó hafi verið nauðsynlegar. „Ég er talsmaður þess að aflétta eins hratt og kostur er því að við þurfum að huga að öðrum hagsmunum líka. En við þurfum líka að gæta að stöðu spítalans og heilbrigðisþjónustunnar, ekki bara hérna á Reykjavíkursvæðinu heldur líka úti á landi. Ógnin núna er að við missum of mikið af starfsfólkinu út,“ segir Runólfur. Næstu tvær vikur heilladrjúgar Mannekla sé helsti vandinn - ef allir fá Covid, fara allir í einangrun. Að öðru leyti sé staðan góð; sjúkrahúsið sé mjög lítið að fást við veikt fólk af völdum Covid-19. Allsherjaraflétting er engu að síður ekki boðuð fyrr en um miðjan mars en Runólfur kveðst vongóður um að þetta geti gengið mun hraðar fyrir sig. „Þetta er ekki langur tími sem ég vænti að líði þar til við getum aflétt að fullu. En gerum þetta skynsamlega,“ segir Runólfur. Hvað myndirðu skjóta á? „Það er erfitt að segja. Ég spái því að næstu tvær vikur verði heilladrjúgar og það getur ýmislegt gerst innan þess tímaramma.“ Í starfi forstjóra telur Runólfur að manneklan sé helsta viðfangsefnið fram undan en hann vill líka efla fræðslu- og vísindahlutverk spítalans. Þá hafi verkefnum sjúkrahússins fjölgað á undanförnum árum. „Ég vona að ég þurfi ekki að vera í fjölmiðlum reglulega að biðja um meiri peninga. En auðvitað er þetta mjög þrálát umræða sem snertir fjármögnun spítalans,“ segir Runólfur. „Mér líst ágætlega á þetta. Þetta er reyndar gríðarlega stór áskorun þetta starf en það eru líka mikil tækifæri sem eru fyrir hendi hérna á Landspítala.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira