Þorskurinn veldur vonbrigðum: Hefði viljað hafa þetta öfugt Snorri Másson skrifar 15. júní 2021 12:14 Kristján Þór Júlíusson, ráðherra sjávarútvegs- og landbúnaðarmála. Vísir/Vilhelm Hafrannsóknastofnun hefur lagt til að þorskkvótinn verði lækkaður um 13% á næsta fiskveiðiári, úr 256 þúsund tonnum í 222 þúsund tonn. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra segir vonbrigði að samdráttur sé í ráðgjöfinni. „Ég hefði gjarnan viljað að þetta væri með öfugum formerkjum, vissulega, en þetta er einhver veruleiki sem ég vona að við getum tekist á við,“ sagði ráðherra í samtali við fréttastofu eftir ríkisstjórnarfund í dag. „Það eru alltaf vonbrigði þegar það er samdráttur í ráðgjöf. Það er óumdeilt. Við viljum öll vöxt í stofninum. Sem betur fer leggjast menn þétt yfir þetta og við sjáum hvernig úr þessu spilast.“ Klippa: Kristján Þór um þorskstofninn Stærð þorskstofnsins við Íslandsstrendur hefur verið ofmetin undanfarin ár að mati vísindamanna. Til að sporna við því að stofninn minnki enn frekar telur HAFRÓ vísast að draga svona verulega úr veiðunum. Ráðgjöf HAFRÓ var upp á 270 þúsund tonn árið 2019 og var stofninn þá í vexti að mati vísindamanna. 2020 var aflamarkið svo lækkað og nú er það lækkað enn frekar. Kristján Þór segir tvímælalaust um bakslag að ræða. „Ef við erum að sjá samdrátt í ráðgjöf er bakslag í væntingum. Væntingar okkar standa alltaf til þess að við getum byggt stofninn hægt og bítandi upp. Sumir segja að það hafi gerst á tiltölulega löngum tíma á meðan öðrum liggur meira á og vilja samfelldan vöxt,“ segir ráðherra. 5% samdráttur í aflamarki Rúm 30.000 tonn af þorski eru margra milljarða króna virði. Það eru tekjur sem ljóst er að rata ekki inn í hagkerfið vegna þessa. „Gróft mat í þessum efnum lætur nærri að í þorskígildum, sem er verðmætastuðullinn, sé þetta samdráttur í ráðgjöf í öllum tegundum upp á um 5%,“ segir Kristján, sem segir þetta þó veruleika sem hann vonast til að Íslendingar geti tekist á við. Ráðherra hefur undanfarin ár farið að tillögum Hafrannsóknastofnunar en segir ekki fast í hendi hvenær hann gefur út aflamark fyrir tímabilið. Þar verði að líta til ýmissa sjónarmiða. „Við tökum náttúrulega ákvörðun í þessum efnum út frá grundvallarhagsmunum þjóðfélagsins í heild, ekki einstakra atvinnugreina eða hópa. Það er fyrst og fremst þjóðfélagið sem maður verður að hafa í huga,“ segir Kristján Þór. Samkvæmt aflareglu verður aflamark ýsu 50.429 tonn sem er 11% hækkun frá yfirstandandi fiskveiðiári. Áætlað er að viðmiðunarstofninn muni halda áfram að vaxa næstu tvö árin. Árgangar frá 2015–2017 eru metnir nálægt meðaltali, árgangur 2018 lítill og niðurstöður stofnmælinga benda til að árgangar 2019 og 2020 verði yfir meðallagi. Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Leggja til 13% lækkun á þorskkvóta eftir ofmat á stofninum Hafrannsóknastofnun leggur til að sjávarútvegsráðherra lækki þorskkvóta um 13% á þessu fiskveiðiári. Vísar stofnunin til ofmats á stærð þorskstofnsins undanfarin ár og lítilla árganga. 15. júní 2021 10:26 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
„Ég hefði gjarnan viljað að þetta væri með öfugum formerkjum, vissulega, en þetta er einhver veruleiki sem ég vona að við getum tekist á við,“ sagði ráðherra í samtali við fréttastofu eftir ríkisstjórnarfund í dag. „Það eru alltaf vonbrigði þegar það er samdráttur í ráðgjöf. Það er óumdeilt. Við viljum öll vöxt í stofninum. Sem betur fer leggjast menn þétt yfir þetta og við sjáum hvernig úr þessu spilast.“ Klippa: Kristján Þór um þorskstofninn Stærð þorskstofnsins við Íslandsstrendur hefur verið ofmetin undanfarin ár að mati vísindamanna. Til að sporna við því að stofninn minnki enn frekar telur HAFRÓ vísast að draga svona verulega úr veiðunum. Ráðgjöf HAFRÓ var upp á 270 þúsund tonn árið 2019 og var stofninn þá í vexti að mati vísindamanna. 2020 var aflamarkið svo lækkað og nú er það lækkað enn frekar. Kristján Þór segir tvímælalaust um bakslag að ræða. „Ef við erum að sjá samdrátt í ráðgjöf er bakslag í væntingum. Væntingar okkar standa alltaf til þess að við getum byggt stofninn hægt og bítandi upp. Sumir segja að það hafi gerst á tiltölulega löngum tíma á meðan öðrum liggur meira á og vilja samfelldan vöxt,“ segir ráðherra. 5% samdráttur í aflamarki Rúm 30.000 tonn af þorski eru margra milljarða króna virði. Það eru tekjur sem ljóst er að rata ekki inn í hagkerfið vegna þessa. „Gróft mat í þessum efnum lætur nærri að í þorskígildum, sem er verðmætastuðullinn, sé þetta samdráttur í ráðgjöf í öllum tegundum upp á um 5%,“ segir Kristján, sem segir þetta þó veruleika sem hann vonast til að Íslendingar geti tekist á við. Ráðherra hefur undanfarin ár farið að tillögum Hafrannsóknastofnunar en segir ekki fast í hendi hvenær hann gefur út aflamark fyrir tímabilið. Þar verði að líta til ýmissa sjónarmiða. „Við tökum náttúrulega ákvörðun í þessum efnum út frá grundvallarhagsmunum þjóðfélagsins í heild, ekki einstakra atvinnugreina eða hópa. Það er fyrst og fremst þjóðfélagið sem maður verður að hafa í huga,“ segir Kristján Þór. Samkvæmt aflareglu verður aflamark ýsu 50.429 tonn sem er 11% hækkun frá yfirstandandi fiskveiðiári. Áætlað er að viðmiðunarstofninn muni halda áfram að vaxa næstu tvö árin. Árgangar frá 2015–2017 eru metnir nálægt meðaltali, árgangur 2018 lítill og niðurstöður stofnmælinga benda til að árgangar 2019 og 2020 verði yfir meðallagi.
Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Leggja til 13% lækkun á þorskkvóta eftir ofmat á stofninum Hafrannsóknastofnun leggur til að sjávarútvegsráðherra lækki þorskkvóta um 13% á þessu fiskveiðiári. Vísar stofnunin til ofmats á stærð þorskstofnsins undanfarin ár og lítilla árganga. 15. júní 2021 10:26 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
Leggja til 13% lækkun á þorskkvóta eftir ofmat á stofninum Hafrannsóknastofnun leggur til að sjávarútvegsráðherra lækki þorskkvóta um 13% á þessu fiskveiðiári. Vísar stofnunin til ofmats á stærð þorskstofnsins undanfarin ár og lítilla árganga. 15. júní 2021 10:26
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent