Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024)

Fréttamynd

Segir sóun að ætla að stöðva hraunið með varnargörðum

Hafist var handa í dag við að hækka varnargarða á gosstöðvunum upp í átta metra hæð eftir að ríkisstjórnin samþykkti í morgun að verja tuttugu milljónum króna til verksins. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur telur þetta sóun, engin leið sé að stöðva hraunið með varnargörðum.

Innlent
Fréttamynd

Ís­lenskir ráð­amenn þrýstu á Blin­ken um lausn fyrir botni Mið­jarðar­hafs

Íslenskir ráðmenn þrýstu á Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna á fundum með honum í dag að gera allt sem í hans valdi stæði til að stöðva átökin fyrir botni Miðjarðarhafs. Hann er sammála stefnu íslenskra stjórnvalda um að tveggja ríkja lausn í samskiptum Ísraels og Palestínu sé besta skrefið varðandi framtíð ríkjanna.

Innlent
Fréttamynd

Katrín: Mikil valdabarátta í aðdraganda fundarins

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist merkja mikla valdabaráttu í aðdraganda fundar Norðurskautsráðsins á morgun. Þjóðirnar séu að marka sér stöðu. Þetta sagði Katrín í viðtali við fréttastofu að loknum fundi hennar með Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna.

Innlent
Fréttamynd

„Við verðum að standa með mannréttindum og eigin samvisku“

Einn forsvarsmanna mótmælanna við Hörpu í morgun segir að nú þurfi íslensk stjórnvöld að sýna Palestínumönnum stuðning í verki og setja viðskiptabann á Ísrael. Þá sé stuðningi Bandaríkjanna við hernaðaraðgerðir Ísraelsmanna gegn Palestínu harðlega mótmælt.

Innlent
Fréttamynd

Tuttugu milljónir í að hækka varnargarðana

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að verja allt að 20 milljónum króna til þess að hækka varnargarða fyrir ofan Nátthaga. Nú þegar hafa verið reistir tveir fjögurra metra háir varnargarðar og verða þeir hækkaðir í allt að átta metra.

Innlent
Fréttamynd

Tekið á móti Blinken með Palestínufánum

Hópur fólks er saman kominn fyrir utan Hörpu í miðbæ Reykjavíkur með Palestínuskilti á lofti. Markmiðið er að minna utanríkisráðherra Bandaríkjanna á málstað frjálsrar Palestínu í skugga árása Ísraelshers á landið.

Innlent
Fréttamynd

Blin­ken fundar með Guðna, Katrínu og Guð­laugi Þór

Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna sem kom til landsins í gær, mun funda með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra klukkan tíu. Að þeim fundi loknum hefur verið boðað til blaðamannafundar í Hörpu og verður sá fundur í beinni útsendingu á Vísi.

Innlent
Fréttamynd

Í höndum Kol­beins hvort hann sitji út kjör­tíma­bilið

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, segir þingflokkinn ekki hafa boðvald yfir sínum þingmönnum um hvað þeir gera. Mál sem varðaði hegðun Kolbeins Óttarssonar Proppé, þingmanns Vinstri grænna, var tilkynnt til fagráðs flokksins en þingflokkurinn hafði ekki vitneskju um það fyrr en hann sjálfur greindi frá því. Kolbeinn dró framboð sitt í forvali flokksins til baka í kjölfarið.

Innlent
Fréttamynd

Leggja fram 57 tillögur í norðurslóðamálum

Umfangsmikil skýrsla með fimmtíu og sjö tillögum um efnahagstækifæri á norðurslóðum var kynnt og afhent utanríkisráðherra í dag. Hann segir Ísland í lykilstöðu sem norðurslóðaríki og því þurfi að huga vel að því hvernig hægt sé að nýta sérstöðu landsins sem best.

Innlent
Fréttamynd

Ekkert rými fyrir kynferðislegt ofbeldi í samfélaginu

Forsætisráðherra vonar að sögur sem hafa sprottið upp í tengslum við metoo byltinguna muni stuðla að raunverulegum samfélagsbreytingum. Rótin að vandanum sé viðhorf og menning og því þurfi að auka fræðslu og umræðu. Hún kynnti í dag aðgerðir ríkisstjórnarinnar gegn kynbundnu ofbeldi.

Innlent
Fréttamynd

Mikil samstaða í sóttvarnaaðgerðum í Skagafirði

Vonir standa til að hægt verði að aflétta viðbótar samkomutakmörkunum í Skagafirði strax eftir helgi. Þrír greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær, þar af einn í sóttkví og var hann í Skagafirði. Forsætisráðherra var ein þeirra sem voru bólusettir í dag.

Innlent
Fréttamynd

Reiknað með að fjölmiðlafrumvarpið verði að lögum á vorþingi

Formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis telur að samstaða náist um afgreiðslu fjölmiðlafrumvarps menntamálaráðherra sem tekið var af dagskrá þingfundar í gær. Hann reikni með að frumvarpið verði að lögum á yfirstandandi þingi en álitaefni séu um gildistíma þess.

Innlent
Fréttamynd

Hverjum er ekki treystandi fyrir hús­næðis­málum?

Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, sem sat í heil tólf ár, frá 1995 til 2007, er án nokkurs vafa skaðlegasta ríkisstjórn Íslandssögunnar. Þessi stjórn umbreytti skattkerfinu svo skattbyrði fluttist frá fjármagns- og fyrirtækjaeigendum yfir á launafólk svo nam tugum ef ekki yfir hundrað milljörðum árlega.

Skoðun
Fréttamynd

VG vill leiða næstu ríkisstjórn

Í stjórnmálaályktun Landsfundar Vinstri grænna sem hófst í dag er lögð áhersla á að flokkurinn leiði næstu ríkisstjórn að loknum kosningum í lok semptember. Þrátt fyrir umdeilt stjórnarsamstarf í upphafi þessa kjörtímabils sé málefnalegur árangur flokksins í samstarfinu óumdeildur.

Innlent