Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar á Vináttueyjum Íbúar Vináttueyja í Eyjaálfu, eða Tonga, flykkjast nú í bólusetningu. Fyrsta tilfelli Covid-19 kom upp á eyjunum í gær og hótar forsætisráðherra útgöngubanni. Erlent 30.10.2021 13:33 Níutíu og sex greindust í gær: Árshátíð ríkislögreglustjóra aflýst Níutíu og sex greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og faraldurinn er stöðugt á uppleið að sögn yfirlögregluþjóns. Árshátíð embættis ríkislögreglustjóra átti að vera haldin í kvöld, en henni hefur verið aflýst í ljósi stöðunnar. Staðan er þung á Selfossi. Innlent 30.10.2021 12:04 Uppselt í fjölmargar sólarlandaferðir Mikil aðsókn er í ferðir til sólarlanda um jólin. Þar standa hæst ferðir til áfangastaðanna Tenerife, Kanarí og Alicante. Uppselt er í fjölmargar skipulagðar ferðir yfir hátíðarnar. Innlent 30.10.2021 09:43 Heimila bólusetningu ungra barna í Bandaríkjunum Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur veitt lyfjafyrirtækinu Pfizer blessun sína til að hefja bólusetningu barna eldri en fimm ára gegn Covid-19 í neyðartilvikum. Allt að 28 milljónir barna gætu fengið bóluefni strax í næstu viku. Erlent 29.10.2021 23:48 Níu greinst með veiruna eftir viðburðahraðpróf í vikunni Stór skemmtanahelgi virðist framundan þrátt fyrir mikla uppsveiflu í faraldrinum þar sem aldrei hafa fleiri mætt í hraðpróf vegna viðburða hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins en í dag. Um sexleytið höfðu 2300 mætt í hraðpróf, þar af langstærstur hluti í viðburðapróf. Fyrir daginn í dag höfðu 2342 komið í viðburðahraðpróf í vikunni, þar af greindust níu með kórónuveiruna. Innlent 29.10.2021 21:38 Jólabjórsins beðið í skugga aukins fjölda smitaðra Í dag er J-dag, dagurinn sem unnendur jólabjórs bíða í ofvæni eftir á ári hverju. Jólabjórinn frá Tuborg er nefnilega ekki seldur fyrr en að kvöldi J-dags. Jólabjórþyrstir létu uppsveiflu kórónuveirufaraldursins ekki stöðva sig og krár bæjarins iða af lífi. Innlent 29.10.2021 20:42 Kórónuveiran í sókn í Evrópu Kórónuveirutilfellum og dauðsföllum á heimsvísu fjölgar nú á ný í fyrsta sinn í tvo mánuði. Fjölgunina má að mestu rekja til nýrrar bylgju í Evrópu. Innlent 29.10.2021 19:03 Farsóttanefnd hefur áhyggjur af fjölda smitaðra Farsóttanefnd Landspítala hefur áhyggjur af fjölda smita í samfélaginu og þeim fjölda innlagna sem óhjákvæmilega leiðir af því. Því hafa breyttar reglur tekið á Landspítalanum, meðal annars hvað varðar heimsóknir. Innlent 29.10.2021 18:04 Fjölgun smitaðra orðin áþreifanleg á Selfossi Nokkuð hefur verið um smitaða einstaklinga á Selfossi undanfarna daga en meðal þeirra sem hafa smitast eru kennarar og nemendur við Fjölbrautarskóla Suðurlands og starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Þá hafa einnig starfsmenn leikskóla smitast. Innlent 29.10.2021 15:37 Leiðrétting frá Þórólfi: Níu fullbólusett börn greinst með Covid-19 Níu af rúmlega 12 þúsund fullbólusettum börnum á aldrinum tólf til fimmtán ára hafa greinst með Covid-19, eða 0,07 prósent. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir frá þessu og leiðréttir þar með upplýsingar sem bárust frá heilbrigðisráðuneytinu fyrr í vikunni þar sem sagði að ekkert barn í umræddum hópi hafi greinst með Covid-19. Innlent 29.10.2021 12:58 „Við verðum bara að treysta fólki“ Heldur færri greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær heldur en dagana þar áður en áfram er þó að greinast nokkur fjöldi smitaðra. Sóttvarnalæknir segir ekki von á minnisblaði í dag og hvetur þess í stað fólk til að fara varlega um helgina. Innlent 29.10.2021 12:20 Skýrist um áramótin hvort bólusetja megi 5-11 ára börn á Íslandi Það skýrist væntanlega ekki fyrr en eftir tvo mánuði hvort að bóluefni Pfizer verði leyft hér á landi fyrir börn á aldrinum 5 til 11 ára. Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu er með málið til umfjöllunar. Innlent 29.10.2021 12:15 78 greindust innanlands í gær 78 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 48 þeirra sem greindust í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 62 prósent. Þrjátíu voru utan sóttkvíar, eða 38 prósent. Innlent 29.10.2021 10:20 Einungis einn getur nú vitjað sjúklings á dag Landspítalinn hefur ákveðið að herða heimsóknarreglur á spítalanum enn frekar vegna þeirrar stöðu sem uppi er í samfélaginu vegna faraldurs kórónuveirunnar. Innlent 29.10.2021 08:39 Strangar sóttvarnaaðgerðir í Moskvu vegna stöðu faraldursins Skólum, verslunum og veitingastöðum í Moskvu hefur verið lokað vegna kórónuveirufaraldursins. Aðeins matvöruverslanir og lyfjaverslanir fá að hafa opið og veitingastaðir mega bjóða viðskiptavinum sínum upp á að sækja mat. Erlent 29.10.2021 06:52 Fær ekki að ávísa lyfinu Ivermectin við Covid-19 Læknir krafðist þess fyrr á árinu að honum yrði veitt heimild til að ávísa lyfinu Ivermectin sem meðferð gegn Covid-19. Heilbrigðisráðuneytið staðfesti ákvarðanir Lyfjastofnunar nýlega, sem gáfu lækninum ekki undanþáguheimild til að ávísa lyfinu. Innlent 28.10.2021 22:03 Smit á bráðamóttöku sjúkrahússins á Selfossi Einstaklingur greindist með Covid-19 á sjúkrahúsinu á Selfossi í gærkvöldi. Sjúklingurinn lá á bráðamóttöku vegna annarra veikinda en er einkennalaus eins og stendur. Innlent 28.10.2021 20:13 Hótelin með snjóhengju skuldbindinga eftir faraldurinn Formaður félags Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu segir að það muni taka hótelin tíma að koma rekstrinum í jafnvægi eftir hrun ferðaþjónustunnar í covid faraldrinum. Bankar og fleiri aðilar þurfi að sýna þeim skilning og stjórnvöld að jafna stöðu hótelanna gagnvart leiguíbúðum og hótelskipum. Viðskipti innlent 28.10.2021 20:00 Mágur þingmanns til rannsóknar í tengslum við innherjasvik Mágur öldungadeildarþingmanns Bandaríkjanna Richard Burr er nú til rannsóknar vegna mögulegra tengsla við innherjasvik. Mágur Burr, Gerald Fauth, seldi hlutabréf á bilinu 97 upp í allt að 280 þúsund dollara í kjölfar símtals við þingmanninn. Erlent 28.10.2021 18:36 Verulega ólíklegt að af fullri afléttingu verði 18. nóvember Heilbrigðisráðherra telur verulega ólíklegt að sóttvarnatakmörkunum innanlands verði aflétt að fullu 18. nóvember líkt og stjórnvöld höfðu boðað. Ráðherra hefur verulega áhyggjur af stöðunni þó enn sé ekki hugað að hertum aðgerðum. Innlent 28.10.2021 18:31 Hundruð milljóna króna deila um leigumál send aftur í hérað Hæstiréttur hefur ómerkt dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í hundruð milljóna krónu deilu Íþaka fasteigna og Fosshótela um leigugreiðslur vegna Fosshótels við Höfðatorg. Héraðsdómur þarf því að taka málið aftur fyrir. Viðskipti innlent 28.10.2021 15:10 Þeir sem ætla að halda stóra viðburði um helgina íhugi málið alvarlega Sóttvarnalæknir segir þjóðina nú þurfa að líta í eigin barm og reyna að takmarka eins og hún getur sína hegðun til að ná þessari bylgju niður. Þau fyrirtæki og aðilar sem stefna að því að halda stóra viðburði um komandi helgi ættu að íhuga málið alvarlega að mati sóttvarnalæknis. Innlent 28.10.2021 11:06 Ísland aftur orðið rautt Ísland er enn á ný orðið rautt á korti Sóttvarnarstofnunar Evrópu eftir nokkrar vikur í appelsínugulum lit. Innlent 28.10.2021 10:47 Nýjar reglur stytta sóttkví og einangrun Einangrun vegna Covid-19 getur styst varað í sjö daga og almenn krafa um sóttkví styttist úr sjö dögum í fimm með breytingum sem heilbrigðisráðherra hefur gert á reglugerð. Breytingarnar eru sagðar í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis en þær taka gildi á morgun. Innlent 28.10.2021 10:45 Atvinnuleysi í september 3,5 prósent Atvinnuleysi á landinu í september síðastliðinn, árstíðaleiðrétt, mældist 3,5 prósent samkvæmt nýrri vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands. Viðskipti innlent 28.10.2021 10:39 Már leiðréttir tölurnar: Innan við tuttugu vilja ekki láta bólusetja sig Már Kristjánsson, formaður farsóttarnefndar Landspítalans, segir innan við tuttugu starfsmenn Landspítalans ekki vilja láta bólusetja sig. Fram kom í pistli hans á vef Landspítalans í gær að 600 starfsmenn spítalans væru óbólusettir. Réttur fjöldi er hins vegar 480 manns segir hann í dag. Innlent 28.10.2021 10:17 96 smit innanlands og þrír á gjörgæslu 96 greindust smitaðir af Covid-19 innanlands í gær. Þrír eru á gjörgæslu með alvarlega öndunarörðugleika vegna veikinnar. Fjörutíu og einn var í sóttkví við greiningu, eða tæp 43 prósent, en 55 utan sóttkvíar við greiningu, eða 57 prósent. Innlent 28.10.2021 10:13 Kvartaði til Samgöngustofu vegna of dýrs flugmiða Farþegi sem vildi komast heim til Spánar frá Íslandi í tæka tíð fyrir lokun landamæra Spánar á síðasta ári vegna kórónuveirufaraldursins hafði ekki erindi sem erfiði hjá Samgöngustofu, eftir að hann kvartaði undan því að flugmiðinn sem hann keypti hafi verið of dýr. Neytendur 28.10.2021 09:12 600 óbólusettir starfsmenn Landspítalans grafalvarlegt mál Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar vill vart trúa því að 600 starfsmenn Landspítalans séu óbólusettir og það hljóti að koma til álita hjá stjórnendum spítalans að breyta því hvaða afskipti þeir hafa af viðkvæmum sjúklingum. Innlent 27.10.2021 18:00 Bakvarðasveit heilbrigðisstarfsfólks virkjuð á ný Bakvarðasveit heilbrigðisstarfsfólks hefur verið virkjuð á ný vegna fjölgunar kórónuveirusmita í samfélaginu. Um sé að ræða nauðsynlegt viðbragð til að mæta mönnunarvanda sem skapast geti vegna veikinda eða tímabundinnar sóttkvíar heilbrigðisstarfsfólks, komi smit upp á heilbrigðisstofnunum. Innlent 27.10.2021 14:09 « ‹ 66 67 68 69 70 71 72 73 74 … 334 ›
Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar á Vináttueyjum Íbúar Vináttueyja í Eyjaálfu, eða Tonga, flykkjast nú í bólusetningu. Fyrsta tilfelli Covid-19 kom upp á eyjunum í gær og hótar forsætisráðherra útgöngubanni. Erlent 30.10.2021 13:33
Níutíu og sex greindust í gær: Árshátíð ríkislögreglustjóra aflýst Níutíu og sex greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og faraldurinn er stöðugt á uppleið að sögn yfirlögregluþjóns. Árshátíð embættis ríkislögreglustjóra átti að vera haldin í kvöld, en henni hefur verið aflýst í ljósi stöðunnar. Staðan er þung á Selfossi. Innlent 30.10.2021 12:04
Uppselt í fjölmargar sólarlandaferðir Mikil aðsókn er í ferðir til sólarlanda um jólin. Þar standa hæst ferðir til áfangastaðanna Tenerife, Kanarí og Alicante. Uppselt er í fjölmargar skipulagðar ferðir yfir hátíðarnar. Innlent 30.10.2021 09:43
Heimila bólusetningu ungra barna í Bandaríkjunum Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur veitt lyfjafyrirtækinu Pfizer blessun sína til að hefja bólusetningu barna eldri en fimm ára gegn Covid-19 í neyðartilvikum. Allt að 28 milljónir barna gætu fengið bóluefni strax í næstu viku. Erlent 29.10.2021 23:48
Níu greinst með veiruna eftir viðburðahraðpróf í vikunni Stór skemmtanahelgi virðist framundan þrátt fyrir mikla uppsveiflu í faraldrinum þar sem aldrei hafa fleiri mætt í hraðpróf vegna viðburða hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins en í dag. Um sexleytið höfðu 2300 mætt í hraðpróf, þar af langstærstur hluti í viðburðapróf. Fyrir daginn í dag höfðu 2342 komið í viðburðahraðpróf í vikunni, þar af greindust níu með kórónuveiruna. Innlent 29.10.2021 21:38
Jólabjórsins beðið í skugga aukins fjölda smitaðra Í dag er J-dag, dagurinn sem unnendur jólabjórs bíða í ofvæni eftir á ári hverju. Jólabjórinn frá Tuborg er nefnilega ekki seldur fyrr en að kvöldi J-dags. Jólabjórþyrstir létu uppsveiflu kórónuveirufaraldursins ekki stöðva sig og krár bæjarins iða af lífi. Innlent 29.10.2021 20:42
Kórónuveiran í sókn í Evrópu Kórónuveirutilfellum og dauðsföllum á heimsvísu fjölgar nú á ný í fyrsta sinn í tvo mánuði. Fjölgunina má að mestu rekja til nýrrar bylgju í Evrópu. Innlent 29.10.2021 19:03
Farsóttanefnd hefur áhyggjur af fjölda smitaðra Farsóttanefnd Landspítala hefur áhyggjur af fjölda smita í samfélaginu og þeim fjölda innlagna sem óhjákvæmilega leiðir af því. Því hafa breyttar reglur tekið á Landspítalanum, meðal annars hvað varðar heimsóknir. Innlent 29.10.2021 18:04
Fjölgun smitaðra orðin áþreifanleg á Selfossi Nokkuð hefur verið um smitaða einstaklinga á Selfossi undanfarna daga en meðal þeirra sem hafa smitast eru kennarar og nemendur við Fjölbrautarskóla Suðurlands og starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Þá hafa einnig starfsmenn leikskóla smitast. Innlent 29.10.2021 15:37
Leiðrétting frá Þórólfi: Níu fullbólusett börn greinst með Covid-19 Níu af rúmlega 12 þúsund fullbólusettum börnum á aldrinum tólf til fimmtán ára hafa greinst með Covid-19, eða 0,07 prósent. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir frá þessu og leiðréttir þar með upplýsingar sem bárust frá heilbrigðisráðuneytinu fyrr í vikunni þar sem sagði að ekkert barn í umræddum hópi hafi greinst með Covid-19. Innlent 29.10.2021 12:58
„Við verðum bara að treysta fólki“ Heldur færri greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær heldur en dagana þar áður en áfram er þó að greinast nokkur fjöldi smitaðra. Sóttvarnalæknir segir ekki von á minnisblaði í dag og hvetur þess í stað fólk til að fara varlega um helgina. Innlent 29.10.2021 12:20
Skýrist um áramótin hvort bólusetja megi 5-11 ára börn á Íslandi Það skýrist væntanlega ekki fyrr en eftir tvo mánuði hvort að bóluefni Pfizer verði leyft hér á landi fyrir börn á aldrinum 5 til 11 ára. Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu er með málið til umfjöllunar. Innlent 29.10.2021 12:15
78 greindust innanlands í gær 78 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 48 þeirra sem greindust í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 62 prósent. Þrjátíu voru utan sóttkvíar, eða 38 prósent. Innlent 29.10.2021 10:20
Einungis einn getur nú vitjað sjúklings á dag Landspítalinn hefur ákveðið að herða heimsóknarreglur á spítalanum enn frekar vegna þeirrar stöðu sem uppi er í samfélaginu vegna faraldurs kórónuveirunnar. Innlent 29.10.2021 08:39
Strangar sóttvarnaaðgerðir í Moskvu vegna stöðu faraldursins Skólum, verslunum og veitingastöðum í Moskvu hefur verið lokað vegna kórónuveirufaraldursins. Aðeins matvöruverslanir og lyfjaverslanir fá að hafa opið og veitingastaðir mega bjóða viðskiptavinum sínum upp á að sækja mat. Erlent 29.10.2021 06:52
Fær ekki að ávísa lyfinu Ivermectin við Covid-19 Læknir krafðist þess fyrr á árinu að honum yrði veitt heimild til að ávísa lyfinu Ivermectin sem meðferð gegn Covid-19. Heilbrigðisráðuneytið staðfesti ákvarðanir Lyfjastofnunar nýlega, sem gáfu lækninum ekki undanþáguheimild til að ávísa lyfinu. Innlent 28.10.2021 22:03
Smit á bráðamóttöku sjúkrahússins á Selfossi Einstaklingur greindist með Covid-19 á sjúkrahúsinu á Selfossi í gærkvöldi. Sjúklingurinn lá á bráðamóttöku vegna annarra veikinda en er einkennalaus eins og stendur. Innlent 28.10.2021 20:13
Hótelin með snjóhengju skuldbindinga eftir faraldurinn Formaður félags Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu segir að það muni taka hótelin tíma að koma rekstrinum í jafnvægi eftir hrun ferðaþjónustunnar í covid faraldrinum. Bankar og fleiri aðilar þurfi að sýna þeim skilning og stjórnvöld að jafna stöðu hótelanna gagnvart leiguíbúðum og hótelskipum. Viðskipti innlent 28.10.2021 20:00
Mágur þingmanns til rannsóknar í tengslum við innherjasvik Mágur öldungadeildarþingmanns Bandaríkjanna Richard Burr er nú til rannsóknar vegna mögulegra tengsla við innherjasvik. Mágur Burr, Gerald Fauth, seldi hlutabréf á bilinu 97 upp í allt að 280 þúsund dollara í kjölfar símtals við þingmanninn. Erlent 28.10.2021 18:36
Verulega ólíklegt að af fullri afléttingu verði 18. nóvember Heilbrigðisráðherra telur verulega ólíklegt að sóttvarnatakmörkunum innanlands verði aflétt að fullu 18. nóvember líkt og stjórnvöld höfðu boðað. Ráðherra hefur verulega áhyggjur af stöðunni þó enn sé ekki hugað að hertum aðgerðum. Innlent 28.10.2021 18:31
Hundruð milljóna króna deila um leigumál send aftur í hérað Hæstiréttur hefur ómerkt dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í hundruð milljóna krónu deilu Íþaka fasteigna og Fosshótela um leigugreiðslur vegna Fosshótels við Höfðatorg. Héraðsdómur þarf því að taka málið aftur fyrir. Viðskipti innlent 28.10.2021 15:10
Þeir sem ætla að halda stóra viðburði um helgina íhugi málið alvarlega Sóttvarnalæknir segir þjóðina nú þurfa að líta í eigin barm og reyna að takmarka eins og hún getur sína hegðun til að ná þessari bylgju niður. Þau fyrirtæki og aðilar sem stefna að því að halda stóra viðburði um komandi helgi ættu að íhuga málið alvarlega að mati sóttvarnalæknis. Innlent 28.10.2021 11:06
Ísland aftur orðið rautt Ísland er enn á ný orðið rautt á korti Sóttvarnarstofnunar Evrópu eftir nokkrar vikur í appelsínugulum lit. Innlent 28.10.2021 10:47
Nýjar reglur stytta sóttkví og einangrun Einangrun vegna Covid-19 getur styst varað í sjö daga og almenn krafa um sóttkví styttist úr sjö dögum í fimm með breytingum sem heilbrigðisráðherra hefur gert á reglugerð. Breytingarnar eru sagðar í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis en þær taka gildi á morgun. Innlent 28.10.2021 10:45
Atvinnuleysi í september 3,5 prósent Atvinnuleysi á landinu í september síðastliðinn, árstíðaleiðrétt, mældist 3,5 prósent samkvæmt nýrri vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands. Viðskipti innlent 28.10.2021 10:39
Már leiðréttir tölurnar: Innan við tuttugu vilja ekki láta bólusetja sig Már Kristjánsson, formaður farsóttarnefndar Landspítalans, segir innan við tuttugu starfsmenn Landspítalans ekki vilja láta bólusetja sig. Fram kom í pistli hans á vef Landspítalans í gær að 600 starfsmenn spítalans væru óbólusettir. Réttur fjöldi er hins vegar 480 manns segir hann í dag. Innlent 28.10.2021 10:17
96 smit innanlands og þrír á gjörgæslu 96 greindust smitaðir af Covid-19 innanlands í gær. Þrír eru á gjörgæslu með alvarlega öndunarörðugleika vegna veikinnar. Fjörutíu og einn var í sóttkví við greiningu, eða tæp 43 prósent, en 55 utan sóttkvíar við greiningu, eða 57 prósent. Innlent 28.10.2021 10:13
Kvartaði til Samgöngustofu vegna of dýrs flugmiða Farþegi sem vildi komast heim til Spánar frá Íslandi í tæka tíð fyrir lokun landamæra Spánar á síðasta ári vegna kórónuveirufaraldursins hafði ekki erindi sem erfiði hjá Samgöngustofu, eftir að hann kvartaði undan því að flugmiðinn sem hann keypti hafi verið of dýr. Neytendur 28.10.2021 09:12
600 óbólusettir starfsmenn Landspítalans grafalvarlegt mál Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar vill vart trúa því að 600 starfsmenn Landspítalans séu óbólusettir og það hljóti að koma til álita hjá stjórnendum spítalans að breyta því hvaða afskipti þeir hafa af viðkvæmum sjúklingum. Innlent 27.10.2021 18:00
Bakvarðasveit heilbrigðisstarfsfólks virkjuð á ný Bakvarðasveit heilbrigðisstarfsfólks hefur verið virkjuð á ný vegna fjölgunar kórónuveirusmita í samfélaginu. Um sé að ræða nauðsynlegt viðbragð til að mæta mönnunarvanda sem skapast geti vegna veikinda eða tímabundinnar sóttkvíar heilbrigðisstarfsfólks, komi smit upp á heilbrigðisstofnunum. Innlent 27.10.2021 14:09